Heima er bezt - 01.07.1965, Page 10
Þórðarhöfði.
6. Geir, verzlunarstjóri, Vegamótum, Snæfellsnesi,.
kvæntur Hönnu Körlu Proppé.
7. Haukur bóndi í Bæ, kvæntur Áróru Sigursteins-
dóttur frá Hveragerði og Reynir Gíslason, fóstursonur
og systursonur Kristínar. Hann er trésmiður og búsett-
ur í Hveragerði.
Það er sameiginlegt með þessum systldnum að þau
eru dugnaðarforkar til allrar vinnu og setja ekki fyrir
sig hvað gera skal, eftir því sem þörf krefur og fvrir
liggur.
Barnabörn Bæjarhjónanna eru nú orðin nær 30. Eftir
nokkra áratugi verða komnar margar greinar af einum
stofni. Nú geta Bæjarhjónin litið með sérstakri ánægju
yfir þennan stóra hóp efnilegra afkomenda sinna.
Einn þáttur er það í starfi Björns, sem ekki má gleym-
ast og ætti að verða ungum mönnum til athugunar og
eftirbreytni og komandi kynslóðum ómetanlegur auð-
ur í bókmenntalegu tilliti. Það er að hann hefir haldið
dagbók í fjöldamörg ár, skrifað niður daglega við-
burði og gerir svo ársyfirlit um hver áramót. Svona
færslur eru ómetanlegur fróðleikur og ættu slíkar bæk-
ur að varðveitast í héraðsskjalasöfnum.
Nú er fasteignamat á jörðinni kr. 141.600,00 eða sem
næst brúttó ársafurðum af 100 ám, en skylt er að taka
fram, að ekki má þá um nein vanhöld vera að ræða. En
þrátt fyrir þennan mismun, sem nú er á verði jarðar-
innar og var fyrir 76 árum, er matið á Bæ nú ekki
nema lítill hluti af núverandi verðgildi, eftir því sem
mundi kosta að gera slíka fjárfestingu, sem orðin er nú
í dag. Ekki svo að skilja að Bær sé nein undantekning
með þetta. Um allt land, í sveit og við sjó, er mikill
munur á milli matsverðs og kostnaðarverðs.
Foreldrar Björns eru látnir fyrir nokkrum árum og
hvíla í heimagrafreit. Einnig eru þar jarðneskar leifar
Konráðs bróður Bjöms. Á þessu tímabili hafa verið
þrír Konráðar Jónssynir í Bæ, sá síðasti er ungur að
árum og hefir notið bernskuáranna hjá ömmu sinni og
afa í Bæ. Vonandi á honum eftir að hlotnast eitthvað
af kostum nafna sinna, sem gætu orðið honum að liði
á lífsleiðinni.
Við erum stödd á hlaðinu í Bæ. Skagfirzki fjallahring-
urinn blasir við. Mælifellshnjúkur með sínum myndar-
brag í suðri. Drangey út og vestur á firðinum, sem fyrr
á tímum var nefnd mjólkurkýr Skagfirðinga, enda kom
þaðan margur málsverður á vorin, þegar þrengjast var
farið í búi á mörgum býlum. Klukkan er 6. Sól í mið-
aftanstað. Kvöldið kyrrlátt og fagurt. Fjöllin speglast
í sléttum fleti fjarðarins og Höfðavatns. Bæjarhjónin
geta litið yfir vel heppnað dagsverk, með lofgjörð og
þökk. Hér er fjórði ættliðurinn að taka við stjómtaum.
Mér dettur í hug ljóðlína eftir sr. Sigurð Norland í
Hindisvík — „Ættliðir fjórir, athafnastórir“. —
Gaman væri að geta skyggnzt það inn í framtíðina
að mega sjá hvernig hér liti út eftir að næstu fjórir ætt-
liðir skiluðu af sér.
246 Heima er bezt