Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 33
— Ég veit það, frú Gyða. Þið hjónin hafið verið mér
svo óumræðilega góð, síðan ég kom hingað, og ég vil
ekki hryggja ykkur með framkomu minni, segir Linda,
og rödd hennar er skjálfandi grátklökk. Djúpur sárs-
auki í sál hennar heimtar nú útrás, og hún ræður ekki
lengur við tár sín.
Frú Gyða sér hvað Lindu líður og segir blíðlega:
— Linda mín, ég ætlaði ekki að særa þig með þessu
samtali okkar, ég vildi aðeins mega ræða við þig eins
og móðir við barn sitt.
Þessi orð Gyðu snerta viðkvæman streng í hjarta
Lindu, og tilfinningarnar bera hana þegar ofurliði. Hún
fellur um háls frú Gyðu og brestur í ofsalegan grát.
— Elsku barn! Frú Gyða þrýstir Lindu ástúðlega að
sér, en lofar henni síðan að gráta óhindrað um stund
og svala þannig hjarta sínu. Frú Gyða er þess nú full-
viss, að Lindu liggur eitthvað þyngra og sárara á hjarta
en þau orð, sem hún hefir látið falla við hana að þessu
sinni, og hún ætlar að fara að öllu með gát.
— Fyrirgefðu mér, frú Gyða, stynur Linda upp með
þungum grátekka, og hjúfrar sig enn fastar að frú
Gyðu eins og ósjálfbjarga barn að móðurbarmi.
— Ég hefi ekkert að fyrirgefa, Linda mín, en ég vil
reynast þér sannur vinur, og til mín máttu leita með
öll þín vandamál, teljir þú að ég geti orðið þér að ein-
hverju liði, og það væri mér sönn gleði að geta orðið
það, segir frú Gyða rólega og strýkur ástúðlega um
vanga Lindu og þerrar tár hennar, eins og móðir sem
huggar barn sitt.
Grátur Lindu sefast brátt fyrir ástúð þessarar góðu
konu, og hugur hennar smákyrrist. Hún má leita til frú
Gyðu með öll sín vandamál, og nú býðst henni gott
tækifæri til þess að létta af hjarta sínu. Ef hún segði nú
frú Gyðu hreinskilnislega allt um samband þeirra Drífu
og þau neikvæðu áhrif sem Linda finnur svo vel, að
kynni þeirra hafa á hana, þá myndi enginn fúsari
en þessi góða kona að hjálpa henni til að losna alger-
lega undan því valdi, sem Drífa hefir náð á henni, og
þá yrði hún eins og áður frjáls og ánægð á þessu fyr-
irmyndar heimili, þegar félagsskapurinn við Drífu væri
úr sögunni. Of ef til vill býðst henni aldrei aftur slíkt
tækifæri og einmitt nú. Og á þessari stundu þráir hún
ekkert heitar en að opna hjarta sitt í fullum trúnaði
fyrir húsmóður sinni. En samtímis er sem eitthvert
óskiljanlegt afl svipti hana nauðsynlegu hugrekki til að
framkvæma þetta. Og brátt rís hún frá barmi frú Gyðu
og segir aðeins:
— Þakka þér fyrir, frú Gyða. Ég hefi víst hagað mér
mjög barnalega. Og frú Gyða finnur um leið, að Linda
vill láta samtalinu vera lokið að þessu sinni. En hún
hefir ekkert við því að segja, fyrst Linda vill ekki sýna
henni neinn trúnað og ekkert af henni þyggja nú. Síð-
an taka þær báðar til starfa á ný, og þögnin ríkir.
Lindu hefir létt mikið við grátinn, en þó líður henni
allt annað en vel. Hún er sáróánægð með sjálfa sig.
Fyrst hafnaði hún samfylgd Hlynar, æskuvinarins kæra,
og það er henni sárast af öllu, og síðan glataði hún
gullnu tækifæri til að þiggja hjálp og móðurlegar leið-
beiningar frú Gyðu, sem hún hafði þó sannarlega þörf
fyrir, og trúlega sýnir frú Gyða henni aldrei slíka vin-
semd framar. Og Éinda iðrast allshugar þessarar hörmu-
legu framkomu sinnar og ásetur sér að fara ekkert að
heiman í kvöld.
En rétt að loknum kvöldverði hringir síminn, og
Drífa á stutt samtal við Lindu, og án þess að hlusta á
nokkrar mótbárur segist Drífa koma að sækja hana inn-
an lítillar stundar, og þá verði hún að vera tilbúin. Linda
gefst upp í eigin vanmætti, og enn er það Drífa sem
sigrar. Én hefði Linda þegið boð frú Gyðu í dag, hugs-
ar hún, væri máli þessu borgið og hún væri sigurveg-
arinn, en ekki Drífa. En nú er þetta orðið um seinan,
og Linda fer út með Drífu.
Bjartur desembermorgunn hvelfist yfir borginni.
Linda er vakin af þungum svefni, og það gengur erfið-
lega. En nú er það ekki frú Gyða sem vekur hana,
heldur Eiríkur. Loks opnar Linda augun og lítur á
húsbónda sinn, sem stendur við legubekk hennar, mild-
ur en alvarlegur á svip, og bíður þess að ná tali af henni.
En um leið og Linda sér Eirík, grípur hana mikið fát,
og hún rís upp í skyndi. Hvað kemur til að Eiríkur
vekur hana núna? Það hefir hann aldrei gert.
— Er nokkuð að? spyr hún í flýti.
— Nei, ekki nema það sem við áttum von á, svarar
Eiríkur rólega. — Gyða var flutt á fæðingardeildina
klukkan tvö í nótt, og okkur er fæddur sonur. Það gekk
allt fljótt og vel, og móður og syni líður ágætlega.
— Ó, það er gott, segir Linda glöð og óskar hús-
bónda sínum til hamingju með soninn.
Og síðan heldur Eiríkur áfram:
— Nú bið ég þig að taka að þér húsmóðurstörfin á
heimilinu í fjarveru Gyðu. Og ég ber fullt traust til
þín Linda.
— Ég skal gera eins og ég get bezt, svarar Linda, og
það er henni hjartans alvara.
— Þakka þér fyrir, segir Eiríkur hlýlega og gengur
á brott.
Já, hugsar Linda. Nú skal hún ekki bregðast sínum
góðu húsbændum, sem treysta henni þrátt fyrir allt.
Hún skal nota þetta tækifæri vel til þess að reyna að
bæta örlítið fyrir það, sem hún hefir brotið af sér að
undanförnu, og sýna það nú, að hún sé ekki aðeins
viljalítið verkfæri í höndum annarra, heldur sjálfstæð
stúlka.
Linda snarast framúr legubekknum og fer að klæða
sig. En henni er hræðilega illt í höfðinu, það finnur hún
nú betur en áður, og það eru hinar beisku afleiðingar
„partísins“ síðastliðna nótt. Æ, hún vill ekki hugsa um
það framar. Henni hefir verið trúað fyrir miklu hlut-
verki á þessum morgni, og þar skal hún ekki bregðast.
Og síðan gengur hún til starfa.
Linda leggur sig alla fram til að leysa húsmóðurstörf
Heima er bezt 145