Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 13
ÞÁTTUR
HALLDÓRU
BJARNADÓTTUR
uréardóttir
frá Víðivöllum í Blönduhlíð, Skagafirði.
Gömul kvöldvers.
Til hafs sól hraðar sér,
hallar út degi,
eitt skeiðrúm endast hér
á lífsins vegi.
Svo lifa sérhver á,
sem sálast eigi,
en andast eins og sá,
sem aldrei deyi.
A. J.
jr ilja er fædd 26. febrúar 1884 á Víðivöllum í Blöndu-
hlíð, dóttir þeirra merkishjónanna Sigurðar
, Sigurðssonar og Guðrúnar Pétursdóttur, sem
bæði voru Skagfirðingar að ætt og bjuggu um
fjölda ára á Víðivöllum við mikla rausn og höfðings-
skap.
Merkur Skagfirðingur skrifar: „Það var engin til-
viljun, að Víðivallaheimilið var öðrum heimilum frem-
ur valið til móttöku fyrir innlenda og erlenda höfð-
ingja, er ferðuðust um landið. — Guðrún húsfreyja
var sæmd heiðursorðu fyrir gestrisni og heimilismenn-
ingu. — Um Guðrúnu húsfreyju og börn hennar, hvert
fyrir sig, gæti ég skrifað langar frásagnir, en Sigurð
bónda þekkti ég ekki persónulega, en heyrði hans getið
sem sæmdarmanns, er ekki vildi vamm sitt vita. — Syst-
kini Lilju voru: Gísli, hreppstjóri, tvíburi Lilju, Guð-
rún, Amalía og Sigurlaug. — Sameiginlegt einkenni
þessara systkina var góð greind, skemmtileg og frjáls-
mannleg framkoma og hnyttin og gamansöm andsvör,
dugnaður og samúð með bágstöddum, er sýndi glögg-
lega, að hlýtt hjarta var eign þeirra.“
Það eru á þessu ári rétt 60 ár síðan ég sá Lilju í
fyrsta sinn. Ég var um tíma hjá vinafólki mínu, prests-
fólkinu á Miklabæ, þá kom ég oft að Víðivöllum, og
mikið var ég hrifin af öllu, sem ég sá og heyrði á báð-
um þessum fjölmennu höfðingssetrum í Hlíðinni fögru.
Húsbændurnir voru höfðingjar, glaðværð og góðvild
ríkti á hinum fjölmennu heimilum, allir voru sem einn
maður. — Og útsýnið var stórkostlegt: Mælifellshnjúk-
ur í suðri, Vötnin, sveitirnar fögru og fjöllin miklu í
norðri. Alltaf finnst mér Skagafjörður, með sinn opna
faðm, tilkomumestur af öllum héruðum íslands. — Það
er ekki undarlegt, að þeir, sem hafa þetta umhverfi
fyrir augum langa ævi verði stórir í sniðum. Hugsi hátt.
Það mátti líka segja um Lilju Sigurðardóttur, að hún
var höfðingi í öllu sínu framferði, stórhuga og fjölhæf,
lagði á margt gjörva hönd, sem sjá má af því, hve
mörgu henni var trúað fyrir í skólum þessa lands: Mat-
reiðslu, vefnaði, garðyrkju; á Blönduósi, Núpi, Hvann-
eyri, Löngumýri, auk alis þess, sem hún tók sér fyrir
hendur heima fyrir.
„Það var hægt að gera marga meðalmenn úr Lilju
einni,“ skrifar vinkona hennar í Skagafirði.
Þegar ég sá Lilju fyrst, var hún búin að vera tvo
vetur í Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri og tvö ár
í Danmörku.
Þegar ég ákvað að minnast Lilju, vinkonu minnar,
með nokkrum orðum á þessum tímamótum ævi hennar,
vildi ég fá vini okkar í Skagafirði í lið með mér. Átti
ég kost á umsögn merkra Skagfirðinga, karla og
kvenna, sem þekktu vel til og dáðu Lilju fyrir fræðslu-
og hjúkrunarstörf og hugsjónaauðlégð. — En vænzt
þótti mér um að fá að sjá æviágrip Lilju, skrifað af
henni sjálfri, fyrir nánustu vini sína. Er þar margt vel
sagt og skemmtilega, ekki sízt um uppeldið og uppvöxt-
inn. — Hún segir:
„Hugur geymir helgar myndir,
héldust þær um áraraðir,
góðhjörtuð og glaðlynd móðir,
gætinn bezt, og spakur faðir
veittu bömum veganesti
af völdu og hollu andans fóðri
og af hug og hjarta öllu
hlúðu að lífs og sálargróðri.“
„Foreldrar mínir höfðu heimiliskennara fyrir okkur,
börnin, oftast kvennaskólamenntaðar stúlkur, sem gátu
sagt okkur systrum til í handavinnu, jafnhliða bóknam-
inu. Ég gekk til spurninga hjá síra Birni á Miklabæ
frá því ég var á níunda ári fram á 15. ár, því hann lét
börn koma til spurninga einn vetur eftir fermingu.
Móðir mín vildi láta okkur læra öll heimilisstörf, og
hafði það fyrir fasta venju, að þegar við vorum 12 ára,
yrðum við fjósakonur eitt ár, með gömlu, góðu hju-
unum tveimur, því ætíð var þrennt fjósafólkið.
Og viku eftir fermingu áttum við að taka við eldhús-
verkunum, ásamt eldakonunni, með umsjón móður okk-
nr. — Hún hafði lært matreiðslu á Akureyri hjá dönsk-
um hótelhaldara, Jensen að nafni, og af henni lærði
Heima er bezt 85