Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 30
FYRSTI HLUTI I. Fyrir átján árum. Fagurt vorkvöld ríkir yfir höfuðborginni. Frú Sig- urrós situr ein í dagstofu sinni og nýtur hvíldar um stund. Hún er kona fertug að aldri, frernur lág vexti og grönn, en mjög fríð sýnum, og bjartur svipur henn- ar og mild augu vitna ótvírætt um hreint og göfugt hugarfar. I kvöld hefir frú Sigurrós staðið fyrir veizlufagnaði á heimili sínu í tilefni þess að Nanna fósturdóttir henn- ar átti átján ára afmæli, og vinir hennar og æskufélagar fjölmenntu í heimsókn til hennar í tilefni dagsins. Nú er afmælishófinu lolcið, og Nanna farin með nokkrum vinstúlkum sínum ofan í borgina, svo að frú Sigurrós er ein í húsinu. Hún hagræðir sér í djúpum hægindastólnum og nýtur vel hvíldarinnar. í kyrrð ein- verunnar er hugurinn frjáls og fer víða: Þá er nú Nanna fósturdóttir hennar orðin átján ára. Hlýtt en ofurlítið angurvært bros fer um bjartan svip frú Sigurrósar. Hugur hennar leitar ósjálfrátt um átján ár aftur í tímann, og allt sem þá gerðist í lífi hennar verður svo ljóslifandi í endurminningunni á þessari stundu. Þá var hún ung og hamingjusöm eiginkona ný- gift Herði. Þau höfðu stofnað sér lítið, en indælt heim- ili í höfuðborginni, og Hörður hafði fengið skrifstofu- stjórastöðu hjá stóru og ágætu fyrirtæki í borginni. Þráinn litli einkasonur þeirra hjóna var tveggja ára um þetta leyti, hraustur drengur og fallegur. — Já, sannar- lega brosti lífið og hamingjan við henni. Hörður var mjög ástúðlegur eiginmaður og glaðvær heimilisfaðir og eyddi flestum frístundum sínum heima hjá henni og drengnum. Hörður var rnjög mannblendinn og vinsæll og hneigð- ur fyrir að taka nokkurn þátt í samkvæmislífinu og fylgjast með í straumi þess. En frú Sigurrós var aftur á móti að mestu frábitin slíku og hafði alltaf verið það. Þó kom það fyrir öðru hverju að hún fór með manni sínum á skemmtanir og skemmtistaði, áður en drengur- inn fæddist. Gerði hún þetta samt aðallega fyrir mann sinn, svo að hann mætti verða fullkomlega ánægður. En eftir að hún eignaðist drenginn, komst hún í nýja að- stöðu og kaus þá að vera heima til að sinna baminu, og það skildi maður hennar fullkomlega. Hann hætti þá einnig að mestu leyti að sækja skemmtistaði og undi glaður heima, og vissulega fór vel á með þeim hjónun- um. En svo var það veturinn sem Þráinn litli var á þriðja árinu, að maður hennar tók snöggri og óvæntri breyt- ingu. Hann tók að verða fálátur og óglaður, og henni duldist það ekki, að eitthvað amaði að honum, en þó var hann jafn ástúðlegur við hana og drenginn sem áð- ur. Hún reyndi með hlýju og nærgætni að komast fyrir orsakirnar á breytingu manns síns, en hann eyddi því alltaf og vildi ekkert um það ræða. Hún átti ekki full- an trúnað hans lengur, að henni fannst. Þunglyndi Harð- ar ágerðist. Hann lá flest kvöld að vinnu lokinni uppi í legubekk og lét sem hann svæfi. Hún spurði hvort hann væri lasinn, en hann neitaði að svo væri. Hún gat því ekkert annað gert en bíða í þeirri von, að málið skýrðist um síðir á einhvern hátt fyrir henni, og að úr þessu rætt- ist á bezta hátt. Hún gat ekki ímyndað sér neitt miður um manninn sinn, sem hún unni hugástum og var fús að fórna öllu fyrir. En svo kom lausnin skyndilega, óvænt og furðuleg: Það var kvöld eitt um veturinn, að Hörður sat á fundi úti í bæ. Mæðginin voru tvö ein heima. Þráinn litli var löngu sofnaður, en móðir hans var enn að störfum í eld- húsinu. Allt var undur kyrrt og hljótt. En skvndilega var dyrabjöllunni hringt af miklum ákafa. Frú Sigurrós gekk til dyra og lauk upp hurðinni. Fyrir utan dyrnar stóð ung ókunnug stúlka, mjög fríð sýnum, en auðsjáanlega í ofsalegri geðshræringu. Hún Íeit á frú Sigurrósu, bauð gott kvöld og spurði síðan: — Ert þú konan hans Harðar skrifstofustjóra? — Já, svaraði Sigurrós ofur rólega og virti stúlkuna nánar fyrir sér. — Get ég fengið að tala við þig eina? — Gerðu svo vel. — Ég heiti Brynja, sagði stúlkan og snaraðist um leið inní forstofuna án þess að kynna sig ferkar. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.