Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 35
bregður sér inn í búðina til systur sinnar. Erla er ein í
búðinni, þegar Snorri kernur inn.
— Ó, ert þú kominn, Snorri bróðir! hrópar hún upp
í barnslegri gleði og snarast fram fyrir búðarborðið á
móti honum.
— Já, sæl, Erla mín. — Þau heilsast með innilegum
kossi. En síðan spyr Erla:
— Hvenær komstu til landsins?
— Rétt eftir hádegið í dag, og nú er ég á förum aft-
ur. Ég kom aðeins til að sjá þig, en má ekkert tefja, ég
er á leið suður á flugvöll.
— Ó, hve þú varst góður að lofa mér að sjá þig. Ertu
ekki búinn að koma heim?
— Jú, ég fór þangað fyrst, og svo fórum við pabbi
saman á sjúkrahúsið til mömmu og komum þaðan núna.
— Og ég ætla að heimsækja mömmu í kvöld. Hvern-
ig leið henni?
— Sæmilega eftir ástæðum.
— Það er gott. — Erla lítur nú brosandi á bróður sinn
og segir kankvís:
— Svo þú ert þá auðvitað búinn að sjá nýju bústýr-
una hans pabba?
— Já, ég er búinn að sjá hana.
— Finnst þér hún ekki sæt?
— Það er hún óneitanlega.
— Og ef þú vissir bara hvað hún er góð. Fyrsta
kvöldið sem hún var hjá okkur, bað ég hana að sofa í
herberginu hjá mér, og hún vildi það strax. Mig hefir
alltaf langað til að eiga systur, og mér finnst ég hafi
eignast hana, síðan ég kynntist Nönnu.
— Svo þið sofið þá í sama herberginu. Það hlýtur að
vera mjög skemmtilegt fyrir ykkur báðar.
— Já, og við erum í öllu eins og beztu systur, skal
ég segja þér, Snorri minn. Og ég er viss um, að þú
vildir líka eiga hana fyrir systur, ef þú vissir hve dá-
samleg hún er.
Snorri brosir á ný, og örlítill glettnisglampi gægist
fram í augum hans:
— Nei, Erla mín, ég held mig myndi hreint ekkert
langa til að eiga hana fyrir systur, síður en svo.
— Snorri, þú veizt ekki hvað þú ert að segja!
— Jú, systir mín góð, ég veit það vel. En þú ert bara
svo mikill krakki ennþá, og mér þykir vænt um, að
þið getið verið eins og systur.
— Þú segðir eflaust eitthvað annað, ef þú kynntist
Nönnu betur.
— Nei, áreiðanlega ekki, ég er hæst ánægður með
að eiga eina góða systur, — og nú má ég ekki tefja
lengur hjá þér, Erla mín.
— Hvenær ætlarðu að koma aftur og vera dálítið
lengi heima?
— Ég veit það ekki ennþá, en það verður einhvern-
tíma í sumar.
— Þá hlakka ég til.
— Og ég líka, en nú verð ég að fara.
Framhald.
Urslit í verálaunagetrauninni um ATLAS
frystikistu eáa kæliskáp að verámæti kr. 15.200,oo
Eins og vænta mátti var geysimikil þátttaka í hinni
skemmtilegu verðlaunagetraun um ATLAS frystiskáp-
inn, enda til mikils að vinna og engu að tapa með því að
taka þátt í getrauninni, því það er aldrei að vita hvenær
heppnin kann að vera með manni. Og nú hefur verið
dregið úr réttum ráðningum sem blaðinu bárust, og sá
sem var svo stálheppinn að hljóta verðlaunin að þessu
sinni, var
GÍSLI JÓSEFSSON
Reynimel 46
Reykjavík.
Ja, þetta var nú bærilegur vinningur, Gísli, og við
óskum þér til hamingju með hin glæsilegu verðlaun, og
vonum að þú eigir eftir að njóta þeirra bæði vel og lengi.
Svörin, sem Gísli sendi við getrauninni voru bæði skýr
og greinargóð, og fara þau hér á eftir:
1. þraut. Vantar: Hornglugga á húsið efst til vinstri. Skorstein
á efsta hús, á miðri mynd. Bíl á götuna. Girðingarstaur neðst á
myndinni. Ljósan blett í glugga, á húsinu neðst til hægri.
2. þraut. Vantar: Skorstein á stóra húsið til vinstri. Hliðarrúðu
að aftan, á bíl til vinstri. Stafina í Shellmerkið. Oddeyrar. Glugga
á Stefnishúsið.
3. þraut. Vantar: Tvo öftustu stafina í brunabótafélagið. Hótel.
Þakið á húsið fyrir enda götunnar. Fánastöng á gaflinn á húsinu
til hægri. Helminginn af glugga á sama húsi.
4. þraut. Vantar: Bátinn til vinstri. Annann turninn á kirkjuna.
Glugga á gaflinn á húsinu í brekkunni til vinstri. Hvítt hús fyrir
enda pollsins, lítið eitt til hægri. Miðrimilinn í grindverk á litla
kofanum, til hægri.
5. þraut. Vantar: Annann stigann sem liggur á jörðinni. Glugga
á húsið, fyrir miðju, ofarlega. Lítinn skorstein sem ber yfir þakið
á stóra húsinu. Gardínu eða því um líkt í 2. glugga efst til vinstri
á gaflinum á stóra húsinu til hægri. Einhvem ljósan flöt, sem er
neðst við þakbrúnina hægra megin, á húsinu fyrir miðju.
Svo þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í getraun-
inni og vonum að þeir hafi haft gaman af að glíma við
þrautirnar. Væntanlega hefst svo getraun í blaðinu á
næstunni, og þá er um að gera að vera með, því það er
aldrei að vita hvenær heppnin kann að vera með manni.
Heima er bezt 307