Heima er bezt - 01.04.1967, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.04.1967, Qupperneq 12
Hvammi eða Stóruheiði. En svo var þessu breytt. Sól- heimakirkja og Dyrhólakirkja voru lagðar niður en ein byggð að Skeiðfleti 1895. Þá var og prestunum fækkað og Mýrdalsþingum þjónað af einum presti. Mæltist sú ráðstöfun misjafnt fyrir á sínum tíma. Höfðabrekkukirkja fauk í ofviðri um 1922 og var enginn áhugi um endurbyggingu hennar. Hinsvegar hóf þáverandi sóknarprestur síra Þorvarður Þorvarðarson í Vík, messugerðir í samkomusal Víkurskóla í Vík, og var þar með hafin klofningsstarfsemi í Reynissókn, því að Víkurbændur og þorpsbúar áttu kirkjusókn að Reyni, en fóru nú að sækja messur hjá klerki í sam- komusalnum. Þessar framkvæmdir prestsins ollu sárri óánægju í Reynissókn, vegna dvínandi sóknar að Reyn- iskirkju austan yfir Reynisfjall. Fljótlega komu upp raddir um það að byggja kirkju í Vík, og voru ýmsir heldri menn Víkurbúa þar fremst- ir í sveit. Þeir sem lengst gengu í þessa átt voru þess allmjög fýsandi að Reyniskirkja yrði lögð niður og söfnuðurinn herleiddur til Víkur. Ekki sízt, voru þessar raddir uppi eftir að Reynis- kirkja skekktist á grunni í ofsa norðan veðri og tók að hrörna, bæði fyrir aldurs sakir og miður gott viðhald. En í Reynissókn vestan Reynisfjalls, voru rnenn þess- um hugmyndum mjög mótsnúnir, og vildu halda fast í sína kirkju þrátt fyrir nokkurn broddborgarabrag þorpsbúanna í Vík. Þá er ár liðu fram, gerðist það í þessum málum að Reynissókn klofnaði og var það ákveðið að kirkju skyldi byggja í Vík af stofnaðri Vík- ursókn. Þessi nvja sókn var uppborin af bændunum „austan heiðar“, sem áður höfðu verið í Höfðabrekku- sókn, Vh'kurbændum og svo þorpsbúum Víkurkaup- túns. Þessi nýja kirkja, Víkurkirkja, var svo fullbúin 1934. Sóknarnefndin í Reynissókn mátti nú horfa upp á hrörnandi kirkju og tekjur lækkaðar um helming vegna fækkunar gjaldenda. Formaður sóknarnefndar í Reynis- sókn, Einar Finnbogason, hafði á þessum árum verið helzti forsvarsmaður Reyniskirkju og safnaðar. Léði hann aldrei máls á því að ganga að neinum afarkostum fyrir kirkjunnar hönd, þrátt fyrir þungan áróður úr austri. Gerðist hann aldraður og sá sér ekki færi á að hrófla neitt við Reyniskirkju. Um 1936 baðst hann und- an endurkosningu í sóknarnefnd, og var þá kosinn í nefndina bróðir hans, Magnús Finnbogason í Reynis- dal. Hafði Magnús mjög staðið á móti öllum tilboðum Víkursóknarnefndar í kirkjumálinu, og var þess ávallt mjög hvetjandi að endurbyggja Reyniskirkju, þrátt fyrir nýorðna fækkun í söfnuðinum. Var svo andæft um árabil og eigi ráðizt í aðkallandi aðgerðir á Reynis- kirkju, þar sem að allir eygðu sama takmarkið, það var endurbygging hennar við fyrsta tækifæri. Þá er peninga- velta fór að vaxa á stríðsárunum var ákvörðunin tekin um að endurbyggja Reyniskirkju, og 1943 var hún rif- in til grunna og þegar hafizt handa um smiði nyrrar kirkju. Teikning var fengin frá húsameistara ríkisins af kirkjuhúsi við hæfi safnaðarins. Smiður var ráðinn Matthías Einarsson, sonur Einars Finnbogasonar í Þór- isholti. Voru nú allir sóknarmenn í Reynissókn samtaka um að koma kirkju sinni upp hið bráðasta, mun slík sam- staða sjaldgæf meðal íslendinga, nema helzt þá er kirkj- ur eiga í hlut. Fjárráð sóknarnefndar voru að vísu ekki glæsileg í upphafi, en það var leitað til safnaðarmeð- lima um fjárframlög og guldust þau vel og greiðlega. Lán var að vísu tekið úr hinum almenna kirkjusjóði, en það var mjög viðráðanlegt þá er kirkjubyggingunni var lokið. Alla algenga vinnu við kirkjubygginguna inntu safn- aðarmenn af höndum án endurgjalds, svo og rif gömlu kirkjunnar. Hin nýja Reyniskirkja var byggð úr steinsteypu og var hún vígð sumarið 1946 af þáverandi biskupi herra Sigurgeir Sigurðssyni, að viðstöddu miklu fjölmenni. Þá er athöfninni var lokið gengum við biskup saman heim að Reynisdal, þá mælti hann svo meðal annars: „Þetta var nú mikill blessaður dagur“, og mun svo mörgum hafa fundizt og sigrinum var náð með endur- reisn Reyniskirkju. Reyniskirkja á all-marga góða muni, suma all-forna. Silfurkaleik mjög fagran ásamt patínu og pentudúk. Altaristafla er gerð af Sigurði Guðmundssyni, málara, og er hún af upprisunni. Klukkur á hún tvær og eru þær mjög hljómfagrar, önnur er merkt Anno 1727. Ljósahjálm úr kopar á hún og, sennilega all-fornan. Eru allir stjakar úr gömlu kirkjunni notaðir fyrir raf- ljós, og kom þar að góðu haldi smekkvísi Matthíasar Einarssonar. Rafvirkjar voru frá gengnir að koma því svo fyrir. Það yrði of langt mál að telja þá alla upp, sem studdu að endurbyggingu Reyniskirkju, en þeir voru margir, og sumir stórtækir með fégjafir og fleira. En það sem mest er um vert, að kirkjan stendur óhögguð á sínum stað, ávallt tilbúin að þjóna söfnuðum sínum í framtíðinni eins og formæður hennar í gegnum aldirnar, bæði í gleði og sorg, án manngreinarálits. BRÉFASKIPTI Alda Vilborg Kristjánsdóttir, Stóra-Sandfelli, Skriðdal, Suður-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrin- um 16—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Bergljót Sigvaldadóttir, Húnaveri, Svartárdal, Austur- Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrin- um 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðrún Sigurjónsdóttir, Brandsstað, Blöndudal, Austur- Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrin- um 11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guftriður Berguinsdóttir, Skútum, Glerárhverfi, Akureyri, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15-17 ára. 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.