Heima er bezt - 01.04.1967, Side 26

Heima er bezt - 01.04.1967, Side 26
í mörgum bréfum hefur verið beðið um ljóð, sem heitir: Bara fara heim. Höfundur ijóðsins er Guðmund- ur Sigurðsson, en Ijóð [retta var sungið í gamanleikn- um „Kleppur — hraðferð“. BARA FARA HEIM Þegar maður situr mæddur heima á kvöldin og mannlífið á ekki nokkurn glans, þá „bísa simtir kallsins tryllitceki“ og tæta rúntinn, þar til kemur „sjans11. En sé þar engin „sexyu fjörug skvísa, með svakalegan barm og til í „geimu, þá er bara, bara að fara bara, bara á milli bara, eða bara, bara fara í næsta „geimu, eða bara, bara fara, fara heim. Þegar eiginkonan er ekki fyrir hendi, er eðlilegt að koma sér í „djamu, er maður kemur hálfur heim af sjónum, og hefur lestað farm í Amsterdam. Því yfirvöldin okkur stundum taka ekki reglulega höndum tveim. — Þá er bara o. s. frv. Þegar öllum okkar leiðum virðist lokað og lent í réttvísinnar gapastokk, þeir „businessu-menn sér viðreisn eiga vísa, sem veðjað hafa á þann rétta flokk. En hafi menn af hraðferðinni tapað, er heldur ekki neitt, sem bjargar þeim. Þá er bara o. s. frv. Fleiri ljóð birtast ekki í þetta sinn. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. eim Lag: „Syng þú, löðrandi lá“ —. Eftir Rannveigu Sigfúsdóttur frá Skjögrastöðum. Heima, — heima var bezt hlíðar-brekku undir, þar var fegurðin flest — fossarnir kváðu mest. Þar var leiðin ei löng Ijósálfa heim að sækja; blítt þeir sungu mér söng suðandi lækjar- við þröng. Heima, heima eg dvel hugans beztu stundir. Útlæg tímann eg tel — trúi ég enda vel, ef að andi minn má eftir að fold mig hylur, ljóst hann láti sig sjá leikstöðvum bernskunnar á. Skjögrastaðir eru all-langt inn og upp frá Hallorms- stað (í núverandi Valla-hreppi) — nú löngu í eyði, eft- ir að bærinn brann. Guðmundur Þorsteinsson frd Lundi. Robbi og undravélin 13 Robbi klifrar nú niður úr trénu eins hratt og honum er frekast unnt og sveiflar sér loks af neðstu grein þess niður í jörð með dynk miklum, og verður þá litið upp aftur við mikinn vængjaþyt og sér þá hóp fugla fljúga fagnandi umhverfis sig. „Við viljum þakka þér,“ kvakar fyrirliði þeirra. „Þú ert sannar- lega hugrakkur og duglegur bangsi!" Robbi varpar snöggri kveðju á fuglana og hleypur til bílsins síns litla, um leið og hrússi þeytist framhjá. „Þarna fer hann!“ hvæsir hann og stekk- ur upp í bílstjórasætið. „Núna verð ég að kapphlaupa við hann!“ Litli bíllinn þeytist af stað ofan dálítinn brekkuslakka. Og er hann hefir aukið skrið- inn enn betur, sér Robbi hrússa hrökklast áfram rétt framan við bílinn. „Skyldi ég geta náð í hann núna!“ hlakkar í bangsa litla, og hann þrýstir í skyndi á lyftistöngina. Hjálmurinn sprett- ur upp, og í sama vetfangi rekst hrússi á steinnybbu og hrekkur frá henni rétt inn undir hjálm- inum. Lyftistöngin hristist þá ákaft, en Robbi þorir ekki að slaka á taki sinu. „Nú verð ég einmitt að góma hann!“ segir hann við sjálfan sig. „Slíkt tæki- færi gefst aldrei framar. 138 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.