Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 24
Tungustapi.
fagurlega messu, að enginn þóttist jafn fagurt heyrt
hafa. Faðir hans bjó í Tungu til elli. Þegar hann var
gamall orðinn tók hann sótt þunga. Lét hann þa senda
eftir Sveini út til Helgafells, og bað hann koma á sinn
fund. Sveinn brá við skjótt, en gat þess, að skeð gæti,
að hann kæmi eigi lífs aftur. Er hann kom að 1 ungu,
var svo dregið af föður hans, að hann mátti trauðlega
mæla. Bað hann Svein son sinn, að syngja messu á paska-
dag sjálfan, og skipaði að bera sig í kirkju. — Kvaðst
hann þar vilja andast. — Sveinn var tregur til þessa,
en gjörði það samt, og þó með því skilyrði, að enginn
opnaði kirkjuna meðan á messu stæði, og sagði að þar
á riði líf sitt. Þótti mönnum þetta kynlegt. Kirkjan stóð
þá á hólbarði einu hátt uppi í túninu, austur frá bænum,
og blasti stapinn við kirkjudyrunum. — Er nu bondi
borinn í kirkju, eins og hann hafði fyrir mælt, en Sveinn
skrýddist fyrir altari og hefur upp messusöng. Sögðu
það allir, er við voru að þeir hefðu aldrei heyrt eins
sætlega sungið, eða meistaralega tónað, og voru allir því
nær höggdofa. En er klerkur að lyktum sneri sér fram
fyrir altari, og hóf upp blessunarorðin yfir söfnuðinum,
brast á í einni svipan stormbylur af vestri, og hrukku
við það upp kirkjudyrnar. Varð mönnum hvert við
og litu utan eftir kirkjunni, og blöstu þá við eins og
opnar dyr á stapanum, og lagði þaðan út Ijóma af ótal
ljósaröðum. En þegar mönnum aftur var litið á prest,
var hann hniginn niður, og var þegar örendur. Varð
mönnum mikið um þetta, en á sömu stundu hafði bónd-
inn, faðir prests, hnigið örendur fram af bekk þeim, er
hann lá á gagnvart altari. Logn var fyrir og eftir við-
burð þennan, svo að öllum var augljóst að með storm-
byl þann, er frá stapanum kom, var eigi sjálfrátt. — Nú
þegar opinn var stapinn og hurð kirkjunnar hrökk upp,
blöstu dyrnar hvorar á móti annari, svo að álfabiskup-
inn og Sveinn horfðust í augu, er þeir tónuðu bless-
unarorðin, því að dyr á kirkjum álfa snúa gagnstætt
dyrum a kirkjum mennskra manna. — Áttu menn hér-
aðsfund um mál þetta, og var það afráðið, að flytja
skyldi kirkjuna niður af hólbarðinu, nær bænum, í kvos
hja Iæk nokkrum. — Aldrei síðan hefur presti verið
unnt að sjá frá altari gegnum kirkjudyr vestur í stap-
ann, enda hafa slík býsn eigi orðið síðan kirkjan var
flutt.
Þessi þáttur um Sælingsdalslaug og Tungustapa verð-
ur ekki lengri að sinni, en freistandi væri þó að ræða
nánar söguna um Tungustapa. En þótt sögur unr huldu-
fólk og álfabyggðir séu fágætar á þessari öld og síðustu
áratugum, þá er ætíð eitthvað heillandi við þessar sög-
ur. Alargt trúverðugt, fullorðið fólk, trúir því þó enn,
að ósýnilegar verur búi í fögrum hæðum, hólum, stöp-
um og klettabeltum. Tungustapi stendur einstæður í
hlíðarslakka í miðjum dal. Annar stapi, ekki ólíkur
Tungustapa, er niður hjá Ásgarði í Dölum, rétt niður
undir sjó. Sá stapi er öllu meiri. Hann heitir Ásgarðs-
stapi.
Um Ásgarðsstapa er líka til huldufólkssaga. í þeirri
sögu er sagt frá því, að huldumaður úr Ásgarðsstapa
vitjar konunnar í Ásgarði og biður hana að liðsinna
konu sinni, sem sé þungt haldin og geti ekki fætt barn
sitt. Gat húsfreyjan í Ásgarði bjargað lífi huldukonunn-
ar, og þáði að launum veglegar gjafir. Gekk svo í mörg
ár að konan í Ásgarði hvarf að heiman eitt til hálft dæg-
ur á ári hverju og var hún þá að sitja yfir konu huldu-
mannsins í stapanum. Er 10 ár voru liðin frá því að
hún fór fyrst til huldukonunnar í stapanum, hvarf hún
að heiman um miðja nótt. En um morguninn, er fólk
reis úr rekkju, sást húsfreyja koma gangandi neðan fló-
ann frá stapanum. Var hún mjög þreytuleg og útgrátin.
Sagði hún þá upp alla söguna um ferðir sínar í stapann,
en skýrði jafnframt frá því, að nú hefði kona huldu-
mannsins látist, og hefði sér ekki tekizt að bjarga lífi
hennar í þetta sinn.
Stefán Jónsson.
BRÉFASKIPTI
Anna S. Sigmundsdóttir, Vindheimum, Lýtingsstaðahr., Skagafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára.
Svanhildur Pétursdóttir, Hofi, Lýtingsstaðahr., Skagafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 11—13 ára.
Ragnheiður G. Baldursdóttir, Ytra-Vatni, Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 11—13
ára.
Árnj Marinósdóttir, Álfgeirsvöllum, Lýtingsstaðahr., Skagafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 11—13 ára.
136 Heima er bezt