Heima er bezt - 01.07.1965, Side 13

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 13
Nú er næst frá því að segja að Sigurður, sonur þeirra hjóna, veikist. Þótti þegar í upphafi auðsætt að hann hefði tekið sóttina skæðu. Foreldrarnir voru mjög uggandi um líf barns síns og ræddu um hvort engin ráð myndu finnast, svo sigr- azt yrði á sóttinni. Þórdís kvaðst þekkja mörg lífgrös og læknisdóma, en engin svo máttug að sigra mætti þessa sótt. Sagði hún bónda sínum að sér sýndist ráðlegast að leita í hulduheima, þar ætti hún vini góða. Og sama kvöld hélt hún að álfhólnum og settist þar. Eigi hafði hún lengi setið er kona gekk út úr hóln- um. Sú kona var björt mjög yfirlitum og fegurri en mennskar konur. Huldukonan heilsaði Þórdísi blíðlega og minntist við hana með fögrum orðum, en mælti svo: „Þórdís mín. Einhver vandi mun þér hafa borið að höndum, er þú leitar til mín. Mælti ég svo forðum, er þú bjargaðir lífi barnsins míns og mínu, að þá skyldir þú leita mín, ef þú lentir í vanda nokkrum og þá helzt ef líf lægi við. Seg þú mér nú vandlega frá því er þér liggur á hjarta.“ Þórdís sagði nú huldukonunni frá sjúkleika barns síns og lýsti sjúkdómnum eins glögglega og hún mátti. Huldukonan sat hljóð er Þórdís hafði lokið máli sínu, en mælti svo: „Víst kann ég ráð við mörgum meinum mannanna, en eigi er á mínu valdi að ráða bót á þessum sjúkleika. Nú sé ég það eitt til ráða að leita til vina minna, blóm- álfanna. Þeir eru fjölvitrir mjög og úr þeirra heimi er flesta læknisdóma að hafa.“ Alfkonan rétti Þórdísi höndina og ganga þær upp í blágresishvamminn. Og í hvamminum sátu blómálfar í hverju blómi og buðu þær stöllur velkomnar með brosum sínum. Huldukonan ávarpaði biómálfana og bað þá sitja heila á helgum stað. Þvínæst sagði hún þeim frá hinum válega sjúkdómi og bað þá hjálpar. Er hún hafði lokið máli sínu steig virðulegur blóm- álfur fram úr einu blágresisblóminu og mælti: „Systur mínar, vel skil ég vanda ykkar og kunna mun ég ráð við þessum sjúkdómi. Mun ég fá ykkur í hend- ur læknisdóm einn. Er hann gerður af þrem hlutum. Einn er frá moldinni kominn. Annar úr ríki steinanna og hinn þriðji frá geislum sólarinnar. Gefið hinum unga sveini lífdrykk þennan og mun honum þá batna.“ Þær stöllur þökkuðu blómálfinum forkunnar vel en svo mælti Þórdís: „Hverju fæ ég launað, blómálfurinn góði, velgjörð- ir þínar?“ Blómálfurinn svaraði: „Það vildi ég helzt að þú tæk- ir að þér fátækt barn og annaðist, sem þitt eigið. Verð- ur það oft til gæfu, þá göfugt heit er efnt.“ Þórdís fór nú heim með lífdrykkinn, gaf syni sín- um og varð hann heill. Næst er að segja frá því, að þau hjónin efndu heitið við blómálfinn með því að taka til fósturs munaðar- lausan dreng er Helgi hét. Var hann á líku reki og Sigurður sonur þeirra. Þótti mörgum misráðið að þau hjón tækju þennan dreng til sín, því hann þótti með afbrigðum ódæll og mesti pörupiltur. Fyrst í stað reyndist Helgi hrekkjóttur og erfiður viðfangs. En hjónin mundu heitið við blómálfinn og sýndu honum alltaf sömu atlot, sem væri hann þeirra eigið barn. Því fór svo að lokum að hann varð þeim eftirlátur og auðsveipur í öllu. Mjög urðu þeir Sigurður og Helgi samrýmdir og fylgdust að í leik og starfi. Því voru þeir jafnan nefndir fóstbræðurnir. Þeir fóstbræður uxu upp og urðu vaskir menn, en Hallur og Þórdís gerðust ellimóð og söfnuðust því næst til feðra sinna. En áður þau önduðust höfðu þau skipt öllum eigum sínum í tvo jafna hluta. Hlaut Sig- urður annan en Helgi hinn og gerðust þeir báðir góðir bændur. Nú bar svo við fyrrihluta vetrar, áður en fé var tek- ið í hús, að aftaka veður gerði með snjókomu og frosti. Áður höfðu veður verið góð og veðraskiptin voru svo snögg að fáir gátu komið fé í hús áður ófært var orðið. Þó tókst Helga að finna flest af sínu fé og reka í hús. En er hann hafði svo gjört lagði hann tafarlaust af stað til að vita um hvernig ástatt væri á heimili Sigurðar. Skammt var að fara, því Sigurður bjó á næsta bæ, en þó gekk fénaður þeirra lítið eða ekki saman. Þegar Helgi kom á bæ Sigurðar frétti hann hjá hús- freyju að Sigurður væri löngu farinn að sækja fé sitt. Bað hann hana að vera rólega, en Iagði svo af stað að leita fóstbróður síns. Bylurinn var svo svartur, að lítið sást hvar farið var. Sumir menn virðast þeirri gáfu gæddir að geta varla villzt. Svo var um Helga. Lengi nætur leitaði hann Sigurðar. Loks heyrði hann hundgá og gekk á hljóðið. Fann hann þar hund Sig- urðar. Stóð rakkinn hjá húsbónda sínum og gelti í bylinn. Sigurður var mjög þjakaður. Hafði hann dottið og meitt sig illa og gat ekki hreyft sig úr stað. Llelgi tók nú Sigurð á herðar sér og bar hann heim. Þótti það mikið afrek, því langt var að fara og veður með ódæmum vont. í þessu veðri missti Sigurður flest af sínu fé. Hafði það hrakið undan veðrinu, lent í á, er þar rann, og drukknað. Sigurður lá lengi, en hresstist svo og varð nokkurn veginn jafngóður. Næsta vor gaf Helgi Sigurði helminginn af sínu fé. Þannig reyndust þeir fóstbræður jafnan hvor öðrum og er sögu þeirra lokið. Spunakonan heldur spunanum áfram. Rokkurinn suð- ar. Senn er sólsetur. Heima er bezt 249

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.