Heima er bezt - 01.04.1967, Side 11

Heima er bezt - 01.04.1967, Side 11
GUNNAR MAGNÚSSON FRÁ REYNISDAL: REYNISKIRKJA A ð Reyni í Mýrdal er gamall kirkjustaður, senni- / lega allt frá fyrstu kristni á íslandi. Alkunn er l w. þjóðsagan um kirkjusmiðinn að Reyni, sem gerði samninginn við huldu-smiðinn um að smíða kirkjuna, gegn því að bóndi segði honum nafn hans í þriðju gátu. Og sagan lætur það takast svo að kirkjusmiðurinn varð af kaupunum, sem átti að vera sonur bónda, frumvaxta. Slík saga, sem þessi, gefur það ótvírætt til kynna að kirkjustaðurinn er mjög gamall. Sagnir eru um það að Reynis-kirkja hafi upphaflega verið að forna Reyni, sem er allmiklu norðar en kirkj- an síðar varð. Atti kerling ein að hafa búið að Reyni en var orðin svo feit og þung að hún gat eigi lengur komizt til kirkjunnar og átti þá kirkjan að hafa verið flutt suður að Reyni, þar sem að Reynis-bæir stóðu það er syðst í túninu neðan vegarins allt þar til að Einar bóndi Brandsson flutti bæinn norður eftir um 1894 þangað sem að hann stendur enn í dag. En hinn bærinn Suður Reynirinn fór í eyði. Þarna suðurfrá stóð Reyniskirkja um aldaraðir .og þar var kirkjugarðurinn einnig. Reyniskirkja mun lengst af hafa verið byggð með sama sniði og aðrar kirkjur í landinu, það er úr torfi og grjóti, eða því efni, sem um aldaraðir var tiltækilegt á Islandi til húsa- gerðar á hverjum stað og svo rekaviðurinn þar sem að hitt efnið þraut. Enda var það svo að kirkjurnar áttu fjörur víða í kringum landið. Reyniskirkja átti að vísu ekki fjöru, en einn fimmta hluta í stórreka Reynis- fjöru. Mun öllum þeim reka, sem í kirkjunnar hlut kom, hafa verið varið henni til viðhalds og uppbyggingar í gegnum aldirnar. Um miðja nítjándu öld, verður breyting á þessu. Einar Jóhannsson, hreppstjóri í Þórisholti, bvggir þá kirkjuna upp að nýju og þá úr timbri. Var það allt niðursagaður rekaviður, sem til kirkjubyggingarinnar fór. Sú kirkja sem Einar Jóhannsson byggði mun hafa verið all-myndarlegt hús á þess tíma mælikvarða. En fljótlega mun sú smíð hafa gengið úr sér þar sem að eigi voru tök á því að verja húsið sem skyldi fyrir vatni og vindum, því að í Reynishverfi eru vindar stríðir og votsamt oft á tíðum. En fyrirkomulagi kirkjunnar var búið að breyta, í stað grjót og torfveggja var byggt úr tré, sem hlaut að reynast misjafnlega við hin óblíðu skilyrði. Arið 1896 er kirkjan enn byggð upp að nýju og þá flutt frá Reyni og suður á Eyri niður undan Reynisdal. Þá voru orðnir breyttir tímar í Mýrdal um húsagerð, verzlun komin í Vík og gnægð erlends trjáviðar fáan- legur við hóflegu verði. Þá var og bárujárn komið til sögunnar. Þetta kirkjuhús varð nú eign safnaðarins, en áður var kirkjan bænda eign, sem löngum tíðkaðist á landi hér. Þessi nýja kirkja, að Reyni, var stórt hús á þeim tíma, rúmaði á þriðja hundrað manns í sæti. Kirkjusmiður að því húsi var Samúel Jónsson, faðir Guðjóns húsameist- ara Samúelssonar. Alla rennismíði vann Finnbogi Ein- arsson í Presthúsum. Kirkjuhús þetta var hið vandað- asta á sínum tíma, með sönglofti og sætum á vængja- lofti. Turn var og á kirkjunni. Efnið í hann var flutt á seglskipi utanlands frá og öllu skipað upp í Reynis- höfn á fiskibátum bændanna. Sögðu það gamlir menn í Reynishverfi þá er ég var að alast þar upp, að það hefði verið þungur róður að róa timburflotana austan af Vík og í land í Reynishöfn. En þetta tókst allt sam- an hjá þeim gömlu eins og annað sem þeir ætluðu sér að koma í framkvæmd. í Mýrdal voru fyrrum fjórar kirkjur auk bænahúsa. Þær voru, Sólheimakirkja, Dyrhólakirkja, Reynisldrkja og Elöfðabrekkukirkja. Þá voru og prestar tveir, ann- ar sat á Felli, fyrir útsóknirnar, en hinn að Norður- Reyniskirkja. Reist 1954—6. Heima er bezt 123

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.