Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 32
— Og þú vilt auðvitað helzt sofa í einkaherbergi, er
það ekki?
— Af hverju spyrð þú að því?
— Af því að mig langar svo mikið til að hafa þig hjá
mér í herberginu mínu, það er stórt og rúmgott.
— Mér þætti miklu skemmtilegra að vera með þér í
herbergi heldur en að vera ein. En heldurðu að pabbi
þinn vilji þetta?
— Já, það er ég alveg viss um, að pabbi vill gera
fyrir mig. Trúir þú því, að mig hefir alltaf langað svo
fjarska mikið til að eignast systur, sem ég gæti haft hjá
mér, en hana eignast ég víst aldrei raunverulega. Við
Snorri bróðir erum beztu félagar, þó að hann sé mörg-
um árum eldri en ég, og hann er svo voða góður og
skemmtilegur strákur, skal ég segja þér, en hann er svo
sjaldan heima, og líklega getur bróðir aldrei orðið eins
og systir mundi vera, að minnsta kosti held ég það.
— Ég veit það ekki, ég á bróður en enga systur, eins
og þú.
— Hefir þig þá aldrei langað til að eignast systur?
— Jú, alltaf síðan ég var lítil.
— Eigum við þá ekki að vera hvor annarri eins og
systir, fyrst við báðar eigum enga?
— Jú, það skulum við vera.
— Ætlar þú þá að flytja þig í herbergið til mín í
kvöld og sofa þar hjá mér, meðan þú ert hérna?
— Já, það vil ég, ef pabbi þinn samþykkir það.
— Ég skal strax biðja hann um samþykki sitt.
Erla snarast fram úr eldhúsinu og fer til föður síns
og segir honum í aðaldráttum samtal þeirra Nönnu, og
biður hann síðan um leyfi til að þær megi sofa í sama
herbergi, og veitir faðir hennar það fúslega. Honum
líkar það vel, að ungu stúlkurnar verði hvor annarri til
ánægju, og hann vantreystir Nönnu ekki til þess að
vera góður félagi Erlu. Honum lízt svo vel á hana.
Erla hraðar sér svo aftur fram í eldhúsið til Nönnu
og segir henni málalokin afar glöð í bragði, og nú finnst
henni að hún hafi svo gott sem eignast systur.
Þegar uppþvottinum er lokið, hraða ungu stúlkurn-
ar sér upp á efri hæð hússins, en þar eru svefnherbergin,
og nú flytja þær farangur Nönnu inn í herbergi Erlu.
Það er stórt og vistlegt og búið snotrum húsgögnum.
Þær færa nú þangað svefnsófann sem Nönnu var ætl-
aður, og koma síðan farangri hennar smekklega fyrir í
herberginu.
— Ó, hve ég hlakka til að setjast hér að í kvöld, segir
Erla barnslega glöð, og tekur báðum höndum sínum
um hönd Nönnu og þrýstir hana með innileik. Mér
finnst allt í einu, eins og ég hafi eignast systur. Það
verður gaman að segja Snorra bróður frá þessu, þegar
ég hitti hann næst. Ætli hann vilji bara ekki fá að eiga
þig líka fyrir systur, bætir Erla brosandi við.
— Ætli hann kæri sig nokkuð um það, svarar Nanna
og brosir Erlu til samlætis.
— Þú veizt ekki hvað hann Snorri er góður, en von-
andi áttu eftir að kynnast honum af eigin raun.
Nanna svarar þessu aðeins með brosi, hún hefir eng-
an áhuga á flugstjóranum unga, sem hún hefir aldrei
augum litið. Síðan ganga stallsystumar fram úr herberg-
inu, og ný verkefni bíða bústýrunnar ungu.
Dagarnir koma og líða. Nanna leysir af hendi hús-
móðurhlutverkið á heimili Magnúsar lögmanns með
hinni mestu prýði og ávinnur sér óskipta hylli og traust
húsbónda síns. Vinátta þeirra Nönnu og Erlu verður
innilegri með hverjum degi sem þær eiga saman, og
samband þeirra gæti ekki verið betra og hlýrra, þótt
þær væru raunverulegar systur. Erla hefir aldrei fengist
neitt við heimilisstörf fram til þessa, enda stundað nám
að undanförnu, en nú vill hún óðfús fá að hjálpa Nönnu
við heimilisstörfin, þegar kostur er á, og hefir hið mesta
yndi af. Hún lærir störfin af Nönnu, sem aldrei þreyt-
ist á að leiðbeina henni, og nýtur um leið ánægjunnar
af samveru þeirra, og Erla er góð og hamingjusöm
sextán ára stúlka.
jMagnús lögmaður heimsækir konu sína daglega á
sjúkrahúsið, og einnig Erla flesta daga. Frú Klara hefir
enn ekki verið skorin upp, en henni líður sæmilega eftir
atvikum, og innan skamms á að framkvæma uppskurð-
inn. Magnús maður hennar segir henni frá ungu bú-
stýrunni, sem hann hefir ráðið til sín, og af hve mikilli
snilld hún annist heimili þeirra. Þykir frúnni ánægju-
legt að heyra, að svo vel skyldi takast til. Sjálf er hún
mikil og fjölhæf húsmóðir og gerir einnig miklar kröf-
ur til annarra.
Erla getur aldrei nógsamlega útskýrt það fyrir móður
sinni, hve Nanna sé góð og elskuleg. Hún segir henni
að sér finnist sem hún hafi eignast systur þar sem Nanna
sé, en móðir hennar lætur sér fátt um það finnast. Hún
veit ekkert hverra manna Nanna er, og hefir enga sinnu
á því að spyrja neitt náið um það nú. En frú Klara
hefir alltaf litið mjög stórt á sig og sína ættmenn og
verið vönd að vinum og virðingu allri. En Nanna held-
ur áfram að vaxa í augum iMagnúsar hæstaréttarlög-
manns og Erlu dóttur hans. Og tíminn líður....
III.
Tekin á lofti.
Sumarmorguninn er heiður og hlýr. Magnús hæsta-
réttarlögmaður er nýfarinn að heiman til starfa sinna á
skrifstofunni, og Erla til vinnu sinnar í bókabúðinni.
Nanna er ein í húsinu. Hún er önnum kafin við heim-
ilisstörfin og vinnur nú ötullega að því að fága og fægja
húsgögn, málverk og myndir og síðan að ryksjúga gólf-
teppin. Hún er létt í skapi og syngur hljómþýtt við
vinnu sína í einverunni.
Hún hefir brátt lokið við að ræsta stofurnar á neðri
hæð hússins og hraðar sér síðan upp á efri hæðina til
að ræsta svefnherbergin þar. En Nanna hefir ekld dvalið
304 Heima er bezt