Heima er bezt - 01.08.1965, Page 27

Heima er bezt - 01.08.1965, Page 27
þjóðvegurinn liggur að mestu meðfram strandlengjunni. Á sólbjörtum vordögum er leið þessi fögur og sér- kennileg. Bæirnir standa strjált á malarhryggjum við sjóinn, en innan við malarkampinn, eru lón og smá vötn með hólmum. I lónum þessum og vötnum er silungsveiði og æðarvarp í hólmunum. Allt er þá þarna iðandi af fuglalífi. í norðan og austan átt svarrar hafaldan við ströndina og ýmist rífur skörð í malarkampinn, svo að sjór fellur inn í lónin, eða eykur og hækkar sjávar- kampinn, svo að hann myndar öflugan sjóvarnargarð. Þegar sjór fellur inn í lónin eða vötnin, geta allskonar fiskitegundir borizt þar inn, og lónin verða salti blandin, einkum við botn. Ef lónin lokast aftur til sjávar, deyja þær fiskitegundir út, sem aðeins geta lifað í söltum sjó. ------Þegar farið er í kringum Sléttu frá Kópaskeri liggur leiðin fyrst um sanda, melabörð og kjarri gróna lyngása uin 15 km. leið þar til komið er að Leirhöfn, en utan við Leirhöfn byrjar hin eiginlega Melrakkaslétta. Er leiðin frá Leirhöfn að Raufarhöfn um 40 km. í Leir- höfn er friðsælt og frjósamt gróðurlendi. Er það furðu- legt svo nærri heimskautsbaug. Er sagan um hina miklu ræktun í Leirhöfn undraverð. — í fyrstunni tókst þeim bræðrum í Leirhöfn, Helga og Sigurði Kristjánssonum að gera grasgefið áveituland úr gróðurlausum sléttum og mólendi með því að veita yfir landið vatni, sem var dælt inn með sterkum vindmyllum. Á þessu áveitu- landi eru nú víðáttumikil og frjósöm tún. Eru fjögur eða fimm nýbýli byggð við þessa nýrækt. Þegar út fyrir Leirhöfn kemur, blasir við augum hin eiginlega Melrakkaslétta. Vegurinn liggur fyrst að mestu meðfram ströndinni, en á hægri hönd eru urðar- hryggir og ógróið land. Eg hef aldrei neitt inn á sjálfa Sléttuna farið, en eftir því sem séð verður frá veginum og af frásögn manna, sem ég hef talað við, er miðhluti Sléttunnar hræðileg auðn. Stórgrýttir urðarhryggir og gróðurlausar móaflésur. Enginn vegur liggur neinsstaðar þvert yfir Sléttuna, nema lélegur hraunstígur milh Raufarhafnar og Núpasveitar, sem nú mun aldrei eða mjög sjaldan farinn milli byggða. Heitir sá stígur að ég held Hólsstígur. All mikið af smá stöðuvötnum eru á Sléttunni, en miðhluti Sléttunnar er á ísiandskortinu kallaður Sléttuheiði. (Framhald). Heima er bezt 299

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.