Heima er bezt - 01.08.1965, Page 5

Heima er bezt - 01.08.1965, Page 5
söl og þörungar. Var talað um 18 vikna fjörubeit á Arnarnesi, en ekki kann ég að skilgreina það nánar. Snjólétt mjög var út með hlíðinni út frá bænum og beitarsælt. ^ Frá Arnarnesi var stutt á fiskimið, meðan fiskur gekk í fjörðinn, vor, sumar og haust, og er stutt í útræðið á Skaga. Eftir að yztu jarðir norðurstrandarinnar fóru í eyði, Birnustaðir 1907 og Skagi 1925, var meir en nóg land- rými fyrir sauðfé, en mjög erfitt um gæzlu fjárins. Áhöfn jarðarinnar í einbýli var: 3—4 kýr ásamt við- ureldi, 4 hestar og rúmlega 100 sauðkindur. Böm Gils og Guðrúnar voru: Guðrún, fædd á Læk, f. 31. ág. 1878, Gísli Þórlaugur f. 13. febrúar 1884, Guðný f. 22. sept. 1891 og Guðmundur Þórarinn f. 7. maí 1902, dó um tvítugsaldur. Orsök þess að elzta barnið, Guðrún, er fædd annars staðar en heima var sú, að þeir tengdafeðgarnir voru við slátt inni á Læk, sem er engjamikil jörð, en þar á Arnarnesi bjó þá systir Gils. Guðrún rakaði eftir þeim, þó barns- ins væri von. Hafði hún efnið í bamsfötin í barmi sín- um við raksturinn og greip í saumana þegar setzt var niður um matmálstíma og að afloknu dagsverki. En frumburðurinn fæddist áður en heyskapnum lauk. Eftir þrjá daga fóru mæðgurnar ríðandi heim og heilsaðist báðum vel. Gísli, bróðir Guðnýjar, bjó á Arnarnesi til 1949. Fiuttist þá á smábýli suður í Mosfellssveit og síðan til Reykjavíkur. Hann er nú dáinn. Gísli var þrotinn að kröftum að búa sem einyrki á svo erfiðri jörð. Einka- sonur hans dó um fermingaraldur, en dæturnar hugðu ekki til búskapar. Síðan var Ámarnes í eyði um 10 ára skeið, þar til Guðný settist þar að vorið 1959. Þó hafði hún og mað- ur hennar haft þar sumardvöl áður. Guðný Gilsdóttir ólst upp á Arnarnesi og vandist öllum sveitastörfum. „Vildi þó heldur vinna úti en inni“, segir hún. Nám stundaði hún í skóla sr. Sigtryggs Guðlaugs- sonar á Núpi, fyrsta vetur skólans. Lærði á orgel, ásamt Gísla bróður sínum hjá Kristni Guðlaugssyni á Núpi. Guðný og systkini hennar vom öll söngelsk og söngvin. Hún bjó með foreldrum sínum í sjö ár, eftir að bróðir hennar fór að búa, og höfðu þau nokkurn bú- skap sér, þau ár. Guðný giftist Guðjóni Sigurðssyni vélstjóra 26. des. 1920. Foreldrar hans, Sigurður Bjarnason og Sigríður Guðbjartsdóttir, drukknuðu með Guðmundi Hagalín Guðmundssyni bónda á Mýrum 30. okt. 1894, á heim- leið úr kaupstaðarferð til Haukadals. \rar hann að sækja

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.