Heima er bezt - 01.08.1965, Page 23
Asbyrgi. — Eyjan.
haldsleikritið Heiðarbýlið í útvarpinu, hafa kynnzt lífs-
baráttunni í heiðarbýlunum um og fyrir síðustu alda-
mót.
í þríhyrningnum, sem ég er hér að segja frá, voru
fyrr á árum mörg fátækleg heiðarbýli. Á Axarfjarðar-
heiði og í heiðinni upp af Þistilfirði voru allmörg býli,
sem nú eru farin í eyði. í sögum sínum lýsir skáldið
Jón Trausti (Guðm. Magnússon) hinni hörðu lífsbar-
áttu á þesum heiðabýlum.
í Jökuldalsheiðinni, milli innstu dáladraga Vopna-
fjarðarbyggðar og efri hluta Jökuldals, voru fyrr á ár-
um mörg heiðabýli. Líklega 16—20, er þau voru flest.
En þegar ég kom fyrst á Austurland veturinn 1941—’42,
voru býlin í Jökuldalsheiðinni aðeins þrjú í byggð.
Þau hétu: Sænautasel, Heiðarsel og Ármótasel. Byggðin
hélzt lengst í Heiðarseli. Það býii fór ekki í eyði fyrr en
haustið 1946.
í októbermánuði haustið 1944 var ég staddur á Hjarð-
arhaga í Jökuldal, á leið upp til efstu bæja á Efra-dal.
En þessir bæir eru: Eiríksstaðir og Brú í Jökuldal og
Aðalból og Vaðbrekka í Hrafnkelsdal, en sá dalur skerst
út út Jökuldalnum á móts við efsta bæinn, Brú. — Var
þá um tvær leiðir að velja fyrir mig. Sú skemmri lá eftir
sæmilegum reiðvegi, sem ekki var þá bílfær, upp með
Jökulsá, en hin leiðin, sem þá var sæmilega bílfær, var
miklu lengri, en þó fljótfarnari á bílum. — Lá sú leið
frá Skjöldólfsstöðum eftir þjóðleiðinni til Norðurlands,
þar til komið var alllangt inn á Jökuldalsheiðina, en þá
var beygt til vinstri og ekið eftir greiðfærum melöldum
þar til komið var að Eiríksstöðum og Brú. Páll bóndi í
Hjarðarhaga var bílstjóri og leiðsögumaður. Heiðin er
lág með malarhryggjum, en á milli voru grasgefin
mýrarsund og í sumum lægðunum djúp fjallavötn. Á
þessari leið fór ég um á síðasta býlinu í heiðinni, en það
var heiðarbýlið Heiðarsel. —
Mér er það ljóslifandi í minni, er ég kom á þetta af-
skekkta heiðarbýli, en þá þegar var eiginlega vonlaust
um framhaldsbyggð á þessu býli, þar sem það stóð eitt
eftir í óbyggðri heiðinni.
Bærinn stóð á dálítilli melöldu, og á melnum var
ræktaður ofurlítill túnskiki. Bæjarhúsin voru lágreist en
snyrtilegt inni í baðstofunni. Á túnblettinum var rauð-
skjöldótt kýr á beit og samlitur vetrungur. — Áður en
við höfðum kvatt dyra, sáum við hvar bóndinn kom
gangandi neðan frá fjallavatni, sem lá þar í dæld milli
holtanna. Hann bar poka á baki. Við gengum til móts
við hann og hann kastaði af sér pokanum á meðan hann
heilsaði okkur. I þessum poka var dagsveiði hans úr
vatninu. Bóndinn sagði að veiðin úr vatninu bryggðist
sjaldan. í pokanum voru 8 eða 10 vatnableikjur, dökkar
mjög en rauð-gulleitur blær á kviðnum. Þessar bleikjur
virtust vera tveggja til þriggja punda.
Við gengum svo heim til bæjar og þáðum kaffi. Þarna
voru aðeinsþrjár manneskjur í heimili, öldruð hjón og
dóttur-dóttir þeirra, 9 eða 10 ára gömul. Einn sonur
gömlu hjónanna átti þarna viðdvöl öðruhverju, en
annar sonur þeirra hjónanna hafði fyrir nokkru týnzt
úr kláf í Jökulsá. Bústofninn var þessir tveir nautgripir,
Ásbyrgi. — Gróður og bilar innzt i Ásbyrgi.
Heima er bezt 295