Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 15

Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 15
hann eignarhaldi á Reykholti og fór þá búi sínu þangað. Ekki segir frá því hvort kona hans fór þangað með hon- um, en líklegast hefur hún verið kyr á Borg og staðið þar fyrir búi. Herdís kona Snorra dó 1233. Árið 1224 tók Snorri til sín Hallveigu Ormsdóttur ekkju Björns Þorvaldssonar á Breiðabólsstað og gerði við hana helm- ingafélag. Með Hallveigu voru synir hennar Klængur og Ormur. Þessi hjúskaparmál þeirra bræðra Þórðar og Snorra lýsa þeim allvel. Þeir hafa báðir verið kaldir gagnvart konum sínum en því heilhugaðri í garð eigna þeirra. Þórður fær Stað á Snæfellsnesi með Helgu og manna- forráð Ara auk þess sem hann nældi sér í hundrað hundraða af arfhluta Hróðnýjar eftir Bersa. Snorri fær með Herdísi allan arfshluta hennar frá Borg og yfir- gefur hana svo til þess að ná í auð Björns Þorvaldssonar í samningum við Hallveigu. Sturla Þórðarson fær því eigi orða bundist og segir: „Snorri var hinn mesti fjár- gæslumaður, fjöllyndur ok átti börn með fleirum kon- um en Herdísi.“ En Sturla segir færra um föður sinn, sem þó virðist hafa verið gæddur í ríkum mæli sömu eiginleikum og Snorri. Við nútímamenn stöndum höll- um fæti með að kveða upp dóma um siðferði manna á þeim tímum, sem hér er fjallað um. Augljóst er að Sturla hefur þó ekki verið vel ánægður með siðferði sinna nánustu. Meðan Snorri var hjá Sæmundi í Odda fylgdi hann Sæmundi til mála þeirra Oddaverja, enda var hann einn af þeim þangað til hann flutti að Borg. Þó þess sé ekki getið hefur Bersi prestur á Borg tengdafaðir Snorra að Hkindum farið með goðorð þeirra Mýramanna og það svo færst í hendur Snorra með konunni. Þórður Böðv- arsson móðurbróðir Snorra bjó á Görðum á Akranesi og átti þar þingmenn og upp um hérað. Honum þótti Þórður Sturluson systursonur sinn sælast eftir þing- mönnum frá sér. Hann gaf því Snorra hálft Lundar- mannagoðorð móti sér og átti Snorri að halda þing- mönnum fyrir Þórði bróður sínum og öðrum sem ásæld- ust þá frá Þórði í Görðum. En Snorri hugsaði meira um sinn hag og þótti Þórði Böðvarssyni hann draga enn meir til sín en Þórður bróðir hans hafði gjört. Eftir að Snorri settist að í Reykholti hefur hagur hans staðið með miklum blóma sérstaklega eftir að hann náði tangarhaldi á auðæfum Hallveigar. Snorri fór tvisvar utan fyrst 1218 þá um fertugt og aftur 1237. En 1241 er hann svo myrtur heima í Reyk- holti, 62 ára gamall. Aðalheimild um Snorra er íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar bróðursonar hans. Hér á undan er getið lýsingar Sturlu á honum og er hún stutt og laggóð. Á öðrum stað getur hann um ritstörf Snorra og aðrar frá- sagnir um hann eru á víð og dreif. Sturla Þórðarson get- ur þess, að er vel fór á með þeim Snorra og Sturlu Sig- hvatssyni, dvaldi Sturla löngum í Reykholti „ok lagði mikinn hug á að láta rita sögubækur eftir bókum þeim er Snorri setti saman.“ Fræðimenn innlendir og erlendir hafa haft mikið dá- læti á Snorra Sturlusyni sem rithöfundi. Talið er að hann hafi ritað Snorra-Eddu, Heimskringlu og Egils- sögu Skallagrímssonar. Sumir vilja jafnvel eigna hon- um fleiri rit. Allir telja hann mikinn snilling og lista- mann. Snilldin í þessum ritum leynir sér ekki og hafi Snorri verið höfundur þeirra á hann lofið fyllilega skil- ið. Eins og áður segir ólst Snorri upp í Odda og dvaldi þar fram til 23 eða 24 ára aldurs. Hann hefur vafalaust notið þar kennslu og komizt í kynni við þær bókmennt- ir sem voru á þeim stað. Auk þess hefur hann haft sam- band við alla þá fræðimenn, sem þar áttu leið um eða dvöldu þar. Ekki er kunnugt að Snorri hafi lagt stund á líkamlegar íþróttir eða vopnaburð. Röksemdir þær sem færðar eru fyrir því að Snorri hafi samið rit þau sem honum eru eignuð eru allgóðar. Þó er enn ekki víst að hann hafi samið neitt af þeim nema Eddu. Það er fyrst á sextándu öld að erlendur maður hefur handrit af Heimskringlu undir höndum, sem nafn Snorra var ritað á. Þessvegna hefur það verið talið víst að hann hafi verið höfundurinn. I formála fyrir Heimskringlu gerir höfundurinn grein fyrir því hvernig ritið varð til með þessari klausu meðal annars: „Á bók þessa lét ek rita frásagnir (o. s. frv.), sem ek hef heyrt fróða menn segja“ o. s. frv. Og enn segir hann: „Hann (þ. e. Ari fróði) ritaði sem hann sjálfur segir, <evi Noregskonunga eftir sögu Odds Kols- sonar Hallssonar af Síðu, en Oddur nam af Þorgeiri af- ráðskoll“ o. s. frv. Hér er ekki um neitt að villast. Höf- undur segist hafa látið rita frásagnirnar. Hann hefur því ekki ritað þær sjálfur. Hann hefur fyrir sér ýmsar heimildir sem ritið er samið eftir. Þessar heimildir eru að sögn höfundar ýmist munnlegar frásagnir fróðra manna eða kvæði en síðast en ekki sízt ritaðar heimildir, sem Ari fróði hafði fjallað um eftir sér eldri höfundi, sem hann hafði ritað eftir frásögn gamals manns og viturs. Mér sýnist því seilzt helzt til langt til lokunnar þegar því er haldið fram að Snorri Sturluson hafi verið að semja skáldrit, hvað þá heldur áróðursrit þegar hann hefur dregið saman úr þessum heimildum, sem talað er um í formálanum, sagnfræðirit og látið færa til sam- ræmis og fagurs máls þann efnivið sem fyrir hendi var. Skal svo ekki rætt frekar um bókmenntaferil Snorra hér. Þeim þætti í lífi Snorra hafa verið gerð þau skil áður að ástæðulaust er að spinna þar lengri lopa. Það er stjórnmálamaðurinn og höfðinginn Snorri Sturluson, sem er forvitnilegur og lýsir manninum betur en öll rit hans. Á þjóðveldisöld var stjórnskipun íslands í aðaldrátt- um sú að Alþing hafði löggjafarvald og dómsvald en goðarnir framkvæmdavaldið. En í raun og veru hvíldu aðalþættir Alþingis á goðavaldinu. Meðan hinni upp- haflegu skipan goðorðanna var fylgt, var þessi skipan hagkvæm og leiddi til þess þroska sem íslenzkt þjóðlíf náði og skapaði þau menningarverðmæti sem reynzt Heima er bezt 251

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.