Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 7

Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 7
það sjálf. Bæinn hefur hún mikið endurbætt, en hann var orðinn hrörlegur. Dráttarvél keypti hún strax í byrjun búskaparins, með tilheyrandi heyvinnutækjum og nokkrum jarð- vinnsluverkfærum, sem hún notar sér til hjálpar við jarðvinnslu og heyöflun. En nágrannarnir hjálpa henni með vélsláttinn. Ævinlega á hún heyfyrningar, að sið feðra sinna, þó að mest af túninu, sem ósléttað er, sé árlega í sinu. Ég spurði Guðnýju, hvað það væri, sem ylli því að hún dveldi hér. „Ég hef alltaf verið náttúrubarn, æskuminningarnar og náttúrufegurðin hér heldur mér fastast. Svo finnst mér það svo mikil hvíld frá skarkala borgarinnar, að fá að dvelja hér í faðmi náttúrunnar.“ „Sækir aldrei að þér einmanakennd? “ „Aldrei hvarflað að mér að leiðast hér eða fyllast einmanakennd, enda hollur sá, er hlífir.“ „Hér verð ég meðan heilsa og kraftar leyfa. Það hef ég hugsað mér. Erfiðast er að tengja verkfærin við dráttarvélina.“ „Finnst þér ekki illt að missa nágrannana?“ (næsti bær, Gerðhamrar, var yfirgefinn í haust). „Við skulum sleppa því. Nú kemur Skúli (þ. e. póst- urinn) einu sinni í viku.“ „Þið hafið víst haft símasamband daglega, nágrann- arnir? “ „Jú, oftast. Komið hefur þó fyrir, að ekki hefur náðst samband, og þá hefur ekkert verið fengizt um það.“ Síðan nágrannarnir á Gerðhömrum fóru, hefur hún símasamband daglega við heimili í Núpsbyggðinni. Þegar stormurinn æðir og byljirnir þjóta um fjalls- eggjarnar, sem oft vill verða á Arnarnesi, og brimið hamast á klettunum við túnfótinn, svo að brimgnýrinn og stormhvinurinn berst inn í bæinn, þá myndi flestum venjulegum manneskjum vera nóg boðið og sakna þeirr- ar huggunar, sem mönnum er jafnan mönnum að, en þá grípur einsetukonan gjarnan í hljóðfærið og syngur með og flytur þannig huga sinn og vitund inn á ódáins- lönd sólskins og vors og sumars, þegar blómin anga og lyngið á Arnarnesborgunum blánar af berjum og Ijúfur fjallablærinn andar framan dalinn og ber með sér heit- an ilm af víði og öðru góðgresi framan úr Smjörhlíð, en æðarfuglinn úar í logninu við fjöruborðið, og allt um láð og lög andar að mannsbarninu þeim friði, sem engin orð fá lýst. Þá er sannarlega gott og fagurt á Arnarnesi, en aldrei verður það betur skilið eða metið, en þegar mitt í ógnum vetrarins, að framkalla minn- ingarnar undir áhrifum söngs og hljóðfæraleiks. — Að endingu fylgir hér ljóð, sem Guðný kallar stef, og lýsir það hinni merku einsetukonu betur en langt mál annarra. Ættarjörðin Arnarnes allra sinna barna saknar. Guðný Gilsclóttir og Guðjón Sigurðsson. í þess sögu er ég les, oft má sjá að móti blés. En það lægði og oft til hlés unaðshvíld í sálum vaknar. Ættarjörðin Arnarnes allra sinna barna saknar. I æsku minni unni ég þér, í ellinni þér sízt ég gleymi. Vorin góðu veittu mér veigar beztu á jörðu hér. Þroskann bezta þú fékkst mér þann er fæst í þessum heimi. I æsku minni unni ég þér í ellinni þér sízt ég gleymi. Alóðir mín og rnóðir þín og móðir hennar börn sín fræddu, um Ijósið bezta í lífi er skín, um lífsins orð er heim til þín leiða í dýrð, þá lífið dvín, lífsins guð, ó, sárin græddu. Móðir mín og móðir þín og móðir hennar börn sín fræddu. Á veturnóttum 1964. Heima er bezt 279

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.