Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 16
SIGURÐUR JÓNSSON, STAFAFELLI: Ljósir blettir í Iiéinni ævi Ævintýrlandié okkar Lónsöræfi Fjallatunga sú hin mikla, milli Jökulsár í Lóni að austan og Skyndidalsár að vestan, eru hin öldnu Eskifellsfjöll. Draga þau nafn af Eskifelli, sem er yzt í þessari fjallaþyrpingu, að nokkru einstætt innan við Jökulsáraura og farvegi Skyndidals- ár, en þær falla saman út á söndunum nær byggðinni. Fellið er asklaga, líkt og stór skál á hvolfi, nær hring- laga. Þar var búið á árunum 1836—1863, eða nær þriðj- ung aldar. Helztu haglendi í þessu afréttarlandi eru Skyndidalur, langur mjög, nær inn að Vatnajökli, sem er bakvörður þessara fjalla. Hafragil, sem ef til vill má kalla dal þótt þröngur sé, grýtt mjög og klettótt. í stafni þess ris Sauðhamarstindur, tignarlegt fjall sem kastalaborg. Þá má nefna sjálft Eskifellið og Ásana, upp af þeim Kjarrdalsheiði og hlíðina milli Hafragils og Skyndidals. Kambar heita inn með Jökulsá að vestan, enda á Illa- kambi, — þá kemur Viðbrekka að Lambatungnaá og Lambatungur innst að Axarfellsjökli. Hæst bera Múla- tindur yfir innanverðum Skyndidal og Sauðhamars- tindur — fjallseggjar inn af honum vestan við Lamba- tungur. í Eskifell kemur ferðamaðurinn fyrst, sá sem ætlar hina fornu Norðlingaleið milli Lóns og Fljótsdals og Jökuldals yfir fjöllin, veg, sem kenndur er við vermenn þá, sem lögðu leið sína að fjallabaki til sjóróðra að norðan frá strönd Skaftafellssýslu á liðnum öldum, við Hvalneskrók í Lóni, Hornshöfn í Nesjum, Skinneyjar- höfða á Mýrum og Bjarnarhraunssand í Suðursveit. — Ein sönnun þess er sagan um Kamptúns-kappana og tættur verbúða. Einnig eru fiskhjallatættur á öllum þessum stöðum, grjóthlaðnar. En lítið mun um skráðar heimildir þessara ferða. í Eskifelli reistu fyrst bæ Jón Markússon og kona hans Valgerður Ólafsdóttir. Þau komu austan yfir Lónsheiði, úr Geithellnahreppi, með kindur sínar og dóttur á barnsaldri harða vorið 1836, þegar hjarn lá yfir sveitunum báðum megin heiðarinnar. Hvergi var hey að fá, en hagar sagðir í Stafafellsfjöllum. Jón rak kindurnar inn í Austur-Skóga gengt Eskifelli. Voru þar hagar góðir í brekkunum móti suðvestri og sól. Þau höfðu falað Eskifell til ábúðar hjá Stafafellspresti og fengið það. Þar hafði ekld áður verið búið, svo vitað væri. Þessi dugmiklu hjón byggðu sér bæ í litlum gras- hvammi suðaustur í Fellinu — á stalla ofan við neðstu brekkuna, og lá sniðgata þangað upp bratta hlíðina. Sagt er, að brekkur Fellsins hafi þá verið vaxnar þétt- um birldskógi, sem kom sér vel fyrir frumbygyjana. Raftskógur til húsagerðar og limið lagt þétt á raftana undir torfþakið. Allt það smæsta notað til eldiviðar árið um kring því enginn annar eldiviður féll þar til. Þessi sögn um skóginn í fellinu og nágrenni þess sannast að nokkru af nafni skógahlíðanna austan Jökulsár gegnt Eskifelli. Þar hétu Austur-Skógar, aðgreining frá Vest- ur-Skógum. Eftir fullan þriðjung aldar, sem byggð hélzt þarna, eru brekkur fellsins skóglausar, skriðuhlaupnar og víða gróðurlitlar. Nú eru þær svipur hjá sjón. Gras var við rætur fellsins og móar, með hagablettum, langt út í áaraurana fram yfir aldamót, en nú að kalla aurar einir eftir, markaðir af ánum og læknum úr Hafragili. Ennþá er samt hagsælt í Fellsbrekkum, svo brattar eru þær. Þessi landnámshjón í Eskifelli voru aðflutt, sem áður segir. Valgerður úr Borgarfirði eystra, systir Stefáns Ólafssonar, er fyrst bjó í Víðidal 1834—1838. Jón Mark- ússon var Múlsýslungur að móðurætt, en afi hans Jón Árnason, faðir Markúsar, var Skaftfellingur frá Þóris- dal í Lóni. Áttu þau aðeins eina dóttur, Þóreyju, sem með þeim kom yfir Lónsheiði. Efnisstúlka, en andað- ist um tvítugsaldur. — Eftir 13 ára búskap í Eskifelli keyptu þau jörðina Hlíð og bjuggu þar stórbúi til elli- ára. — Son eignaðist Jón Markússon með Sigurveigu Markúsdóttur, Eirík, sem tók við búi í Hlíð af föður sínum, og bjó þar við góðan hag um mörg ár eða til 1897, að hann keypti Papey fyrir ellefu hundruð ær- verð. Hann var tvígiftur og átti margt barna, mann- vænlegt fólk. Einn af sonum hans var Bjarni, útgerðar- maður og kaupmaður í Bolungarvík. Verður hér síðar getið fjallabúanna, sem urðu eftirmenn Jóns Markús- sonar og enduðu með flutningi austur yfir Jökulsá á Valskógsnes og Smiðjunes, en þau teljast til Austur- skóganna. Ekld er vitað með vissu hve margt fé þessir 88 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.