Heima er bezt - 01.08.1965, Side 9
voru komur mínar á heimilin líkastar vinarheimsókn-
um. Fólkið var skynsamt og vel upplýst, og gekk mér
vel og vandræðalaust að fá svör við hinum langa spurn-
ingalista.
Ekki leið á löngu áður en ég var búinn með Marsh-
land. Gerði ég nú för mína í annað byggðarlag, þar
sem bjuggu menn ýmislegs þjóðernis frá hinum og
þessum Evrópulöndum. Sumt af þessu fólki var dálítið
tortryggið og áleit að tilgangurinn með þessari „hnýsni“
væri sá, að ná af því hærri sköttum. Ég útskýrði fyrir
því, að manntalið væri tekið til að fullna íbúatöluna og
fá vitneskju um ýmis viðhorf í landinu, en ekld vegna
skattheimtu. Reyndi ég að haga spurningunum svo
hyggilega sem mér var unnt, og eftir mikla iðni og
ýtni hafði ég út svörin. Suma dagana, þegar leiðin lá
til frumbyggja á fjarlægum og afskekktum stöðum,
kom ég aðeins á eitt eða tvö heimili. Man ég t. d. dag,
inn þegar ég varð að fara til kaþólska kennarans á
Indíána-sérsvæðinu við Sandy-Bay. Gerði þá blindbvl
og ófærð. Vegalengdin var 6 mílur hvora leið, og kom
ég ekki á fleiri staði þann daginn. Fannst mér ég þá
naumast hafa unnið fyrir kaupi mínu, né heldur mat
mínum og veittri fyrirgreiðslu, sem stjórnin hafði líka
tekið að sér að borga.
Eftir 19 daga hafði ég lokið teljarastarfinu og afhent
skýrslurnar yfirteljaranum í Gladstone. Tók ég svo
við kaupi mínu og ók heim, harðánægður með fyrir-
tækið.
Borað eftir vatni.
Að leita eftir brunnvatni í nýbyggð okkar var ávallt
tvísýn tilraun, hvort sem grafið var eða borað. Árið
1906 keypti ég brunnborunarvél, sem starfrækt hafði
verið í byggðinni þá undanfarið. Eigandinn átti heima
í Gladstone, en maðurinn, sem stjórnað hafði vélinni,
var hjá mér í 3 vikur til að kenna mér tökin og koma
mér af stað, og að því búnu taldi ég mig orðinn nógu
kunnugan gangeðli vélarinnar til að geta hafizt handa
á eigin spýtur. Kjörin voru þau, að fyrir borinn skyldi
greiða 1,25 doliara á fetið, en bóndinn kostaði borholu-
klæðninguna. Fyndist ekkert vatn, var klæðningar-
kostnaðurinn dreginn frá borunargjaldinu. Ekkert var
tekið fyrir að draga klæðingu úr holu, sem hætt var við.
Á svæðinu milli Sefmýrar og Eíáahryggs varð oft að
bora 50—120 fet, til að fá viðunandi vatnsmagn. Stund-
um kom vatn á minna dýpi en 20 fetum, en svo magn-
laust, að koma varð geymi 25 fet niður, svo að ekki
þryti.
Borhola, sem gerð hafði verið fyrir G. Swanson, 140
feta djúp, með 40 feta geymi, gaf góða raun í eitt ár, en
þá þvarr vatnið. Þetta bar að um háveturinn, og í vand-
ræðum sínum bað Swanson mig að bora niður og reyna
að auka vatnsrennslið. Elér átti góður vinur minn í
hlut, svo að ég lét til leiðast, þótt búinn væri ég að taka
mér vetrarstarfshlé.
Ég rannsakaði holuna vandlega og varð þess vís, að
sandur hafði borizt upp í hana og lokað fyrir vatns-
rennslið. Fyrst reyndi ég að ná honum upp með sand-
skjólu, en það kom ekki að gagni og varð þá ekki hjá
því komizt, að beita bornum. Einn daginn vorum við
að bora í 23 stiga frosti, og skrikaði mér þá fótur á ís-
uðum planka og festi ég hægri hönd í tannhjólaskipt-
inum. Til allrar hamingju hrökk beltið af drifhjólunum,
og tókst mér að snúa skiptinum við og losa höndina.
Vettlingarnir, sem ég var með, annar utanyfir úr sterku
leðri, hinn þykkur ullarvettlingur, tættust í sundur og
þrír fingur meiddust illa. Þrern vikum síðar gat ég aftur
gengið að verki. En á öðrum degi biluðu tækin í harð-
þjöppuðum sandinum, og þrátt fyrir allar mínar ör-
vinglunartilraunir til að bjarga bornum, sat hann blý-
fastur niðri í klæðningunni. Maður og vél gerðu allt,
sem orkan leyfði, og ég hamaðist sleitulaust, unz —
skyndilega slaknaði á bortauginni. Elún hafði hrokkið
í sundur og skilið borinn eftir niðri á 140 feta dýpi.
Allir sögðu mér, að ógerningur væri að ná honum upp.
En ég er maður sauðþrár, þegar um það er að ræða, að
ljúka því, sem ég hefi byrjað á, svo að ég snerist að
því umsvifalaust, að gera hið ógerlega. Ég keypti stál-
kúplingu og fékk járnsmið til að smíða tennta töng
eftir mínum fyrirmælum, sem var nógu víð til að geta
runnið niður fyrir bortaugarhaldið, en dróst að sér,
greip og herti takið, þegar í var togað. Auk þess keypti
ég 120 fet af 3 kvarttomma járnstöngum til ítogs. Én
þegar þessum útbúnaði mínum var sökkt niður, vildi
hann ekki grípa. Ég gerði þrjár ferðir til Gladstone og
lét gera ýrnsar breytingar og betrumbætur á þessum
klunnalegu tækjum, en ekkert dugði. En ekki vildi ég
láta undan. Borinn var margra peninga virði og ég var
staðráðinn í að ná honum upp. Enn einu sinni gerði ég
ferð mína til Gladstone, — að þessu sinni til Newland
& Son-vélsmiðjunnar. Þar fylgdu þeir fyrirmælum mín-
um út í æsar og gengu svo vel frá, að nú náðu tengur
mínar taki. Dúnkraftarnir stóðu á harðfrosinni jörðinni.
í hvorn þeirra var stungið endanum á gildum planka
og sterkar sigurnaglakeðjur (logging chain) festar á
togjárnin. En þrátt fyrir fílefld átök okkar Swansons
með 6 feta vogartrjám, virtist ekkert gefa eftir niðri í
holunni.
„Við skulum vera þolinmóðir”, sagði ég við Swanson.
Gengum við svo heim í húsið og biðum í klukkutíma.
Mikill var fögnuður okkar, þegar út kom aftur og í
ljós kom við mælingu, að borinn hafði lyfzt um 1
þumlung! Við tókum svo upp þá aðferð, að hafa bið
eftir hvert átak, og eftir sem næst 4 klukkustundir
missti sandurinn hald og við gátum dregið borinn upp,
— og þarmeð firrt mig 200 dollara tjóni. Til að gefa
hugmynd um hörkutak sandsins, má geta þess, að á 10
feta kafla var borstöngin svo hvítfægð, að hún var á
að horfa sem hreinasta silfur.
Vorið eftir hafði ég ærið nóg að gera og boraði all-
margar brunnholur. Dýpstu holuna boraði ég fyrir
Haney-bræður, 190 fet, en þegar til kom var vatnið
Heima er bezt 281