Heima er bezt - 01.04.1967, Page 5

Heima er bezt - 01.04.1967, Page 5
rsíðast en ekki sízt, því viðhorfi til nútíðar og framtíð- ar, sem hann af löngum starfsferli liðinna ára hefur til- einkað sér. Ég er fæddur að Bakka í Tálknafirði 10. september 1898. Foreldrar mínir voru Hallbjörn Eðvard Oddsson og Sigrún Sigurðardóttir. Bakki er lítið kot og að lands- nytjum fremur rýrt. Fjölskyldan var stór, þar sem börnin voru 12. Til þess að afla þeirra lífsnauðsynja, sem til framfæris þurfti, varð húsfaðirinn því að leita annarra fanga. Hann var því langdvölum fjarri heimil- inu og stundaði sjóróðra, bæði frá Tálknafirði, Patreks- firði og Bíldudal, oftast á skútum eftir að þær héldu til veiða. Það varð þess vegna fyrst og fremst hlutur móðurinnar að annast heimilið með aðstoð barnanna, jafn skjótt og þau uxu úr grasi. Við vorum ekki há í lofti eða gömul, systkinin, þeg- ar við fórum að gæta búsmala og vitja um hrognkelsa- net. Störfin voru ekki jafn auðunnin og erfiðislaus þá og þau í mörgum tilfellum eru nú. Kláran og taðkvörnin voru helztu tækin til áburðar- vinnslu á vorin, og í styttri sjóferðum árin ein til sóknar. Það mun ekki ofmælt, að á þeim tímum varð hver að „neyta síns brauðs í sveita síns andlitis.“ Frístundir voru fáar, enda kröfur til hins daglega lífs fyrst og fremst miðaðar við, að ekki yrði tilfinnanlegur skortur fæðis og klæðis. Víst kom það fyrir, helzt í smalamenskum á vorin, að maður kleif hin háu fjöll umhverfis byggðina, horfði út yfir hina óendanlegu víðáttu vesturhafsins, sá segl blakta við yzta sjónhring og ól með sér þann draum, að verða einhverntíma svo mikill maður að vera innan- borðs á slíkum farkosti. Hærra hygg ég að flugið hafi ekki stigið þá, hjá fjöldanum af þeim ungu mönnum, sem slitu barnsskónum á berangri brattra hlíða og grýttum fjörum vestfirzkra innfjarða og útnesja. Og það hygg ég, að hefði einhver á orði haft, að ekki mundi meira en hálf öld líða þar til litlu lengri tíma rnundi taka að komast loftleiðis frá íslandi til Vestur- heims en sigla skútu frá Látrabjargi að Horni, þá hefði sá hinn sami ekki verið talinn rökvís í hugsunarhætti eða líklegur til þess að taka mark á orðum hans. Jafnvel álitið að hann hefði tekið einum of alvarlega ævintýri „Þúsund og einnar nætur“, sem þá voru kærkomið les- efni ungu fólki. Ur Tálknafirði flutti fjölskyldan til Súgandafjarð- ar árið 1912. Þar varð lífsframvindan að flestu leyti hin sama, að vísu hurfu að mestu þau störf, er að lands- nytjum lutu, og vinna við sjófang, og síðar sjósókn, varð aðalatriðið. Svo sem flestir vita, sem um Vestfirði hafa farið eða þar dvalið, þá standa fjöllin umhverfis Súgandafjörð, grýtt og þverbrött því nær úr sjó, svo lítilla landkosta er þar völ. Lífsbjörg þeirra, sem þar festa byggð, verður því nær eingöngu sótt til hafs. Þegar ég kom í Súgandafjörð var aðalverzlun og Sólveig Jóhannsdóttir og Guðriður Guðmundsdóttir. fiskikaupmennska rekin af útibúi frá verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar á Isafirði. Strax og ég þótti til þess liðtækur, lá leiðin út á sjó- inn, fyrst á færaskipum, sem sóttu til miða út og vest- ur eða norður og allt austur á Húnaflóa. Var þá stund- um lagt að landi á afskekktum stöðum og menn eins og þeir útstrandabændur, Betúel, Stígur, Falur og Reim- ar, urðu vinir og viðmælendur sjómannanna. Og þá gat svo farið á björtum langdegisvökum, að útróðrarmenn slægjust í för með bændum, þegar þeir fóru í björgin til fuglafangs og eggjatekju. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í lífsháttum fyrri tíma, varð ég aldrei var við neina upgjöf hjá fólki, og ein- hvern veginn finnst mér, að vinnugleði sé mun minni í dag en áður var, þrátt fyrir hærra gjald, sem fyrir hana kemur, enda eru lífsmunaðarkröfurnar orðnar stór þáttur í svokölluðum þurftartekjum. Eftir því sem árin liðu, stækkuðu bátarnir, en þó urðu þeir nú engin hafskip á fyrstu þrem tugum aldar- innar. Að vera á 20—30 tonna bát þá var kallað að vera kominn á stóru bátana. Ég hef gaman af að rifja upp eina veiðiför, sem ég fór á Skírni með Sigurði bróður mínum. Skírnir var 29 tonna bátur og þetta var hákarlalega og vorum við á veiðum út á Sandsbrún. Þetta var í fyrra stríðinu 1914 —1918. Þarna var svo mikill hákarl, að hann óð í torfum umhverfis bátinn og var hægt að ná til hans með krók- stjökum. En þetta var ekki með öllu áhættulaus veiði- aðferð, því ef illa kræktist, var „sá grái“ ekki svifa- seinn og getur þá orðið fljótt um þann, sem á ífærunni heldur, ef illa fer. Segja mátti, að svo mikill væri ákafinn við þessar ó- venjulega öru veiðar að við gleymdum bæði stund og stað. Hákarl og lifur hlóðst í kringum okkur og veitt- urn við engu öðru eftirtekt, fyrr en allt í einu stendur á dekkinu hjá okkur hópur borðalagðra manna. Þá Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.