Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 33
Þú ert farinn heim í þinna feðra land. Þér fannst allt svo tómt og ljótt. Þú sást auðn og tóm, — þú sást engin blóm. Þú sást aldrei þetta hljóða gleðiband. Þú sást bara þennan dimma, þögla sand, og þetta var mitt heimaland. Þú varst alinn upp við leti, glys og glaum, hávær gleðin var yndi þitt. Ég var andstæðan við þennan ólgustraum, ég eitt gaf þér hjarta mitt. Okkar leiðir lágu saman litla stund, og nú lifir aðeins minning um það hlý. Það, sem vakir eftir þennan forna fund, mun færa okkur ást á ný. í janúarbiaðinu í ár, spurði vestfirzk kona um ljóð, sem hún kunni úr aðeins þessi stef: „Sólbjartir logar brenna und bjarkarsal, og senn mun sólin renna í sæludal.11 Nú hefur kona á Akureyri sent mér afrit af ljóði, sem þessar hendingar eru að nokkru leyti úr, þótt þær séu ekki alveg réttar. — Afrit konunnar á Akureyri er þannig: Hvað skyldi þessi bjarmi boða, sem brúnum leikur á? Hann boðar morguns blíðan Ioga, sem blikar sólu frá. Sjá, — bjartir logar brenna í bjarkarsal, og senn mun sólin renna í sæludal. — Sjá, — bjartir logar brenna í bjarkarsal, og senn mun sólin renna í sæludal. Vísu þessa heyrði ég í æsku og var hún oft sungin heima í Hörgárdal og grunar mig að hana megi rekja til Möðruvallaskóla. Ég lærði vísuna á þessa leið: Hvað skyldi þessi bjarmi boða, sem blikar fjöllum á? Hann boðar frelsis bjartan roða, er birtist sólu frá. Niðurlagið eins og hér. St. Std. Núna, eftir áramótin, var ég að yfirfara bréf, sem þættinum hafa borizt, er ég hef enn ekki getað svarað, eða fullnægt óskum bréfritara, og eru bréfin allmörg. Ef til vill rætist smátt og smátt úr þessu, og oft hafa lesendur þessa þáttar getað veitt upplýsingar um um- beðin ljóð. En fleiri Ijóð birtast ekki að sinni. Stefán Jónsson Skeiðawogi 135 Reykjavík. BRÉFASKIPTI Inger Helgadóttir og Jórunn Arnadóttir, Bændaskólanum Hól- um, Hjaltadal, Skagaí'irði, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldr- inum 18—20 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðlaugur Jón Ólafsson, Einarsstöðum, Vxk í Mýrdal, V.-Skapt. óskar eftir islenzkum frímerkjum í skiptum fyrir helmingi fleiri útlend. Efemía G. Björnsdóttir, Fjósum, Svartárdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—11 ára. Helga Agnars, Steiná, Svartárdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskipt- um við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Mynd fylgí. Borgþór Jóhannsson, Asunnarstöðum, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—19 ára. Ósk Stefánsdóttir, Skriðu, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Gunnar Helgason, Heimavistarskólanum, Nesjum, A.-Skapt., ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. Kristin Hálfdánsdóttir, Hóli 3, Bolungarvík, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. Hafrún V. Marísdóttir, Þuríðarbraut 7, Bolungarvík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. Sigurður Ó. Björgvinsson, Staðarborg, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi. Árni Ingólfsson, Staðarborg, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfa- skiptum við unglinga á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi. Borgþór Gunnarsson, Staðarborg, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi. Hörður Traustason, Hörgshóli, Þverárhreppi, Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur og pilta á aldrinum 13—17 ára. Mynd fylgi. Rut Pétursdóttir, HúsmÆðraskólanum, Hallormsstað, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Mynd fylgi. Margrét Bjartmarsdóttir, Húsmæðraskólanum, Hallormsstað, S,- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Mynd fylgi. Alda Hrafnkelsdóttir, Húsmæðraskólanum, Hallormsstað, S.- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Mynd fylgi. Steinþóra Guðmundsdóttir, Húsmæðraskólanum, Hallormsstað, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. Mynd fylgi. Halla Jökulsdóttir, eldhúsinu Reykjaskóla, Vestur-Húnavatns- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—19 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Hildur Stefánsdóttir, Hafnabyggð 5, Vopnafirði, Norður-Múla- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára. Ásgerður Sigurðardóttir, Hamrahlíð 28, Vopnafirði, Norður- Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Sigrún Skúladóttir, Þuriður Sigurðardóttir og Halldóra G. Guð- laugsdóttir, allar að Alþýðuskólanum Eiðum, S.-Múlasýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—19 ára. — Mynd fylgi helzt fyrsta bréfi. Jóhann Kristjónsson, Úthlíð 16, Reykjavík, óskar eftir bréfa- skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—17 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Heima er bezt 101

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.