Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 28
dóttor Faraós. Tók konungsdóttir sér hann í sonar stað,
og nefndi hann Móses, því að hún sagði: „Eg hef dregið
hann upp úr vatni.“
En þetta fljót, sem rætt er um í sögunni um Móses,
er Nílarfljótið, sem oft er nefnt lífæð Egyptalands. En
deilan milli ísraelsmanna og Egypta er enn ekki leyst.
Það lítur svo út sem deilur og styrjaldir milli þessara
þjóða geti ekki niður fallið.
En það var ekki ætlun mín að þessi þáttur fjallaði
um stríð og deilur milli þjóða, heldur vildi ég reyna
að bregða upp mynd og rekja nokkra þætti snertandi
þetta frægasta stórfljót veraldar, sem talið er annað
lengsta stórfljót í heimi. En vatnsmagnið í þessu stór-
fljóti er mjög breytilegt.
Flóðin í Níl verða tvisvar á ári, í júlí og í október.
Vatnasvæði Nílar er gífurlega mildð að flatarmáli.
Taiið um 3 milljónir ferkílómetra.
Aðalkvíslar Nílarfljóts, sem eiga upptök sín suður
í hitabeltinu, eru tvær og heita Bláa Níl og Hvíta Níl.
Bláa Níl á upptök sín í hálendi Abbesíníu, en ETvíta
Níl í vötnum á láglendi í hitabeltinu, meðal annars í
Viktoríuvatninu.
Bláa-Níl og Hvíta-Níl koma svo saman norður við
Khartum og þaðan rennur Níl í einu aðalfljóti út í
óshólma Nílar í Miðjarðarhafi. Óshólmar Nílar (delt-
an) eru 22200 ferkm.
Óshólmarnir og Nílardalurinn, — sem er eiginlega
bakkar Nílarfljóts — er þéttbýlasta og gróðursælasta
byggð í heimi, en öll frjósemin veltur á því, að flóðin
í Níl vökvi dalinn og óshólmana. — Að öðru leyti er
Egyptaland gróðurlitlar og örfoka eyðimerkur. Víða
á svæði Nílar eru gerðar stíflur til rafvirkjunar og
áveituskurðir til að hafa sem mest not af vatninu í Níl
til frjósemdar dalnum. — En gífurlega mikið af vatninu
gufar upp, vegna hitanna, á hinni löngu leið frá upp-
sprettnm til sjávar.
Hvíta-Níl rennur lengi um marflatt sléttlendi, sem
þó er eiginlega háslétta. Þessi vegalengd er álíka og
frá Ósló og suður á Ítalíu og á allri þessari leið lækkar
landið aðeins um 86 metra. Þetta hefur þau áhrif að
fljótið er á þessu svæði straumlaust, og silast aðeins
áfram, og er á grynningum og við fljótsbakkana mynd-
ast gróður af ýmis konar vatnajurtum, og myndar
gróðurinn beinlínis landskán á vatninu.
í bókinni Árni og Berit, 1. hefti, er út kom árið 1951,
er sagt frá ferðamannahópi, sem kom sunnan úr Mið-
Afríku og fór í gufubáti norður Hvítu-Níl, allt norður
að borginni Khartum, en þar koma saman stórfljótin
Bláa-Níl og Hvíta-Níl.
Foringi þessa ferðamannahóps var stórríkur ofursti
úr enska hernum, sem hafði lokið herþjónustu, og vildi
nú verja tímanum til rannsókna um lítt þekkt lönd og
þá sérstaklega Afríku, sem var þá lítið þekkt, því að
þetta var árið 1913. — í för með honum var ungur
frændi hans, sem hét Karl Stuart, kona Karls, Elise og
vinkona hennar, sem hét Mary. Auk þeirra voru í
þessum hópi tvö systkin, sem þessi ferðamannahópur
hitti suður við stórvötnin í Mið-Afríku. Þessi systkin
hétu Árni og Berit, og voru eiginlega frá Noregi, þótt
þau væru af enskum ættum. Ferð þeirra til Afríku var
mikil ævintýraför, en frá henni segir ekki hér.
Þessi bók um Áma og Berit er að nokkru skáldsaga
fyrir unglinga, en allt, sem snertir landslag og lands-
háttu er rétt og satt, og var höfundurinn sjálfur með
í þessari ævintýraför norður Hvítu-Níl. Fóru þau þetta
á litlum gufubát, sem hét „Ramses“, en þetta er gífur-
lega löng leið. Ég tek hér upp stuttan kafla úr bókinni,
sem heitir: „Norður Hvítu-Níl.
I kaflanum segir þannig frá:
.... Snemma næsta morgun lögðu burðarmennirnir
af stað suður til sinna heimkynna, en ofurstinn og
hans fylgdarlið gekk á skip og hélt áfram leið sinni
norður Hvítu-Níl. Á gufubátnum Ramses var grískur
skipstjóri, vélamaður og þrír hásetar. Hásetarnir voru
af sérstökum ættstofni, sem nefndur er Baggara-ætt-
stofninn, óvenjulega stórir menn og vel vaxnir. Berit
hélt að þeir væru allt að því tveir metrar á hæð.
Það sýndi sig strax og ofurstinn fór að athuga gufu-
bátinn, að hann var ekki eins góður og hann hafði búizt
við. Skipstjórinn sagði honum, að hann hefði fyrst ver-
ið smíðaður fyrir prins í Egyptalandi, sem hefði notað
hann til skemmtiferða. Þegar hann dó, myndi báturinn
hafa legið nokkur ár í Alexandríu í hirðuleysi. Síðan
hafði auðugur Grikki keypt hann og látið skinna hann
upp. Þegar hann notaði ekki bátinn sjálfur, þá leigði
hann bátinn til ferðalaga á Nílarfljóti. Þess vegna var
hann nú í leigu hjá ofurstanum.
Fyrst gekk ferðin ágætlega upp eftir Hvítu-Níl, en
þegar lengra dró inn í landið, þá kom í Ijós, að bátur-
inn var ekki nógu grunnskreiður. Það hittist líka svo
illa á, sagði sMpstjórinn, að einmitt þetta missiri var
óvenjulega lítið vatn í fljótinu. Báturinn hafði því
strandað á grynningum og tekið niðri meira en tuttugu
sinnum í ferðinni. Annars var þetta sæmilegur bátur,
með þægilegum vistarverum fyrir ekki fleira fólk.
Gangurinn var fimm mílur í straumlausu.
Þegar Berit leit niður í farrýmið, þar sem kvenfólkið
átti að sofa, þá leizt henni illa á. Hitinn var óskaplegur
og loftræsting í bátnum slæm. — Hún kveið fyrir nótt-
inni. Eins var með þær frú Alice og Mary. Þær gátu
alls ekki fengið sig til að sofa niðri í bátnum. — Allt í
einu datt Alice það snjallræði í hug að láta setja upp
tjald þeirra á þilfari bátsins. Þar yrði að minnsta kosti
loftbetra, þótt hitinn væri óbærilegur. Var þá orðið
fulldimmt og var báturinn ekki raflýstur. Frú Alice
taldi, að hægt væri að tjalda við luktarljós.
Þorpið Lado liggur við rætur fjallanna í Mið-Afríku
og er um 450 metra yfir hafflötinn. Eftir það er landið
mjög slétt norður, meðfram Hvítu-Níl, frá Lado alla
leið norður til Khartum lækkar landið aðeins um 86
metra, og þó er vegalengdin lík og frá Oslo suður til
Feneyja á Ítalíu. Fljótið fellur hér í mörgum kvíslum
og fellur í gegnum feikna foræði, sem engri skepnu
96 Heima er bezt