Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 34

Heima er bezt - 01.08.1965, Síða 34
finnst honum að aldrei hafi verið borið á borð fyrir hann af meiri smekkvísi en að þessu sinni, og svo ætlar unga bústýran auðsjáanlega að drekka kaffið honum til samlætis, því hún hefir lagt á borð fyrir tvo, og það verður til þess að fullkomna þetta allt. Brátt situr hann við albúið veizluborð, og Nanna hellir ilmandi kaffi í bollann hans, en lætur hin bolla- pörin óhreyfð. — Gerðu svo vel, segir hún hæverkslega, snýr síðan á brott og ætlar að ganga fram úr borðstofunni. Snorri leggur frá sér blaðið, byrjar ekki strax á kaffinu, heldur lítur hann á Nönnu og spyr örlítið vonsvikinn: — Á ég að sitja einn við þetta glæsilega veizluborð? Nanna nemur staðar og lítur á úrið sitt: — Pabbi þinn er vanur að mæta stundvíslega hérna heima í miðdegiskaffið, segir hún. — Ég var að vona að þetta kaffiborð ætti að vera fyrir okkur tvö, þangað til pabbi kæmi heim. Ætlar þú ekki að drekka mér til samlætis? Þróttmikil rödd hans er ofin undurþýðum, nærri því biðjandi hreim. En áður en Nanna hefir fengið ráðrúm til að svara, er gengið rösklega um húsið, og Magnús hæstaréttarlögmaður kemur inn í borðstofuna til þeirra. Hann heilsar syni sínum og fagnar honum innilega og setzt síðan til borðs með honum. Nanna hellir þegar kaffi í bolla lögmannsins, býður þeim feðgum að gera svo vel og hraðar sér síðan fram í eldhúsið, og er fegin því, að svona skyldi fara. Hún hefði líkleea sem háttvís húsmóðir orðið að drekka kaffi með unga flugstjóranum að beiðni hans, hefði Magnús lögmaður ekld komið svona stundvíslega heim. En það var ágætt að losna við það í þetta sinn að setjast ein til borðs með Snorra. Hún er enn ekld búin að jafna sig til fulls eftir fallið ofan stigann beint í faðm flug- stjórans. Sá atburður hefir skilið eitthvað eftir í undir- djúpi vitundar hennar, sem gerir hana örlítið feimna og allt að því óstyrka í návist Snorra, en hún ætlar að vera algerlega búin að sigrast á þessu, þegar hann komi heim næst, og hún telur að það muni reynast auðvelt. Feðgarnir njóta kaffisins ríkulega og ræða glaðlega saman á meðan. Segir lögmaður syni sínum frá því helzta, sem gerzt hefir síðan hann fór að heiman, og Snorri segir föður sínum einnig frá því markverðasta í för sinni erlendis. Og að lokum segir Snorri brosandi: — Þú virðist hafa verið heppinn með bústýruvalið í forföllum mömmu. Hvaðan er þessi unga stúlka? — Hún er héðan úr borginni. Ég var búinn að hafa töluvert fyrir því að reyna að fá mér bústýru, en ár- angurslaust, svo að ég tók að lokum þann kost að aug- lýsa í Morgunblaðinu, og þessi stúlka gaf sig þá strax fram. Mér féll stúlkan mjög vel í geð og réð hana þegar hingað til mín, og þar hefi ég sannarlega verið heppinn, hún er fyrirmyndar heimilisstýra og ágæt stúlka. — Já, ég sé að hér er mikill myndarbragur á öllu eins og áður var. Magnús brosir: 306 Heima er bezt — Það er eins og hún hagi verkum sínum á mjög svipaðan hátt og móðir þín gerði, þó að þær hafi víst aldrei sézt. — Nei, hún segist aldrei hafa séð mömmu. Hve göm- ul er hún annars? — Hún er góð átján ára húsmóðir, það má með sanni segja. — Já, víst er um það. Feðgarnir hafa nú lokið við að drekka kaffið og rísa upp frá borðum. Þeir ætla að aka í skyndi til sjúkra- hússins og dvelja þar hjá frú Klöru, það sem eftir er heimsóknartímans, en hann er þegar byrjaður. Þeir ganga fyrst fram í eldhúsið á leið sinni út, en þar er Nanna fyrir. — Þökk fyrir kaffið, segir Magnús lögmaður og kinkar kolli glaðlega til Nönnu, en hraðar sér síðan fram í forstofu, þar sem frakki hans og hattur eru geymdir, en Snorri nemur staðar hjá Nönnu og réttir henni höndina: — Ég þakka þér kærlega fyrir móttökurnar, segir hann og lítur beint í augu hennar. — Verði þér að góðu, segir hún Iágt og lítur þegar undan heitu augnaráði hans, en það hefir á einu andar- taki brennt sig inn í sál hennar og vakið yndisfagran roða á vanga hennar. — Ég kem víst ekki hingað heim aftur, áður en ég flýg út að þessu sinni. En ég lít hér við í næstu ferð, og ég vona að það verði mjög bráðlega. Hann þrýstir hönd hennar þétt í heitri og mjúkri hönd sinni og leit- ar að skilnaði augna hennar, en hún forðast að líta á hann og horfir niður fyrir sig, en hann les þá roðann á björtu andliti hennar, því honum getur hún ekki leynt, og rósirnar á rauðum ávölum vöngum hennar eru rúnir þess leyndardóms, sem hún sjálf er sér enn ekki meðvitandi, en flugstjórinn ungi geymir frá þessari stundu. — Vertu sæl, Nanna, segir hann djúpri, þýðri röddu. — Vertu sæll, svarar hún hæverkslega og dregur að sér höndina. Kveðju þeirra er lokið. Snorri gengur hvatlega fram úr eldhúsinu og fylgist með föður sínum út úr húsinu. En eins og ósjálfrátt er Nanna allt í einu komin að eld- húsglugganum, og augu hennar fylgja flugstjóranum, þar sem hann gengur að bifreið föður síns og setzt inn í hana. Hann er líkastur riddara í fallegu ævintýri. — Hvenær skyldi hann koma hingað aftur? Magnús lögmaður ræsir bifreiðina í skyndi, og feðg- arnir aka á brott. Nanna snýr frá eldhússglugganum og tekur ötul til starfa að nýju. En nú ómar nýr strengur djúpt í brjósti hennar. — Þegar heimsóknartímanum á sjúkrahúsinu er loldð, aka þeir feðgar að bókabúðinni, þar sem Erla vinnur, en Snorra langar aðeins til að sjá systur sína, sem hon- um þykir mjög vænt um, en nú er tími hans orðinn mjög naumur að þessu sinni. Magnús situr kyrr í bíl sínum og bíður, meðan Snorri

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.