Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 4
ÞORSTEINN MATTHÍASSON, SKÓLASTJÓRI:
Páll Hallbjörnsson kaupmaéur
„Þar sem góðir menn ganga,
eru guðs vegir.u
1-jr rikaleiki vestfirzkra fjalla, þröngir og djúpir
___|| firðir og ómælisútsýn til hafs. Hörð veðra-
brigði langra skammdegisnátta, úfnar brim-
hrannir við yztu útnes, ljúflynd lognalda við
innstu sanda og kyrrir, seiðandi sóldagar. Þetta sí-
breytilega svipmót láðs og lagar hlýtur ómótmælanlega
að hafa mikil áhrif á viðbrögð og lífsviðhorf þess
fólks, sem þar vex til manndómsára.
Nú hef ég náð tali af öldnum Vestfirðingi, Páli Hall-
björnssyni, sem allt frá frumbernsku og langt fram á
fullorðins ár átti þar heima. Og við heyrum hann segja
frá æsku sinni og uppvexti og manndómsárum, og svo
Fremri röð talið frá vinstri: Páll Ó. Pálsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir (móðir Sólveigar), Hreinn Páls-
son, Páll Hallbjörnsson, Guðrun Pálsdóttir. Aftari röð frá vinstri: jóhann Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Guðmundur Pálsson
og Sigurður Eðvarð Pálsson.
116 Heima er bezt