Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 36

Heima er bezt - 01.08.1965, Qupperneq 36
NÍUNDI HLUTI Undir fjögur augu? Það var s'etning sem Hanna hafði ekki heyrt fyrr. Þau hin virtust öll skilja við hvað afi ætti, svo hún kunni ekki við að játa opinberlega fáfræði sína og spyrja. Hún yrði að komast að því með kænsku seinna, eða þá spyrja afa og biðja hann að segja ekki frá, hve heimsk hún væri. Undir fjögur augu? Ætli það séu augu Guðs, sem þau eiga við? En hún hefir aldrei heyrt getið um, að hann hafi nema tvö augu, enda skap- aði hann manninn í sinni mynd að því er allir sögðu, og engan mann hafði hún séð nema með tvö augu, — já fyrir utan hann Pál eineygða, — en hann hafði nú víst misst augað í slysi. — Jæja, það dugði ekki að brjóta heilann meir um þetta að sinni, nóg var að starfa. Það var eitthvert pukur í Ninnu og afa og strákun- um. Hanna og Sonja fengu ekkert að vita hvað til stæði. Jafnvel amma var tekin með í leynifélagið, en hún svaraði engum óþarfaspurningum, bara brosti í kampinn og sagði þeim að fara frá sér, hún hefði í mörgu að snúast. Og nú var tekið til að baka, niður í Koti og heima í bæ, alveg kynstur af allskonar brauði, og afi og strák- arnir máluðu kofann svo vel bæði að utan og innan, að það náði ekki nokkurri átt að kalla hann kofa lengur. — Jafnvel gólfið máluðu þeir, borðið og bekkina. í eldhúsið, — eða það sem Ninna kallaði eldhús, skil- rúm voru engin sýnileg, þau varð hver og einn að hugsa sér, — voru komnar margar hillur, gömul eldavél sem Ninnu hafði tekizt að breyta úr kolryðguðum garmi í forláta grip, með bronsi og ofnsvertu, svolítið fast borð undir glugganum, og með ótal nöglum og krókum á veggjunum, þar sem hengja mátti allt mögulegt. Það sem mesta furðu vakti þó hjá þeim vinkonum var heljarmikill pallur, sem Áki og Óli höfðu sótt á trill- unni hans afa inn að Eyri. Þá var hann ekki í heilu lagi, heldur í smápörtum, sem strákamir síðan röðuðu sam- an af vísindalegri nákvæmni, að þvl er þeim fannst, allt féll svo vel að hvergi var rifa. — Hvað á að gera við þennan pall? spurðu stelpurnar aftur og aftur, en fengu engin svör. Aftur á móti fengu þær að vita til hvers fallega, hvítrósótta efnið, sem strák- arnir höfðu keypt, átti að vera. Ninna vakti langt fram á nótt við að sauma kjóla á þær úr þessu efni. Amma þuklaði efnið, tók hom af því og núði milli handa sér. — Jæja, það er kannsld ekki sem verst, það er ekki að finna mikla steiningu í því, en hvað heldur þú, Ninna mín, að þetta haldist lengi hreint hjá þeim blessuðum? Ninna brosti og sagðist ætla að taka að sér að þvo fyrir þær kjólana. Strákarnir höfðu líka keypt hvíta hálfsokka og svarta lakkskó, en um það vissu stelpurnar ekki. Hönnu Maríu fannst lítill fugl syngja inni í brjóstinu á sér frá morgni til kvölds: Gaman, gaman, gaman! Ó hve það er gaman að vera til! Á laugardagskvöldi náði annríkið hámarki. Sonja var rekin í rúmið með Sverri, og svo fór allt heimilisfólkið út í Lyngey ásamt afa og ömmu. Sonja flýtti sér að þurrka af sér tárin, þegar hún sá Hönnu Maríu rölta upp túnið með Neró á eftir, bæði ósköp lúpuleg. Hún vildi ekki láta Hönnu sjá, að hún hefði verið að skæla. — Ég á að sofa hjá þér í nótt, sagði Hanna og reyndi að brosa, þótt hún væri grunsamlega rauðeygð. — En hvað það er gaman, sagði Sonja og reyndi að láta röddina hljóma eðlilega, það tókst nú miður vel. Þær litu hvor á aðra, snöggt, en litu strax undan aft- ur. — Því máttum við ekki fara með þeim? sagði Sonja loks. Hanna yppti öxlum: — Veit ekki, svaraði hún stutt, en nú skulum við fara strax að sofa og vöknum svo í fyrramálið á undan öllum öðrum og róum fram í Lyng- ey, þá hljótum við að sjá, hvað þau hafa verið að gera. — Já, gerum það. Fljótar í bólið og sofnum eins og skot, sagði Sonja fagnandi. Hanna María gat ekki sofnað, hún var í ókunnu rúmi í húsi sem hún hafði aldrei fyrr sofið í. Það var sama hve oft hún las Faðirvorið, velti sér og sneri, hún varð bara betur og betur vakandi. Aftur á móti steinsváfu bæði Sverrir og Sonja. Loks þoldi Hanna ekki lengur við. Hún reis hljóð- lega á fætur, vafði fötunum sínum í böggul, læddist út úr baðstofunni og hljóp berfætt í náttkjólnum niður í Kot. 308 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.