Heima er bezt - 01.04.1967, Qupperneq 8
SIGURJÓN JONSSON FRA ÞORGEIRSSTÖÐUM:
Hverra manna var Narfi í Hoffelli?
Ráðsmaður sýslumannsins.
Z'
Iskaftfellskum þjóðsögum, sem Guðmundur Jóns-
son í Hoffelli safnaði, eru skrásettar sagnir um Jón
sýslumann Helgason. Segir svo: „Jón sýslumaður
var sagður hafa verið skapbráður, harður og óhlíf-
inn í viðskiptum, enda sérvitur í ýmsum greinum.“
jMeðal annars er þarna eftirfarandi í frásögur fært:
„-----Ráðsmann hafði sýslumaður, Narfa að nafni.
Er sagt, að það hafi verið sá eini maður, er sýslumaður
hafði beyg af. Var Narfi stór og sterkur og beitti því
fullkomlega, ef því var að skipta, við hvern sem hann
átti, og vildi sýslumaður fyrir engan mun missa hann.
Sýslumaður hafði þá reglu, eftir að byrjað var að heyja
á útjörð, að láta binda og flytja heyið heim síðustu
daga vikunnar. Nú var það eitt sinn um miðja viku, að
mikið lá fyrir af þurru heyi, en útlit fyrir rigningu.
Leizt því vinnufólki ráðlegt að binda heyið. Var því
maður sendur heim af engjum eftir reipum. En sýslu-
maður rak hann til baka, læsti húsi því, er reipin voru í
og tók lykilinn í eigin vörzlu. Sendimaður fer aftur og
segir, hvernig farið hafi. Hleypur Narfi til þegjandi,
tekur hest og ríður heim í skyndi. Er sýslumaður sér til
ferða hans og þekkir Narfa, fer hann út í skemmu, tek-
ur reipin, ber þau út og fer síðan inn. Tók Narfi reip-
in, lét binda heyið og flytja heim. Og ekki er annars
getið en sýslumaður hafi látið sér það vel líka.
Á þeim tíma var það venja að gera til kola, öðru nafni
að fara í kolaskóg. Var viðurinn brenndur til kola á
þeim stað, er hann var höggvinn. Dvöldust menn oft við
þetta fleiri daga í senn, án þess að koma heim.
Eitt sinn sem oftar fór Narfi í kolaskóg, en þótti nesti
sitt lélegt. Vildi hann bæta úr því og tók þess vegna
sauð, sem sýslumaður átti, skar hann og steikti sér á
kolaglóðinni.
Þennan sama dag rýkur sýslumaður að heiman og vill
vita, hvernig gangi kolagerðin. Kemur hann þar að, sem
Narfi er að steikja sauðinn og segir:
„Nú eru stórar steikur á eldi Narfi!“
„Stærri mega þær vera,“ segir Narfi og þrífur eftir
sýslumanni og gerir sig líklegan til að kasta honum á
bálið. En sýslumaður brá sér undan, tók hest sinn og reið
heim, og er þess ekki getið, að hann hreyfði þessu
frekar.
Sýslumaður hafði skjól fyrir sauði sína í helli austan-
megin Hoffellsfjalls, og er nokkuð hátt upp í hann.
Eitt sinn gerði mikinn byl, og voru sauðirnir þá vest-
anmegin Hoffells, og gat sauðamaður við illan leik kom-
ið þeim heim að bænum, en ómögulegt að koma þeim
lengra, því að til hellisins var gegn veðri að sækja. Þá
var kirkja á Hoffelli, annexía frá Bjarnanesi, sem nú var
lögð niður fyrir nokkrum árum.
Narfi sendir orð sýslumanni að láta af hendi kirkju-
lykilinn, því að hann vilji láta sauðina í kirkjuna. Sýslu-
maður neitar því með öllu. En er Narfi fréttir það, fer
hann til sýslumanns og segist munu brjóta upp kirkjuna,
ef hann ekki fái sér lykilinn. Lízt þá sýslumanni ekki að
halda lengur lyklinum og fær Narfa hann. Lét Narfi
svo sauðina í kirkjuna, og voru þeir þar, meðan bylur-
inn stóð yfir.----“
Geirlaug í Firði.
í áðurnefndu þjóðsagnasafni er þessi frásögn:
„Um eða eftir aldamótin 1800 bjó bóndi sá í Syðra-
Firði í Lóni, er Páll hét. Hjá honum var vinnukona,
sem Geirlaug hét Þórarinsdóttir. Var hún systir Narfa,
sem um sama leyti var vinnumaður hjá Jóni Helgasyni
sýslumanni í Hoffelli. Var hún bæði kjörkuð og þrek-
mikil.
Eitt sinn ætlaði Geirlaug, ásamt annarri stúlku til sölva
út að sjó. Þegar þær komu út á svonefndan Stórskriðu-
tanga, sjá þær, hvar stærðar selur liggjur á tanganum í
flæðarmáli. Geirlaug hleypur að honum og nær í fitj-
arnar báðum höndum. Tók selurinn viðbragð og dró
hana út í, en hún dró hann jafnharðan á land aftur.
Sagði Geirlaug þá stúlkunni að fara heim og sækja Pál.
En rúmur mílufjórðungur vegar var heim. Þegar Páll
kemur, heldur Geirlaug sömu tökum á selnum. Dró
hann hana ýmist svo langt út í, að hún stóð í sjó í
brjóst, eða hún dró hann í land aftur, er hann linaði á.
Þannig hafði leikurinn gengið, meðan stúlkan var að
sækja Pál til að rota selinn. Var þetta blöðruselsbrimill.
Og þótti þetta svo mikið þrekvirki af Geirlaugu, að
það var í frásögum haft.
Fram að síðustu árum, hefur sá orðrómur legið á, að
120 Heima er bezt