Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 34
irgefningu eiginkonu sinnar, heldur líka Guðs síns, —
og hann var sem nýr maður á vegi lífsins.
Brynja var tíður gestur hjá Sigurrósu, þegar Hörður
var að heiman, og Sigurrós reyndist henni í öllu sem
bezta móðir. Brynja eignaðist stórt og fallegt stúlku-
barn, og Sigurrós tók það þegar við fæðingu á heimili
'sitt og gekk því í móður stað. En strax þegar Brynja
var orðin heilbrigð eftir barnsburðinn, fór hún út til
Frakklands og settist þar að hjá móðursystur sinni. —
Xokkru síðar giftist hún frakkneskum manni og stofn-
aði sitt eigið heimili í nágrenni frænku sinnar.
Sigurrós og Brynja höfðu stöðugt bréfasamband sín
á rnilli, og Sigurrós lét mynda Nönnu litlu Brynju-dótt-
u.r ár hvert á afmælisdegi hennar, og sendi móður henn-
ar, svo að hún gæti fylgst með uppvexti hennar og
þroska eftir því sem tök væru á.
Vorið sem Nanna var fermd, kom Brynja heim til
íslands með manni sínum til þess að vera viðstödd ferm-
ingu hennar. Sigurrós fór með Nönnu á Flugvöllinn til
þess að heilsa þeim hjónunum. Foreldrar Brynju voru
einnig þar til að fagna hjónunum og stóðu fremst og
næst flugbrautinni, er farþegar stigu út úr flugvélinni.
En viðstöddum til mildllar undrunar gekk Brynja rak-
leitt framhjá foreldrum sínum og beina leið til Sigur-
rósar og heilsaði henni fyrstri af öllum með innileik, en
síðan Nönnu litlu og foreldrum sínum.
Brynja og maður hennar dvöldu mánuð hérlendis, og
er þau héldu aftur heimleiðis til Frakklands, fór Nanna
litla með þeim til dvalar hjá þeim yfir sumarið. Um
haustið kom hún svo heim aftur og hefir síðan dvalið
á heimiii Sigurrósar og föður síns að undanskildum síð-
astliðnum vetri, en þá stundaði hún nám í húsmæðra-
skóla utan Reykjavíkur.
Nanna er hin mesta fyrirmyndarstúlka, og Sigurrós
til mikillar gleði frá því fyrsta. Og í dag er hún átján ára.
Enn líður bjart bros um Andlit Sigurrósar. En hún er
ekki lengur ein með endurminningum sínum. Gengið er
um útidyr og inn ganginn. Sigurrós rís á fætur og geng-
ur fram úr stofunni.
Framhald.
GJAFIR TIL HÚSS DAVÍÐS FRÁ FAGRASKÓGI.
Einar Erlendsson, Vík í Mýrdal .......... kr. 300.00
Sveinn Brynjólfsson, Þingeyri, Dýrafirði . . — 100.00
Kvenfélagið Harpa, Helgustaðahreppi við
Reyðarfjörð ............................. — 2700.00
Hjónin Kristín Gamalíelsdóttir og Helgi
Gunnlaugsson, Hafursstöðum, Axarfirði . . — 3000.00
Beztu þakkir.
F. h. Söfnunarnefndar.
Sigurður O. Björnsson.
Urslit í aukagetraun fyrir áskrifendur H.E.B.,
um Zetu-gluggatjalda-plaslí>rautir.
Nafn sigurvegarans, sem dregið var út, úr fjöldamörgum réttum ráðningum, er:
SIGFUS ÁRNASON, Stöpum, Kirkjuhvammshreppi, Vestur-Húnavatnssýslu.
Heima er bezt óskar Sigfúsi til hamingju með vinn-
inginn og biður hann ve! að njóta.
(Rétt ráðning: Þórunn hyrna.)
270 Heima er bezt