Heima er bezt - 01.04.1967, Page 31
á þessari stundu, og ætíð var eftir slíkar samræður við
Drífu síðastliðið sumar. Þá skildi hún alls ekki sjálfa
sig, og gerir það ekki enn. Henni finnst einna líkast því,
að hún sé allt í einu komin út á flughálan ís, þar sem
að vísu sé gaman að renna sér á fleygiferð, en hún geti
jafnframt búizt við að missa fótanna og falla á hverri
stundu, og jafnvel að geta þá ekki risið hjálparlaust upp
aftur, og það er hræðilegt.
Linda grúfir sig niður í svæfilinn sinn og reynir að
fjarlægja þessa óvelkomnu og einkennilegu hugmynd.
Hún er óvenjulega þreytt, enda komið langt fram yfir
þann tíma, sem hún er vön að vera sofnuð, síðan hún
kom á þetta góða og reglusama heimili. Og innan lítill-
ar stundar hefur svefninn lægt öldurótið í sál hennar
og sigrað allar skuggamyndir raunveruleikans, og allt
orðið hljótt.
Það er kyrrlát kvöldstund. Frú Gyða situr ein í dag-
stofunni sinni með handavinnu, en hlustar einnig á út-
varpið. En hún hefur ekki dvalið þar lengi, er Eiríkur
maður hennar kemur inn í stofuna til hennar og tekur
sér þar sæti. Hann sinnir því engu, sem útvarpið hefur
að flytja, en segir við konu sína:
— Er hún Linda ekki heima?
— Nei, hún er nýfarin út.
— Svo já. Veizt þú, góða mín, hvernig á því stend-
ur, að hún skuli vera hætt að sækja kennslu til mín á
kvöldin?
— Ég veit enga ástæðu til þess aðra en þá, að hún er
farin að vera úti á þeim tíma, sem hún notaði áður til
náms hjá þér á kvöldin.
— Er langt síðan hún byrjaði á þess háttar úti-
vist?
— Um sama leyti og hún hætti að sækja kennsluna
hjá þér.
— Jæja, það er svo. En mér þykir það dálítið leiðin-
legt, að hún skuli svo óvænt vera hætt náminu. Hún
virtist hafa brennandi áhuga á því í fyrstu, og gekk
lærdómurinn ágætlega. Séra Kjartan bróðir þinn treysti
okkur sérstaklega fyrir þessari ungu stúlku, og ég hefði
viljað reynast trausts hans verðugur.
— Mér þykir þetta engu síður en þér afar leitt, góði
minn, en ekki getum við bannað stúlkunni að fara út á
kvöldin, þegar hún hefur lokið skyldustörfum sínum,
fyrst hún kýs það sjálf fremur en vera inni og stunda
nám eins og áður.
— Ég er ekki að tala um neitt bann eða þvingun, en
það mætti í góðu ræða þetta við hana.
— Já, víst er það, og ég skal gera það strax á morg-
un, og grennslast þá eftir, hvort hún ætlar ekki að halda
náminu áfram hjá þér eitthvað lengur.
— Já, góða mín. Ég tel betra að þú ræðir þetta fyrst
við hana heldur en ég. Þið þekkizt nánar, og hún á ef
til vill hægara með að opna hug sinn fyrir þér. En mig
tæki það mjög sárt, ef þessi unga stúlka lenti í einhverj-
um vandræðum, á meðan hún dvelur á heimili okkar,
og okkur er trúað fyrir henni.
— Við skulum vona, að engin hætta sé á ferðum, þó
að hún fari út á kvöldin, slíkt er víst eklti óvanalegt
með unglinga, að þeir hafi gaman af að skoða borgina
á þeim tíma dags. Hún hefur sagt mér, að hún sé með
stúlku, sem hún þekki, en svo ekkert nánara um það.
En ég skal tala um þetta við Lindu strax á morgun.
— Já, góða mín, gerðu það.
Eiríkur rís þegar á fætur, brosir ástúðlega til konu
sinnar og gengur síðan fram úr stofunni. En frú Gyða
situr kyrr enn um stund og keppist við handavinnu sína.
Hún hefur haft þungar áhyggjur út af Lindu upp á
síðkastið, þótt hún hafi ekki fært það í tal, hvorki við
mann sinn né aðra. En hún hefur reynt að halda í þá
von, að þetta myndi lagast aftur án þess að hún þyrfti
að blanda sér í einkamál Lindu, og því beðið átekta.
En að undanförnu hefur Linda tekið svo miklum breyt-
ingum, að hún naumast þekkir hana fyrir sömu stúlku
og áður.
Nú er hún úti öll kvöld, og aldrei komin inn, þegar
fjölskyldan háttar, en fyrst eftir að hún kom, var hún
heima öll kvöld og lærði af kappi þær námsgreinar, sem
hún kaus sér sjálf, og virtist vera mjög ánægð með
allt. Hún á skelfing erfitt með að vakna á morgnana nú
í seinni tíð, þó hún sé vakin, en áður þurfti aldrei að
vekja hana á morgnana. Og það er því líkast, að hún
vinni sín daglegu störf einhvern veginn utan við sig.
Hún fæst að vísu til að grípa í handavinnu öðru hverju
á daginn, en áhuga fyrir því er engan að sjá framar, og
það gengur allt þveröfugt við það sem áður var.
Frú Gyða er manni sínum vissulega sammála um
það, að um þetta þurfi að ræða við Lindu í fullri ein-
lægni og vinsemd, og það sem allra fyrst, ef vera mætti
að hún tæki góð orð og leiðbeiningar til greina og færi
eftir þeim. En frú Gyða óttast með sjálfri sér, að ekki
sé allt með felldu í sambandi við þessa löngu útivist á
kvöldin, og sannarlega skal hún gera það, sem í henn-
ar valdi stendur til að hjálpa þessari ungu stúlku, ef
þörf gerist. Og strax á morgun ætlar hún að ræða mál-
ið við Lindu. Það er ef til vill ekki seinna vænna.
Komið er fast að hádegi. Linda raðar diskum og
hnífapörum á eldhúsborðið, en frú Gyða tekur til mat-
inn. Eiríkur og börnin eru væntanleg heim á hverri
stundu til hádegisverðar, og þá þarf maturinn að vera
kominn á borðið. En allt í einu er dyrabjöllunni hringt.
Frú Gyða biður Lindu að svara, og hún gengur þegar
til dyra. Fyrir dyrum úti stendur enginn annar en
Hlynur Kjartansson, sem býður Lindu brosandi góðan
dag.
— Góðan daginn, Hlynur, svarar Linda lágt og finn-
ur að hún roðnar óþægilega mikið. Hún forðast að líta
á æskuvin sinn, en býður honum að ganga inn.
— Nei, þakka þér fyrir, Linda mín, ekki núna, ég
er á mjög hraðri ferð, og erindi mitt er við þig eina,
segir hann hlýtt og glaðlega. Ég er kominn til að efna
Heima er bezt 143