Heima er bezt - 01.03.1969, Side 23

Heima er bezt - 01.03.1969, Side 23
uppi í fjalli sökum kletta. En allt í einu sér Guðmund- ur tvær kindur innan við gilið, neðarlega, en á því átti hann ekki von. Varð nú úr vöndu að ráða, því mikinn tíma þurfti til að fara upp með öllu gilinu, relta kind- urnar svo aftur upp og þar yfir. Guðmundur fer nú niður með gilinu á móts við kindurnar, bendir Bjána á þær og segir: „Sæktu þær. Sæktu þær!“ I stað þess að gelta og ýlfra þar á klettabrúninni hleypur Bjáni upp með öllu gihnu þar til hann komst yfir það. síðan niður innan við kindurnar og rekur þær upp með þar til þær komust yfir, þar tekur Guðmundur við þeim og þeir byrja að smala út dalinn. Þannig gengur það, að sjáist kindur uppi í hlíðum er Bjána bent á þær, og hann kemur með þær allar til Guðmundar. Eftir þessa göngu var Bjáni talinn afbragðs fjárhundur. En Guð- mundur sigldi síðan til smíðanáms í Kaupmannahöfn þetta sama haust. Einn allra mesti frískleika maður þessara ára var Benedikt Rafnkelsson er ólst upp á Valskógsnesi, en hans naut ekki Iengi við. Fór til Ameríku laust fyrir aldamótin, var bróðir Guðjóns bónda í Vík, sem einn- ig fór vestur upp úr aldamótum. Dóttir Guðjóns heim- sótti okkur, gömlu sveitungana, síðastliðið sumar — 1968 — er kirkja okkar varð 100 ára. Eftir Jón Markússon tók við búskap í Eskifelli Sveinn Pétursson og kona hans Sólveig Bjarnadóttir og búa þar eitt ár, 1849—1850, en flytjast þá austur yfir Jök- ulsá og byggja upp á Valskógsnesi, þar var ekki áður byggð. En í Eskifell flytja þá Eyjólfur Jónsson og Sig- ríður Árnadóttir. Þau búa þar í 12 ár, 1851—1863, og lýkur þá byggð í Eskifelli eftir 26 ár. Síðasta árið, sem Eyjólfur telst búa í Fellinu, hefur hann flutt bæinn í Skyndidalshálsinn, sem er milli Skyndidals og Hlíðarinn- ar, sem við köllum. Áður Ketilhlíð og Ketilhlíðarháls, nú Skyndidalsháls. Um ástæður til þeirrar ráðabreytni hef ég ekki heyrt, en tel líklegt að gamli bærinn í Eski- felli hafi þá vart talizt nothæfur og skógurinn þar til þurrðar genginn. Lítil merki um byggð sjást í Hálsinum, en þar var athvarf gangnamanna á tímabili. Var mér sagt að kof- inn hefði brunnið, sökum þess að einn gangnamanna hefði gleymt að slökkva kertaljós, er logaði á rúm- stöpli, og kofinn orðinn að öskuhrúgu, er úr göngunni var komið. Var svo byggður upp kofi í Eskifelli og er þar enn. Að Valskógsnesi koma, næst eftir Svein Pétursson, er bjó þar eitt ár, Sigurður Gíslason og Guðný Ófeigs- dóttir og búa þar 1851—1857, þá kemur Rafnkell Bene- diktsson og Guðrún Jónsdóttir, kona hans, og búa þar til 1875, að þau flytja bæinn að Smiðjunesi. Urn flutn- inginn á Smiðjunes var mér sagt, að Jökulsá hefði breytt um farveg sinn og fallið öll undir Móskútann, klett við Melhnúk mitt á milli þessara nesja, og bannaði áin þá aðdrætti til Valskógsness með heylestir o. fl. Á Smiðjunesi andaðist Rafnkell á þessu fyrsta bú- skaparári þar. En ekkja hans bjó þar áfram með Sig- urði Magnússyni til 1880, er þau flytja að Hvammi. Einar Jónsson, bóndi á Smiðjunesi, Brekku, Berufirði og víðar Hafði þá verið búið að Valskógsnesi í 18 ár og Smiðju- nesi í 5 ár. Eftir kirkjubókum Stafafells virðist bærinn á Smiðjunesi standa mannlaus í 6 ár, en Einar Jónsson og Steinunn Jónsdóttir kona hans koma þar 1887 og búa þar til 1891, er séra Jón fær Stafafell og leyfir Smiðjuneshjónum að færa byggð sína að Brekku. Lýkur þar með byggð fjallakotanna eftir vel hálfrar aldar skeið. Athugull lesari lætur sér í hug koma, að fjallabúar þessir hafi fyrst og fremst lifað við sauðfjárrækt og skóginn, og er það rétt. En hér kom eitt stórt atriði einnig við sögu. Silungsveiðin í Jökulsá. Á þessum ár- um gekk bleikja í flokkum upp í ána um miðsumar- leytið, og hélzt þar árvíst fram yfir byggðatíma fjalla- bændanna. Þannig sagði mér Kristín Markúsdóttir prests. Er þau komu frá Blöndudalshólum vorið 1881, að í júlímánuði það sumar, hefðu þau veitt 30 stór- (Framhald á blaðsíðu 93). Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.