Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 40
•; • . ../ J. F. COOPERr HJARTARBANT 57. Nokkur kröftug áratog leystu gátuna. Á botni flat- bytnunnar lá Rauðskinni, sem reri hægt að landi með handleggnum. I einu vetvangi var Hjartarbani kom- inn að bátnum. — 58. „Heyrðu, þú þarna! Láttu bát- inn í friði og forðaðu þér áður en ég stytti þér aldur!“ — Rauðskinninn rak upp hræðsluóp og steypti sér út- byrðis. — 59. Rauðskinninn kom fljótlega úr kafinu og synti rösklega að landi, en Hjartarbani tók flat- bytnuna í tog og reri í átt að „Bjórahöllinni". — 60. Systurnar tvær urðu harmi lostnar, þegar þær heyrðu um örlög föður þeirra og Harrys. Hjartarbani sagði þeim alla söguna, en hughreysti þær jafnframt með því, að þegar hann hitti vin sinn, Delawarehöfðingj- ann Sjingaguk, myndu þeir fljótlega bjarga Tom og Harry.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.