Heima er bezt - 01.07.1965, Page 35

Heima er bezt - 01.07.1965, Page 35
406. Fáðu mér strax bréfið! skipar garð- stjórinn. Fljótur nú! Komdu strax með bréfið! Ég tek bréfið upp úr vasanum, — en ekki til að fá það andstæðing mínum í hendur, heldur vini mínum — Mikka! 407. Mikki hleypur á brott í loftköst- um af kæti yfir hlutverki sínu og trausti mínu. Garðstjórinn sleppir þegar takinu um fótinn á mér og tekur á harðasprett á eftir hundinum. 408. Ég er samt hárviss um, að Mikki lætur ekki ná í sig. Ég rís upp og hleyp ofan að fljótinu. Þar er kæna garðstjór- ans ennþá. Ég ýti henni á flot og spyrni henni síðan hart frá landi. 409. Þá er Serkir kominn. Við flýtum okkur að okkar bát og köllum hátt á Mikka. Líður ekki á löngu, þar til hann er kominn. Við förum allir út í bátinn og ýtum brátt frá landi. 410. Okkur er borgið! Garðstjórinn er nú kominn og hamast bálvondur á fljóts- bakkanum, stekkur upp í loftið með hnýtta hnefa og hótar öllu illu. Kæna hans rekur burt fyrir straumi. Ég ræ yfir að hinum bakka fljótsins. 411. Þegar heim er komið, heilir á húfi, ráðgast ég við Serkir, hvað gera eigi við bréfið. Segir Serkir eftir nokkra um- hugsun: „Farðu bara með það beina leið til Linds!“ Ég fellst á það og fer svo strax til Linds. 412. Ég segi Lind alla söguna. Ég þótt- ist vita, að hér væri um fjárkúgun að ræða, segi ég. Og hverju sem yður var hótað, taldi ég mér skylt að skila yður aftur bréfinu, fyrst við náðum i það. 413. Það er þá gott að fá að vita, að það var bara Fúksen, sem hér stóð að baki, segir Lind. í fjárplógs-bréfi sínu fullyrti hann að hér stæðu að baki sam- tök, sem hótuðu að kæra mig sem svindl- ara og pólitískan njósnara! 414. Ég er semsé erlendur borgari, skal ég segja þér, og myndi verða vísað úr landi, ef þess háttar rógburður kæmist á kreik. En nú er ég öruggur. Þakka þér hjartanlega fyrir, að þú afhjúpaðir Fúk- sen!

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.