Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 26
JOH. ASGEIRSSON:
Draumurinn
r
E^g er einn af þeim mönnum sem trúir lítt á
drauma, enda hefur mig yfirleitt dreymt rugl-
j ingslega og óskýra drauma. En komið hefur
það þó fyrir, að mig hefur dreymt drauma,
sem hafa orðið mér minnisstæðir fyrir það, hvað ég
mundi þá glöggt, þegar ég vaknaði og eins af því, hvað
mér fannst þeir mikill raunveruleiki í svefninum. En
einhver sá einkennilegasti af þeim öllum, er þó sá sem
hér er skráður.
Það eru mörg ár síðan mig dreymdi draum þennan,
en þó man ég hann eins vel og að mig hefði dreymt
hann síðastliðna nótt.
Eg þóttist vera á gangi eftir ósléttum og hlykkjótt-
um vegi. Umhverfið kannaðist ég ekki við og gat líka
lítið greint það, sökum þess hvað dimmt var, og fannst
mér það vera eðlilegt, þar sem þetta væri að líkindum
um há nótt. Þegar ég hafði gengið, að mér fannst,
nokkuð lengi, kom ég allt í einu að risalegu líkneski
eða minnisvarða, er stóð þar rétt við veginn og gnæfði
upp í næturhimininn. Mér þótti fólk streyma stöðugt
fram hjá varða þessum, bæði í skrautklæðum og í tötr-
um. Margir tóku ofan og hneigðu sig um leið og þeir
gengu fram hjá varðanum. Aðrir námu staðar við stytt-
una og mændu á hana, í svip þeirra speglaðist bæði
lotning og aðdáun. Ég fór að reyna að virða þetta fer-
líki fyrir mér í húmi næturinnar, en efrihluta þess sá
ég óglöggt, vegna þess hvað það var hátt og hins veg-
ar af því, hvað birtan var lítil. Þegar ég gætti betur að
sá ég að eitthvert letur var á fótstalli þess. En með því
að fara alveg með andlitið upp að því gat ég lesið, að
þar stóð með stórum stöfum orðið Civilisation. Mér
fannst í svefninum að ég kannaðist við orðið og það
mundi þýða hina tæknilegu menningu, eða ytri menn-
ingu. (Þá þóttist ég muna í svefninum eftir orðinu
kultur, og að það þýddi andlega eða innri menningu).
Forvitni mín margfaldaðist við þetta og reyndi ég því
að virða mynd þessa fyrir mér frá öllum hliðum í þessu
hálfrökkri. í hvert sinn og að ég færði mig úr stað,
breyttist útlit myndarinnar. Stundum sýndist mér svip-
ur hennar'geislandi fagur, en frá annarri hlið þungbú-
inn og tvíræður. Allt í einu tók ég eftir því, að ég sá
lengra frá mér, og varð mér þá litið í austurátt, sá ég
þá að bjarma brá á austurloftið og þóttist ég þá vita
að nýr dagur væri í nánd. Við þessa sýn varð mér eitt-
hvað hugarhægra. Ég sneri mér því aftur að myndinni,
til þess að virða hana betur fyrir mér í þessu nýja ljósi.
Og þannig starði ég á hana um stund. Virtist mér þá
línur hennar og mótun öll skýrast betur og betur við
birtu hins komandi dags. En þegar ég hafði virt stytt-
una þannig fyrir mér um stund, sýndist mér hún allt
í einu breytast. Það var kominn meiri harka í svipinn,
en ég hafði tekið eftir áður. Eitthvað óumræðilega
grimmt og hart. Drættirnir í kringum munninn voru
næstum því dýrslegir og þar skein í stórar og beittar
tennur. Og þessar tennur voru rauðar sem blóð. Og
þegar mér varð litið á hendurnar, sem mér sýndust áð-
ur fagrar og nettar, þá sá ég þar nú stórar, beittar klær.
Það fór um mig hrollur. Ég varð allt í einu gripinn
skelfingu. Ég ætlaði að taka til fótanna og hlaupa,
langt frá þessari ófreskju, en þá fannst mér ég ekki geta
hrært legg né lið. Og við það vaknaði ég og heyrði í
mér óhljóðin. Mikið varð ég feginn að vakna og vita
að þetta hafði þá aðeins verið ljótur draumur.
BRÉF ASKIPTI
Jón B. Svavarsson, Öxl, Þingi, Austur-Húnavatnssýslu, óskar eft-
ir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Ásta Haraldsdóttir, Hrærekslæk, Hróarstungu, Norður-Múla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur og pilta á aldrinum 15
—17 ára. Mynd fylgi.
Helga Jóhannsdóttir, Víðiholti, Reykjahverfi, Suður-Þingeyjar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—20 ára.
Anna Eiríksdóttir, Akureyri, Björk Bjarkadóttir, Reykjavík, Arn-
fríður Hansdóttir Wium, Mjóafirði, Elin Anna Kjartansdóttir, ísa-
fjarðardjúpi, Elísahet Danielsdótitr, Reykjavík, Guðný Eiríksdóttir,
Kópavogi, Halldóra Þórðardóttir, Hofsósi, Lilja Haraldsdóttir,
Reykjavík, Rannveig ívarsdóttir, Reykjavík, Sigríður Hansdóttir
Wium, Mjóafirði, Sigriður Þorsteinsdóttir, Akureyri, allar í Hús-
mæðraskóla Borgfirðinga, Varmalandi, óska eftir bréfaskiptum við
pilta á aldrinum 18—28 ára. — Þær vonast allar eftir að fá svar og
að herrarnir láti mynd fylgja fyrsta bréfinu. Þær lofa að svara öll-
um bréfum.
Amalía L. Guðmundsdóttir, Lýtingsstöðum, Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrin-
um 16—18 ára.
Þorvarður Sigurðsson, Teigaseli, Jökuldal, Norður-Múlasýslu,
pr. Hvanná, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 24—
26 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Elísabet Þ. Einarsdóttir, Miðbraut 5, Vopnafirði, Norður-Múla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 12—14 ára.
94 Heima er bezt