Heima er bezt - 01.07.1965, Side 21

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI Pingvellir Þingvallaför Þennan þátt uni Þingvallaför skrifaði ég fyrir tuttugu og fimm árum. Hann birtist hér óbreyttur að öðru en því, að nú hafa bætzt við önnur tuttugu og fimm ár og því heitir hann nú Þingvallaför fyrir 50 árum. í annálum veðurfræðinnar tel ég víst að vorið 1914 hafi fengið vondan vitnisburð. Veðráttan sunnanlands var hin versta og í lok júní-mánaðar var jörð ógróin og vegir lítt færir fyrir bleytu. í Reykjavík voru fáar sólskinsstundir þetta vor, og flesta dagana gekk á með vestan krapaskúrum eða suð- austan úrfelli. Æskulýður höfuðborgarinnar lét þetta þó lítt á sig fá og reyndi að skemmta sér eins og kostur var á. Mér er þetta vor minnisstætt, því að það var fyrsta vorið, sem ég dvaldi í Reykjavík. Ég var þetta vor á kennaranámskeiði í Reykjavík, yngstur allra og án allra kennararéttinda. Námskeiðið var haldið í Kennaraskól- anum og aldrei get ég gleymt hinu óyndislega ritsýni frá Skólanum yfir kolsvört mýrarflögin, þar sem nú er flugvöllurinn. Á hverjum morgni voru þessi mýrar- flög þéttsetin af sígargandi mávum. Það leið að námskeiðslokum. Skólastjóri og nemend- ur höfðu ráðgert Þingvallaför, áður en námskeiðinu lyki, og nú var komið að áætlunardegi. Það var laugardagur síðla í júní, sem ferðin var viS Öxará fyrir 50 árum ákveðin. AUir þátttakendur áttu að mæta klukkan 6 að morgni þann dag hjá húsi Jónatans Þorsteinssonar kaup- manns, sem var við Laugaveginn. — Svo snemma átti að leggja upp, af því að nota átti daginn til að skoða Þing- völl og koma aftur um kvöldið. í Reykjavík voru þá aðeins til þrír bílar. Tveir Ford- bílar eign Sveins Oddssonar, og ein Overland-bifreið, er Jónatan kaupmaður Þorsteinsson átti. Voru þetta sjö manna blæju-bílar, og var þeim oftast ekið opnum um götur borgarinnar. Alla þessa bíla höfðum við ráðið til ferðarinnar og vorum við 20, sem ætluðum að fara. Stundvíslega kom skólastjórinn, sr. Magnús Helgason, á hinn ákveðna stað og voru þá flestir nemendur þar komnir. Loft var skýjað, en úrkomulaust, og svalur suðaustan kaldinn næddi um göturnar og þennan fá- menna hóp, er beið þarna búinn. — Brátt bættist Jónat- an Þorsteinsson í hópinn og sagði vondar fréttir: Að- eins einn bíllinn var í lagi í Reykjavík. Einn var í lama- sessi suður í Keflavík, annar með brotið stýri uppi hjá Lögbergi, og nú varð að nota þann bílinn, sem heima var, til að fara með varahluti og viðgerðarmenn á þessa staði, og alveg var óvíst, hvernig tækist með viðgerð- irnar. Það var því auðséð að ekkert gat orðið úr Þing- vallaför í bifreiðunum á þessum degi, og þótti mörgum súrt í brotið, sem hlakkað höfðu til þessarar ferðar allt vorið. „Þá höldum við bara suður í Kennaraskóla og byrj- 8ívi nli ■bm< /18B HÉki

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.