Heima er bezt - 01.04.1967, Qupperneq 14
Piltar i heimavist á Flensborgarskóla veturinn 1902—1903. — Talið frá vinstri: Neðsta röð: Sigurður Þorvaldsson frá Álftar-
tungu, Mýrasýslu, siðar bóndi á Sleitustöðum, Skagafirði. Gunnlaugur Kristmundsson frá Litlu-Tungu í Miðfirði, síðar sand-
grœðslustjóni. Zófónias Jónsson frá Skaga, siðar bóndi á Lœk, Dýrafirði, Vestur-lsafjarðarsýslu. Jón Hafliðason frá Hrauni i
Grindavik, Gullbringusýslu, dó ungur. Jón Halldórsson frá Rauðueyri, siðar Jón Fjalldal bóndi á Melgraseyri, Norður-Isa-
fjarðarsýslu. — Miðröð: Sigurður Jónsson frá Stafafelli í Lómg Austur-Skaftafellssýslu, siðar bóndi þar. Ólafur Jónsson frá
Garðsstöðum, Norður Isafjarðarsýslu, síðar bóndi í Elliðaey, Breiðafirði. Hákon Jens Helgason frá Hóli Dalasýslu, síðar kenn-
ari i Hafnarfirði. Krislvarður Þorvarðarson frá Leikskálum, siðar á Fellsenda, Dalasýslu. — Efsta röð: Þorbergur Eggertsson
frá Keldudal og Þingeyri, Dýrafirði, Vestur-Isaf jarðarsýslu. Stefán Jónsson frá Krossalandi i Lóni, siðar bóndi á Hlið í Lóni,
Austur-Skaftafellssýslu. Bjarni M. Guðmundsson frá Arnarnúpi, Dýrafirði, síðar bóndi á Kirkjubóli, Vestur-ísafjarðarsýslu.
Ólafur Pálsson frá Vatnsfirði, Norður-ísafjarðarsýslu, síðar verzlunarstjóri og skrifstofumaður.
fyrsta tug tuttugustu aldarinnar, og er aðdáunarvert,
hversu myndagerðin var vel á vegi, og hversu vel þær
hafa þolað hálfrar aldar geymslu. Fátt er öldnum manni
kærara, en minningin um góða félaga, sem af áhuga
undirbjuggu lífsstarf sitt til góðrar þjónustu við fóstru
okkar allra, Fjallkonuna fögru, sem oft hafði mætt
hörðu, landið elds og ísa.
Á skólaárum voru kynni mín mest við þá pilta, sem í
heimavistinni voru. Það var heimili út af fyrir sig, og
mjög sniðið eftir háttum sveitaheimilis liðinna ára. Til
dæmis var um haustið byrjað á því að kaupa kindur á
fæti, slátra þeim og salta kjöt í tunnur til vetrarforða.
Kappkostað var að kaupa enga vinnu, nema starf ráðs-
konunnar og hjálparstúlku hennar, sem sjálfsagt var.
Um þennan búskap okkar hefur Stefán Jónsson bóndi
á Hlíð í Lóni skrifað í desemberblað „Heima er bezt“
1961. Hann var ráðsmaður okkar og reikningshaldari
vcturinn 1902-1903, og getur þar alíra heimvistarpilta
15 að tölu. En það eru sömu menn og hér birtist mynd
af — 13 þeirra. Tveir, sem ekki eru á myndinni voru:
Guðmundur Pálsson frá Fjósum í Mýrdal og Sólmund-
ur Einarsson frá Flekkudal í Kjós. Á þessu skólaheimili
ríkti friður og samheldni, svo sjaldan kom til átaka eða
rifrildis. Kæmi það fyrir heyrðist hávaðinn upp á efri
hæð hússins. Þar bjó skólastjórinn með fjölskyldu sinni.
Hann kom niður til okkar, ef úr hófi keyrði hávaðinn,
og datt þá allt í dúnalogn.
Skólahúsið á Flensborg var gamalt verzlunarhús úr
timbri, vandað að viðum. I nágrenni þess voru mörg
góð heimili á þeirrar tíðar vísu. Eitt þeirra var hús
Jörgens Hansens kaupmanns. Hann hafði áður verið
verzlunarstjóri austur í Lóni, á Papós. Missti þar konu
sína Regínu Magdalenu. Bjó nú með seinni konu sinni,
Henriettu Adolphine, en þær voru dætur Hans A.
Linnet kaupmanns í Hafnarfirði. Þessi hjón áttu 4 börn,
Ferdinant, Jörgen, Regínu og Kristínu. Jörgen Hansen
126 Heima er bezt