Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 6

Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 6
Arnarnes. föng til brúðkaupsveizlu sinnar, en hann hugðist kvæn- ast í annað sinn Maríu Sigmundsdóttur frá Hrauni. Guðjón var á fyrsta ári er foreldrar hans drukknuðu. síðan ólst hann upp hjá Vigdísi föðursystur sinni og manni hennar, Kristjáni Jónssyni í Alviðru. Fóstru sína missti hann fimm ára gamall og fósturföður sinn 10 ára, en eftir það dvaldi hann hjá Jóni syni þeirra og Guðrúnu konu hans, systur Guðnýjar. Guðjón fór frá Gerðhömrum, sem er næsti bær inn- an við Arnarnes, haustið 1914, en þar bjuggu þau þá Jón og Guðrún. Hélt hann til Reykjavíkur og hugði á vélstjóranám. Áður höfðu tveir bræður hans stundað vélstjóranám í Noregi og voru lengi vélstjórar á norskum skipum, og er annar þeirra lifandi enn. Ekki voru fararefnin fyrirferðarmikil og komust eig- ur hans fyrir í einu kofforti, auk ígangsklæða. En hann átti það í ríkum mæli, sem íslenzkum sveitapiltum hefir drýgst hjálpað áfram, óbilandi kjark og vilja til að vinna vel og trúmennsku í starfi. Guðjón lauk vélstjóraprófi 1921. Fór hann sem vél- stjóri á gamla Hermóð, er hann var keyptur 1924 og var á honum þar til nýi Hermóður var keyptur 1947. Var hann óslitið fyrsti vélstjóri á vitaskipunum, þar til hann hætti í október 1958 vegna aldurs. Hann fór þó til að leysa af annan vélstjóra í Hermóði og fórst með skipinu 18. febrúar 1959. Þau hjónin höfðu dvalið í sumarfríum á Arnarnesi frá 1952, og endurbætt bæjarhúsin með það fyrir aug- um að flytja þangað, er Guðjón hætti störfum, og eiga þar rólega daga. En Guðný hafði þá eignazt 2/3 hluta jarðarinnar. Guðný og Guðjón eignuðust fjögur börn: stúlku- barn, sem fæddist andvana, sonur þeirra, Steingrímur, dó tveggja ára. Tveir synir lifa: Gunnar vélsmiður í Reykjavík og Guðmundur Gilsson tónlistarskólastjóri og organleikari á Selfossi. Eru þeir báðir kvæntir og eiga börn. Guðný mun hafa látið þau orð falla, skömmu eftir drukknun manns síns: „Þá er nú búskapardraumurinn búinn.“ Og sannarlega hefðu flestar ekkjur í hennar sporum setið áfram í eigin húsi í Reykjavík og skipt tíma sínum milli skyldmenna og vina og hugðarefna sinna, því Guðný tók virkan þátt í margs konar félags- starfsemi meðan hún dvaldi í Reykjavík. „En röm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til“, kvað Ovidius í útlegð austur við Svartahaf. Mig grunar að Guðnýju hafi öðrum þræði fundizt hún í útlegð í borginni, en heima á Arnarnesi og styðst ég þar við hennar eigin orð í bundnu og óbundnu máli, eins og síðar mun að vikið. Guðný var komin að Arnarnesi tveim mánuðum eftir slysið og hefur dvalið þar síðan, sumar og vetur og ein, nema tíma og tíma er börn, bamabörn hennar og vinir hafa dvalið hjá henni í sumarfríi, sem gestir. Ekki hefur Guðný verið iðjulaus þessi fimm ár á Arnarnesi. Síma fékk hún lagðan frá næsta bæ, gegn loforði urn fimm ára búsetu. Það loforð er uppfyllt nú. Vegur var mddur út að túnhliði, að nokkru fyrir eigið fé. Steinbrú var byggð á ána í sambandi við veg- inn. Túnið hefur hún girt fjárheldri girðingu. Vem- legan hluta af túninu hefur hún sléttað og grjótnumið, svo að véltækt er, og fær meir en nóg hey handa kúm sínum. Kýr hefur hún 1—2 auk ungviðis, og nokkur hænsn, en enga kind. Þá lét hún endurbyggja gamalt útibúr, sem innan- gengt er í úr bænum, og gerði það að fjósi og hey- hlöðu, sem dugar að nokkra fyrir kýrnar, svo hún þarf ekki út eftir heyi, þegar verst era veður. Vatn leiddi hún í bæ og fjós, og varð að grafa fyrir hluta leiðslunnar með handverkfærum og gerði hún 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.