Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 18
Hvenœr var Sigurhur Sigurhsson
á
Möbruvöll um?
Eftirfarandi greinarkorn sendi höf. mér nýlega. Lcetur hann
þess getið, að hann hafi i fyrstu cstlað ,fírey“ það til birting-
ar, en úr því hafi ekki orðið. Þótt hér sé ekki um stórvœgi-
legt atriði að rœða, þykir mér rétt, að það komi hér fram, þvi
að rit þau er höf. nefnir benda ótvírcett á að nárn Sigurðar
Sigurðssonar á Möðruvöllum hafi verið 1893, og hjá Bjarna
í Vestari Krókum 1894 og ’95. St. Std.
í öðrum hluta ævisögu Sigurðar Sigurðssonar frá
Draflastöðum (bls. 29—30), þar sem rætt er um nám
hans segir svo:
„Það mun hafa verið laust fyrir sumarmál 1894, að
þeir bræður frá Draflastöðum, Sigurður og Karl Agúst,
taka sig upp og leggja land undir fót vestur að Hólum
í Hjaltadal. Valtýr Stefánsson telur í ritgerð sinni, að
þetta hafi verið vorið 1893, en H. P. Briem segir í hand-
riti sínu, að það hafi verið 1894, og mun það réttara."
Síðar í grein Valtýs segir enn fremur:
„Þar hittust þeir í fyrsta sinn, faðir minn, Stefán
Stefánsson kennari og bóndi á Möðruvöllum. Og þar,
eða upp úr þeirri viðkynningu, ræðst það með þeim, að
Sigurður skyldi koma til Möðruvalla þá um haustið, til
þess að læra grasafræði.“
í eigu undirritaðs er bók, sem í er ritað: Nokkur ís-
lenzk fóðurgrös. Samið af Stefáni Stefánssyni kennara
á Möðruvöllum 1893. Þetta er mér sagt, að skrifað sé
af Sigurði Sigurðssyni, og við lok hennar kemur þessi
undirskrift: 5. febrúar 1893. S. Sigurðarson.
Einnig er þetta skrifað í sömu bók:
Nokkur helztu atriði efnafræðinnar eftir Stefán
Stefánsson kennara á Möðruvöllum 1893. Þar undir
kemur þessi tímasetning: 23. febrúar 1893. Sigurður Sig-
urðarson.
Bendir þetta ekki til þess, að á þessu tímabili hafi Sig-
urður verið við nám á Möðruvöllum?
Um veruna hjá Bjarna Bjarnarsyni á Vestari-Krókum
í Fnjóskadal, segir svo (bls. 18):
„Hefir það að líkindum verið árið 1884 eða 1885.
Ekki er af gögnum ljóst, hvort Sigurður Sigurðsson
naut kennslu Bjarna lengur en hluta úr einum vetri, en
minnisstæð hefir honum orðið þessi námsdvöl, eftir því
sem kom fram síðar.“
Ég á bók merkta þannig:
Sigurður Sigurðarson Draflastöðum.
í þessa bók er ritað:
íslenzka. Islenzk hljóðfræði.
Ritað hefir Bjarni Bjarnarson.
Er þetta ritað á 166 síður í bókinni og er tímasetning
á tveim stöðum:
Á bls. 133, 2. apríl 1884.
Á bls. 162, 9. maí 1884.
Síðan koma Lestrarreglur á bls. 177—182. Undir það
er ritað: 17. marz 1895. Sigurður Sigurðarson Drafla-
stöðum.
Þetta um lestrarreglurnar er skrifað með öðru bleki
en annað í bókinni og gæti því verið síðar ritað.
Tómas Helgason frá Hnífsdal.
Ljósir blettir í liðinni ævi
Framhald af bls. 127. -----------------------------
tíð og gott fólk við eina beztu höfn landsins, Hafnar-
fjörð. Vorprófið var efst í okkar huga, burtfararpróf-
ið. í bókum skólans og skýrslum, var alltaf efst á skrá
sá, sem hæsta einkunn fékk, og þar á eftir þeir, sem lak-
ar stóðu sig, að dómi hinna vísu manna, prófdómend-
anna. Ég hafði oft verið annar og þriðji í röðinni. Ekki
var með öllu útilokað að verða efstur í þetta sinn. En
líklegastur í það sæti var Jens Guðmundsson frá Hlíð í
Garðahverfi. Hann hafði oft áður fengið hæstu einkunn.
Baráttan um sætið mundi verða á milli okkar. Það hlaut
að verða undir heppni komið við drátt verkefnanna. Þá
sást fyrst, hvaða spurningum átti að svara. Jens var
mikill enskumaður, en ég var þar býsna þunnur. Eftir
prófið sagði hann mér, að við dráttinn hefði komið í
sinn hlut sá kaflinn í enskunámsbók G. Zoega, sem sér
hefði verið verst við, „Um sótaradrenginn“. Það réði
úrslitum. Hann hlaut 2. sætið. Þótt við værum keppi-
nautar, vorum við góðir vinir. Hann varð kennari aust-
ur á Seyðisfirði, í sveitinni, vinsæll og vel metinn.
Manna listfengastur og átti um tíma lítinn vélbát. Missti
heilsuna og andaðist ungur að árum. Minningin um
hann er heið og björt í huga mínum.
130 Heima er bezt