Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 25
Grænlenzk landspendýr Framhald af bls. 84. --------------------------- hins vegar í ullina, og hafa sauðnautin engin tök á að losa sig við slíkt. Svellgljái gæti einnig orðið þeim skeinuhættur, með því að taka fyrir þá litlu beit, sem þeim virðist nauðsyn að hafa yfir veturinn. Sauðnautið virðist vera gott dæmi um „lifandi stein- gerving“, dýr sem hefur þróast á Jökulöldinni miklu og lagað sig aðdáunarlega vel að þeim skilyrðum, er þá ríktu, en jafnframt staðnað svo algerlega, að það getur með engu móti lagað sig að breyttum aðstæðum, og ætti því, samkvæmt venjulegum reglum náttúrunnar, að vera útdautt, enda virðist litlu hafa munað að svo færi. Ljósir blettir í liðinni ævi Framhald af bls. 91. ------------------------------- bleikjur, með fyrirdrætti. Annars veit hún eklá hvernig þau hefðu getað lifað, en þannig gekk þetta á hverju sumri. Af þessum fjallabúum kynntist ég — greinarhöfund- ur — aðeins einum þeim síðasta, Einari Jónssyni á Smiðjunesi og Brekku. Hann var ágætismaður og einn- ig kona hans, Steinunn Jónsdóttir. Einar var norðlenzk- ur í föðurætt, sonur Jóns Einarssonar er kominn var af séra Birni Þorvaldssyni frá Þönglabakka í Þorgeirsfirði, en móðir hans var Skaftfellsk. Einar var gangnaforingi í Eskifellsfjöllum, þegar við komum að Stafafelli, og þá bjó í Víðidal Sigfús Jónsson, báðir voru þeir snar- menni og frískleika menn á brekkuna. Með Einari fór ég mína fyrstu fjallasmölun í Hellis- skóginn — hann lofaði mér að vera með — þá 12 ára strákur, 1897- Smöluðum ám til burðar í maí og ekki gengið í háfjöll. Hann lagði mér samt lífsreglur. Að ganga hiklaust og ákveðinn þótt vegir væru ekki sem beztir, og passa að líta til allra átta, svo ekki gætu kind- ur fram hjá mér farið. Ég var leikbróðir barna hans og hef ávallt minnzt þeirra síðan að góðu. Er hann bjó á Smiðjunesi var hann oft fenginn í eftirleitir á vetrum. Svo sagði mér Guðmundur hreppstjóri í Byggðarholti, að eitt haust vantaði þar 3 ær af kvíaánum, allar mis- litar, og varð ekki vart í göngum. Kominn var snjór til fjalla og biðja þeir Einar að leita ánna. Þær höfðu gengið í Fjalli, lömbin og veturgamlar. Taldi hann að undan vetrarsnjó hlytu þær að leita að högum í Eski- felli eða nágrenni þess, en þar fann hann þær ekki, sagði hann haglaust í fjöllum, hvergi tittlingsnef, ekki nokk- ur snöp. En snjórinn lá ekki mjög lengi. Leið svo vetur- inn. En á næsta vori, er smalað er til rúningar, koma allar ærnar. Ull, að hálfu týnd og horn þeirra núin og skafin, sem við kletta hefðu þær komið, en óskemmdar og ekki kalnar. Ekki gekk þetta ávallt svo fyrir Einari. Oft fann hann kindur, sem orðið höfðu eftir í haustgöngum. En dæmið um kvíærnar frá Byggðarholti er tákn- rænt um þessi fjöll. Algengt að það komi útigengnar kindur allt frá því að Jón Markússon átti þar sína stóru útbeitarhjörð. Lilja Sigurðardóttir Framhald af bls. 87. ------ — .. nálægt því öllu í framkvæmd, sem hún hefur ætlað sér og viljað. — Lilja er sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar og hlaut styrk (1927) úr Stvrktarsjóði Friðriks kon- ungs 8.“ „I fjöldamörg ár hélt Lilja stórveizlu á hverju sumri á afmæli Ásgarðs, 20. júlí, fyrir öll börn í tveimur hreppum og foreldra þeirra, og voru börnin, eftir skemmtilegan dag, leyst út með fögrum blómvendi, er þau fluttu heim með sér. Oft hafði hún að vetrinum leiksýningar og álfadans o. fl. þessháttar, því henni var alltaf svo hugleikið að skemmta og fræða. — Eiginlega finnst mér hún alltaf vera að fræða, mér finnst ég ævinlega auðgast að ein- hverjum verðmætum í hvert sinn og ég hitti hana.“ Þegar Lilja varð áttræð, héldu konur í Akrahreppi henni veizlu með samsæti og var þar fjöldi fólks, full- orðnir og börn, söngur og ræður. Og í lokin stóð Lilja upp og las kvæði, sem hún hafði ort, voru það 100 vís- ur, létt og vel kveðnar, og var sá vísnabálkur lauslegt ágrip ævisögu hennar. Lífsstarf Lilju Sigurðardóttur er merkilegt og marg- brotið. Okkur langar til að eiga sem flestar konur henni líkar. Guð blessi hana! Halldóra Bjarnadóttir. BRÉFASKIPTI Elsa Þórarinsdóttir, Másseli, Jökulsárhlíð, Norður-Múlasýslu, óskar ettir brétaskiptura við pilt eða stúlku á aldrinum 20—28 ára. Mynd fylgi. Sigrún Steindórsdóttir, Hvammi, Lóni, A.-Skaftatellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Aðalbjörg Steindórsdóttir, Hvammi, Lóni, A.-Skaftafellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Guðný Steindórsdóttir, Hvammi, Lóni, A.-Skaftafellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Elísabet S. Ólafsdóttir, Miðbraut 5, Vopnafirði, Norður-Múla- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára. Heima er bezt 93

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.