Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 32

Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 32
Talið frá vinstri: Arnþór Jónsson, Gunnlaugur Melsted, og Halldór Fannar. í svefnhöfgans sætleika inn svífi þín önd. Gæti þín glókollur minn Guðs milda hönd. Dýrðlegum draumheimi í dvel þú um stund, unz morgunsól blíðlega brosir mót blómstrandi grund. Önnur vinsæl ljóð hjá Tónatríóinu eru meðal annars þessi: Óli rokkari, höfundur Ólafur Gaukur, og Kveðju Ijóð, um höfund er mér ókunnugt. ÓLI ROKKARI. Áður var svo friðsælt í sveit, engan stað á jörðu ég veit yndislegri henni um vor, aldrei dó þar nokkur úr hor. Húfu bar þar hreppstjórinn, og hristi pontu oddvitinn með búfé á beit. Uppi í dalnum bjó hann Óli, undir brattri hlíð í skjóli, átti bömin níu og frú, áttatíu kindur og kú. Lifði af því, sem landið gaf og flestar nætur fast hann svaf, sem frúin hans veit. Óli fór á ball í bæinn, borgina, sem er við sæinn, kvaddi með sér kerlu sína, kvíðafull var hún Stína. Óli vildi ekki stanza, Óli vildi bæði dansa rambu og rokk. Og eftir þetta rokka alla tíð Óli gamli og Stína, ár og síð. Krakkarnir og kýrnar kunna rokk. Kátur galar haninn alltaf rokk. Hreppstjórinn er húfulaus, og oddvitinn er ekki laus við rúmbu og rokk. Og þá er hér síðara ljóðið, sem ég hef nefnt KVEÐJULJÓÐ. Vertu sæll. — Ég kveð þig kæri vinur klökk af þrá, ég bið þig gleym þú mér. Vertu sæll, við sjáumst aldrei, aldrei aftur á ný, og ást mín er horfin með þér. Ég aldrei framar elska mun neinn annan, eilíf þrá í huga mínum er. Ó, vertu sæll um eilífð elsku vinur og ást mín er horfin með þér. Þegar sól er setzt á bak við fjöllin sérhvert kvöld þá hugsa ég til þín. Minningin hún lifir þótt annað hverfi mér allt það eina er huggun mín. Kveðju mína kvöldsólin þér færi. Kossinn minn í geislum hennar er. Ó, — vertu sæll um eilífð, elsku vinur, og ást mín er horfin með þér. Þá birtast hér að lokum tvö lítil Ijóð, sem beðið hefur verið um. Hið fyrra hefur verið flutt af Hljómum. Það heitir: BARA VIÐ TVÖ. Dásamlegt er að vera hér, enginn um skóginn fer. Bara við tvö — bara við tvö. Þrösturinn syngur söng á grein, söng, sem við eigum ein. Bara við tvö------- Burtu úr gleði og glaumi við göngum í draumi og erum ein — alein. Síðara ljóðið er sungið af Sigrúnu Harðardóttur. — Ljóðið heitir: EIN Á FERÐ. Ég var ein á ferð um þennan þögla sand. Það er dimm og kyrrlát nótt. 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.