Heima er bezt - 01.04.1967, Side 25
Ein 17 ára ungfrú biður um að birt séu nokkur Ijóð,
sem hún kann aðeins fáeinar ljóðlínur úr. Eitt ljóðið,
sem þessi 17 ára ungfrú biður um, byrjar þannig:
„Viltu með mér vaka í nótt,
vaka meðan húmið hljótt--------“
Ef einhver af lesendum þessa þáttar kannast við þetta
ljóð, þá væri vel þegið að fá afrit af þessu litla ljóði.
Sama ungfrú 17 ára biður um ljóð, sem hún nefnir
Vegir ástarinnar.
Erng stúlka, sem Rósa heitir, hefur sent mér þetta Ijóð
til birtingar, skrifað upp eftir minni. — Um höfund veit
ég ekki.
VEGIR ÁSTARINNAR
Vertu sæll. — Ég kveð þig kæri vinur,
klökk af þrá, ég bið þig. — Gleym þú mér.
Vertu sæll. — Við sjáumst aldrei, aldrei aftur á ný
og ást mín er horfin með þér.
Ég aldrei framar elska mun neinn annan,
eilíf þrá í huga mínum er.
Ó, — vertu sæll um eilífð, elsku vinur,
og ást mín er horfin með þér.
Þegar sól er sezt á bak við fjöllin,
sérhvert kvöld, þá hugsa ég til þín.
Minningin hún lifir, þó að annað hverfi mér allt.
Það er eina huggunin mín.
Kveðju mína kvöldsólin þér færi,
kossinn minn í geislum hennar er.
Ó, — vertu sæll um eilífð, elsku vinur,
og ást mín er horfin með þér.
Margir lesendur þáttarins hafa beðið um ljóðið: Elsku
Stína. Höfundur Ijóðsins er Ómar Ragnarsson, en lagið
er eftir R. Wallebom. Hljómsveit Magnúsar Ingimars-
sonar hefur leikið lag og ljóð á hljómplötu. Einsöngvari
er Vilhjálmur Vilhjálmsson.
ELSKU STÍNA
í strengjadyn og dansi,
ég dvaldi vorbjart kvöld.
í fögrum meyjafansi, þar
sem fjörið hafði völd.
Ég hitti „hasarskvísu“
og henni bauð í „twist
Og síðan ráð og rósemd,
og rænu hef ég misst.
Elsku Stína, með ástúð þína.
Ég þrái kinn þína að kjassa og kyssa þinn rósrauða
munn.
Elsku Stína, þín augu skína,
ég veit ei, hvernig það fer, ef þú kemur með mér
út í kyrrlátan runn.
Elsku Stína, ó elsku Stína,
viltu mig, — ég vitlaus er í þig.
Við lögðum vanga að vanga
í vímu og ástarrús,
og ég fann hárið anga og ilma,
eins og gróðurhús.
Þar horfðu á mig óræð,
augun stór og brún.
Ég kyssti meyjarmunninn
mjúkan eins og dún.
í septemberblaði Heima er bezt á liðnu ári var spurt
um Ijóð, sem þessar ljóðlínur eru í:
„Ég horfi út á hafið,
það hylur þokan grá.“
Sigríður Emilsdóttir, skagfirzk sveitakona, og Þóra
Jónsdóttir, Hafnarfirði, liafa sent mér afrit af þessu
ljóði, en afritin eru ekki alveg samhljóða. — Um höfund
veit ég ekki.
Ég birti hér ljóðið eins og Þóra Jónsdóttir hefur skrif-
að það upp.
ÉG KVEÐ ÞIG KÆRI VINUR
Ég kveð þig kæri vinur,
svo klökk í hinzta sinn,
þér guð og gæfan fylgi,
og greiði veginn þinn.
Ég horfi út á hafið,
það hylur þokan grá
og aldrei, aldrei framar,
þig aftur fæ að sjá.
Sorgar blæða sárin,
nú svíður hjartans und
og hníga trega tárin,
titrar ástrík mund.
Dapurt er að dvelja
dunur hafsins við,
er öldur brims þar belja
og bjóða ei nokkrum grið.
Nú sit ég ein í sorgum,
ég syrgi horfin vin.
í brotnum draumaborgum
ég barma mér og styn.
— Ó, — hann var svo sætur. —
Ég sé hann dag og nótt,
er regnið við gluggann grætur,
þá græt ég líka hljótt.
Heima er bezt 137