Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 4
Ayzta nú byggða bænum á norðurströnd Dýra-
fjarðar, sem heitir Arnarnes, býr síðustu sex
árin kona, sem um fjörutíu ára skeið, var gift
frú í Reykjavík og bjó þar í eigin húsi, ásamt
manni sínum og börnum.
Síðustu fimm árin hefur hún búið sem einsetukona
á feðrajörð sinni.
Verður hér greint nokkuð frá þessari gagnmerku
konu, ætt hennar og ættaróðali.
Halldór Torfason bjó fyrstur sinna kynsmanna á
Arnamesi, eða frá því um 1820. Torfi, faðir hans, bjó
á Brekku í Dýrafirði, sonur Mála-Snæbjarnar á Álfa-
dal, Pálssonar sýslumanns á Núpi, af Kirkjubólsætt í
Langadal.
Sonur Halldórs á Arnamesi var Torfi, er fyrstur
hóf hér á landi að kenna ungum sjómönnum skipstjórn-
arfræði, síðar útgerðarmaður og kaupmaður á Flateyri
um langt skeið.
Fór hann úr foreldrahúsum á Amarnesi til Kaup-
mannahafnar til að læra sjómannafræði, og hafði farar-
eyri sinn í skinnskjóðu, og er hún, ásamt einum dal
er af gekk farareyrinum er heim kom úr siglingunni,
gevmd í Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði.
Halldór á Árnarnesi drukknaði á bezta aldri í Dýra-
firði 31. júlí 1830. Var talið að illfiskur hefði grandað
bátnum.
Hann kvæntist 1821 Svanfríði Jónsdóttur bónda
Gunnarssonar á Fjallaskaga. Böm þeirra voru, auk
Torfa, Jón bóndi á Veðraá í Önundarfirði og Þorlaug,
er giftist Gísla Torfasyni frá Hrauni í Keldudal Gísla-
sonar. Kona Torfa var Þórlaug Nikulásdóttir.
Þórlaug og Gísli bjuggu allan sinn búskap á Arnar-
nesi.
Dóttir þeirra, Guðrún, giftist Gils Þórarinssyni
bónda í Innri-Lambadal Sveinssonar. Þau bjuggu einn-
ig allan sinn búskap á Arnarnesi.
Þórarinn Sveinsson bjó fyrst á Selakirkjubóli í Ön-
undarfirði, en fluttist þaðan að Lambadal.
Flutningsvorið reri hann á Skaga, eins og flestir, eða
allir bændur í Dýrafirði í þann tíð. Hann átti selanætur
í sjó á Selakirkjubóli, sem hann vitjaði um helgar.
Fór hann upp Sandsskörð, upp á fjallið fyrir ofan
Skaga og gekk þaðan inn á Klúku, niður í Valþjófsdal
og fékk þar flutning yfir Önundarfjörð til Flateyrar,
og gekk þaðan inn að Selabóli, vitjaði um selanetin og
fór að því búnu gangandi inn í Korpudal og þaðan
yfir Lambadalsskarð heim.
Svo fór hann út að Skaga með öðrum vermönnum
á sunnudagskvöldin.
Sýnir þessi saga, er Gils sonur hans sagði Guðnýju
dóttur sinni, að menn töldu ekki eftir sér sporin í þá
daga, og hvílíkur töggur hefur verið í manninum.
Þríbýli var á Arnarnesi á fyrri búskaparárum Gils.
Þótti Gils þröngt um sig, sem vonlegt var, og renndi
hann því hýru auga til Sæbóls á Ingjaldssandi, er losnaði
úr ábúð um þær mundir, en Sæból er ágæt land- og
sjávarjörð.
Gils leitaði þó fyrst ráða hjá Guðnýju Guðmunds-
dóttur, húsfrú á Mýrurn, en sú kona var höfuðskör-
ungur og mikils virt.
Ráð Guðnýjar var: „Mér sýnist að þið séuð þar
kyrr, þó að þetta sé harðskerslukot, þá hafa þeir, sem
þar hafa búið, alltaf átt í sig og á, og frekar rétt frá
sér bita og sopa en þegið af öðrum.“
Þetta varð að ráði. Gils sat kyrr og bjó alla ævi á
Arnarnesi og vegnaði þar vel, og var alltaf veitandi
en aldrei þiggjandi, búhöldur góður og heppinn til sjáv-
arins og talinn með efnaðri bændum í sveitinni.
Þröngbýlt var á Arnarnesi fram vfir aldamót, en eftir
JÓHANNES DAVÍÐSSON,
HJARÐARDAL:
Einsetukona
Guðný
Gilsdóttir
það bjó Gils einn á jörðinni, þar til Gísli sonur hans
hóf þar búskap, ásamt honum, 1913. Gils dó á Arnar-
nesi 1931.
Sambýliskonur foreldra Guðnýjar sögðu henni löngu
síðar, þá gamlar konur í Reykjavík: „Okkur fannst við
ekki vera fátækar, meðan við vorum á Arnamesi.“ Má
vera að annað umhverfi og fjarlægð í tíma hafi átt
nokkurn þátt í þessari tilfinningu gömlu kvennanna
tveggja.
Arnarnes er ekki stór jörð. Túnið er lítið og allt
mjög grýtt, en grasgefið. Sjórinn á einn veginn, snar-
bratt fjall, Óþohnn, á annan, grýtt snarbrött hlíð og
hár, gróinn malarhryggur á tvo vegu, svo að útfærslu-
möguleikar eru engir.
Hálfur dalur fylgir jörðinni og era slægnablettir
frammi á dalnum og þar er mótak jarðarinnar, en grón-
ir ísaldarruðningshólar í dalsmynninu heim að túni.
En grasgefið er landið og gott til beitar og fjara góð,
276 Heima er bez'c