Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 18
Guðmundur Sigurðsson, Höfn. nema fuglinn fljúgandi.“ Bóndi bætti þá við: „Og eitt hlið á“. „Nei, ekkert hlið á,“ sagði Valgerður hús- freyja. Hér hefur verið stiklað á stóru um frumbyggja Eski- fells, en er þessi landnámshjón fluttust út í sveitina, urðu aðrir að taka við búskap og smölun í Eskifjöllum. Minni ævintýraljómi er yfir því, sem þá gerðist, þótt margir röskir menn væru þar til á þeim árum og fallegt fé gengi í Stafafellsfjöllum. Séra Bjarni Sveinsson kom að Stafafelli 1862, en séra Björn Þorvaldsson fór að Holti undir Eyjafjöllum. Bjarni prestur var búmaður góður og gekk að störfum með piltum sínum, kom með fé sitt frá Þingmúla í Skriðdal og varð fjárríkur vel. Fé hans var talið fallegt. Sonur hans, Sveinn, síðar bóndi í Volaseli, talinn svo fjárglöggur að hann tíndi unglömbin út úr stekknum undir hverja á eftir fjárbragði. Hann varð annar fjár- ríkasti bóndi í Lóni. Hinn var Eiríkur Jónsson, Hlíð. Fóstursonur séra Bjarna var Guðmundur Sigurðsson síðar söðlasmiður á Papós og Höfn, mikill áhugamaður og léttleika á yngri árum. Varð vel 90 ára gamall og lét eftir sig margt mannvænlegra barna. Hann sagði mér tvær sögur úr göngum, sem hann var með í á uppvaxtarárum sínurn á Stafafelli — þá yngstur gangnamanna. í fyrstu göngu fór hann með gangna- stjóranum, Guðmundi Guðmundssyni, síðar bónda í Svínhólum, en hann var þá vinnumaður hjá séra Bjama. Harðduglegur fjallaforingi. Þeir fóru á hestum inn í Eskifell og heftu þá innan við Ásvatn. Fóra inn í kof- ann undir Illakambi á Víðibrekku, áttu að byrja að smala Kollumúla og Tungurnar. Snemma var farið úr kofa og þá byrjað á að vaða Jökulsá yfir í Kollumúla. Gangnastjóri óð á undan og hinir fylgdu fast á eftir, allir studdust við broddstangir sínar. Ekki er langt út í ána komið er elzti maðurinn kallar upp: „Guð hjálpi mér, ég er að farast.“ Herðir þá gangnastjóri á honum, en hann heldur áfram að biðja Guð sér til hjálpar. Kallar þá foringinn til hans að snúa við og ganga Tungurnar um daginn. Aðrir komust yfir í Múlann, einnig hinn ungi Guðmundur. Gengur þeim nú vel smölun um daginn og koma með féð niður í Kollu- múlasporð, en þá telur foringinn, Guðmundur Guð- mundsson, ána of mikla til þess að reka féð í hana. Seg- ist ætla að vaka með piltunum yfir fénu um nóttina. Áin muni minnka í nótt og þeir reka féð yfir með morgninum. Hart lögmál Hallur minn, hugsar sá yngsti göngumaðurinn, því enginn þeirra hafði nesti með sér í Kollumúlagöngunni. Gangnaforinginn snýr sér nú að unga manninum, nafna sínum, og segir: „Við getum staðið yfir fénu í nótt án þín. Ef þú treystir þér til að vaða ána yfir í kofann, mátt þú vitja um nesti þitt og sofa þar í nótt.“ Pilturinn tók þann kostinn að vaða ána einn og ó- studdur þó ekki væri hún árennileg. Hann náði til kof- ans og varð mat sínum feginn. Fann hann þar gamla manninn, Sigurð Magnússon, bónda á Smiðjunesi, hafði hann þá srnalað Tungurnar, var seigur þótt deigur væri við straumhörð vötn. Sváfu þeir nú vel í kofanum til nrorguns, þá voru hinir komnir með féð yfir og upp á Kamba. Það erfiðasta við gönguna var unnið og veðrið var gott. Aðra sögu um smölun að hausti sagði Guðmundur mér, sem hann tók þátt í. Það var seinni ganga og mönnum skipt í Eskifelli. Stafafell var í þjóðleið, sem kallað er, þótt önnur leið ferðamanna lægi ytra yfir Lónið um Byggðarholt og Bæ. Flestir ferðamenn voru á hestum, en einnig gangandi menn, og fylgdi þeim oft hundur. Langferðamaður einn gisti á Stafafelli og var hundur með honum, sem hann sagði að hefði elt sig alla leiðina, en taldi sig ekki eiga hann. Þegar maðurinn fór varð hundurinn eftir — viljandi eða óviljandi. Guð- mundur Sigurðsson vildi eigna sér hann, en aðrir piltar gerðu grín að þeirn og kölluðu hundinn Bjána. Þegar Guðmundur fer í Fellsgönguna hafði hann Bjána með sér, og var þeim sagt að smala Skyndidalinn. Það var löng ganga en Guðmundur léttur á fæti, og taka þeir félagar nú til fótanna röskan gang lengst inn á dalinn, sem er fullra þriggja klst. gangur þangað, sem venja var að snúa við og fara að smala út eftir eða fram, eins og við segjum fram til sjávar, eins og árnar renna. Þarna var djúpt gil innan við og ófært fyrr en langt 90 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.