Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 11
STEFAN KR. YIGFUSSON:
I lelya Sæmundsdóttir
Aliðnum öldum hefur það löngum verið svó, að
þætti konunnar í þjóðarsögunni hefur verið að
l litlu getið. Þær voru lítt til mennta settar, og
höfðu ekki afskipti af opinberum málum. Þó
geymir sagan nöfn einstakra kvenna, sem hafa skorið sig
úr fjöldanum, og af ýmsum ástæðum, oftast vegna sér-
stæðra atburða, eða örlaga í lífi þeirra, orðið ógleyman-
legar. En þetta eru aðeins undantekningar, allur fjöld-
inn á sér enga sögu.
Það mun þó mála sannast, að þáttur konunnar í sögu
og lífsbaráttu íslenzku þjóðarinnar, hafi eigi verið
ómerkur, þolgæði hennar, fórnfýsi og guðstraust hafa
átt eigi lítinn þátt í að koma þjóðinni gegnum hörm-
ungar hðinna alda. Enginn vafi er á því, að uppeldis-
starfið var fyrst og fremst í þeirra höndum, auðvitað
fyrst og fremst mæðranna, en einnig munu konur, sem
á heimilunum dvöldu, löngum hafa átt sinn drjúga þátt
í uppeldinu, einkum eldri konur, og er þá alveg sérstak-
lega að nefna ömmurnar, til þeirra sótti unga kynslóð-
in alls konar sögulegan og þjóðlegan fróðleik og lífs-
speki, guðstraust og góða siði. Alveg var það óskiljan-
legt, hvað margar þessar gömlu konur bjuggu yfir mikl-
um fróðleik og vizku, þó aldrei hefðu verið til mennta
settar. Lífið hafði verið þeirra skóh, og sá skóli var raun-
hæfur. Af margvíslegum atburðum í lífi þeirra sjálfra
og annarra, drógu þær sígildar ályktanir um mannlegt
líf. Þá höfðu og kvöldvökurnar orðið þeim notadrjúg-
ar, þar numdu þær margan fróðleik, bæði úr bókum,
sem lesnar voru, og af samræðum manna, en í baðstof-
una komu allir gestir og gangandi, þar komu fróðleiks-
menn ýmiss konar og menn langt að komnir, sem sögðu
fréttir frá sínum heimaslóðum. Gat þá þekking sú, sem
baðstofan veitti, oft orðið furðu fjölbreytt. En sumt var
það þó, sem fyrst og fremst lifði á vörum konunnar, og
á ég þar einkum við þjóðsögurnar og ævintýrin, þau
fræði voru nánast þeirra sérgrein, og jafnan kærkomn-
asta frásagnarefnið börnum og unglingum. I mörgum
þessum þjóðsögum og ævintýrum er mikil lífsspeki
fólgin, og guðstrú og sigur hins góða, er hinn rauði
þráður í mörgum þeirra. Úr þessum fróðleiks- og vizku-
sjóði miðluðu konurnar við hlóðirnar í rökkursetunni,
og yfirleitt hvar sem var og tækifæri gafst. Þetta vega-
nesti reyndist haldgott þegar út í lífsbaráttuna kom, og
gekk að erfðum frá kynslóð til kynslóðar.
Oft mun það hafa verið konan, sem var sá óbifanlegi
klettur, sem öldurnar brotnuðu á, þegar að kreppti, eða
leysa þurfti vanda. Með fórnfýsi, þolgæði og hetjulund
veittu þær mönnum sínum þann styrk, sem úrslitum
réði á örlagastund.
Nú á síðari árum hafa verið gefnar út nokkrar bæk-
ur, sem helgaðar eru konum, svo sem: „Konur skrifa
bréf“, „Móðir mín“, „íslenzkar ljósmæður“ o. fl., kem-
ur þar glöggt í ljós, það, sem vikið er að hér að fram-
an, að konur eiga sér sögu, eigi ómerkari en karlar, ef
eftir er leitað, og að þær hafa drýgt marga hetjudáð, þó
að legið hafi að mestu í þagnargildi fram á síðustu tíma.
Mig langar til að minnast hér með nokkrum orðum
konu, sem uppi var á síðari hluta 19. aldar, og fyrstu
áratugum þeirrar 20., sem mér finnst að hafi sameinað
flesta hina beztu þætti í fari íslenzkra kvenna á liðnum
öldum. Kona þessi er Helga Sæmundsdóttir, sem kennd
hefur verið við Leirhöfn á Sléttu.
Helga Sigríður, en svo hét hún fullu nafni, var fædd
að Presthólum í Núpasveit 19. desember 1'856. Foreldr-
ar hennar voru Sæmundur Sigurðsson frá Halldórsstöð-
um í Kinn, voru þau systkini 23, var eitt þeirra Helga,
móðir Sigurðar búnaðarmálastjóra, og voru þau Sæ-
mundur hálfsystldn, en Sigurður var tvíkvæntur. Móð-
ir Helgu var Kristín Sigurðardóttir bónda á Holtakoti
í Reykjahverfi í S.-Þingeyjarsýslu, Guðbrandssonar,
Pálssonar, Amgrímssonar á Víkingavatni.
Eins og áður segir, var Helga fædd í Presthólum.
Voru foreldrar hennar þar þá vinnuhjú hjá síra Hjálm-
ari Þorsteinssyni, en þeir Sæmundur og hann vom
bræðrasynir. Frá Presthólum fluttust foreldrar hennar
að Valþjófsstöðum, sem er nágrannabær, og voru þar
í húsmennsku í nokkur ár, en vorið 1860 flytjast þau
þaðan að heiðarbýlinu Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði.
Sæmundur var smiður, og var oft að heiman vegna
þeirrar iðnar sinnar, sáu mæðgumar þá um búið, sem
ekki mun hafa verið stórt.
Heima er bezt 283