Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 37

Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 37
Þeirri óvelkomnu hugsun skaut upp í huga Hel- enu, hvort hann hefði einhverntíma áður, jafnvel oftar en einu sinni, verið með stúlku á þennan hátt. Henni fannst það andstyggilegt, ef ívar byggi yfir slíkri reynslu, samt vildi hún fá að vita vissu sína, þótt svo að hún yrði sársaukafull. Hún þokaði ívari frá sér og spurði á meðan hún hafði kjark tdl: „Ég á við, gagnvart öðrum stúlkum, hvort þú haf- ir.... “ Einhvernveginn gat hún ekki komið sér til að Ijúka við setninguna, en þess gerðist heldur ekki þörf. ívar skildi hana fullkomlega og hann fann fagnaðarbylgju færast um sig, vegna þess, að hann þurfti ekki að líta undan þessum dökku, spyrjandi augum. Hann hafði á tilfinningunni, að svar hans væri henni ómetanlega mikils virði. Hann dró djúpt að sér andann og svaraði: „Nei, það hef ég aldrei.“ Hann sá augu hennar, þessi dásamlegustu augu, sem hann þekkti, fyllast af tárum, en vissi að það voru gleðitár. Hún vafði báðum handleggjunum um háls hans og nú var röðin komin að henni að hvísla: „Elskan mín, mér þykir svo vænt um þig-“ Hann vafði hana að sér og sagði ofurlágt við eyra hennar: „Ég var að bíða eftir þér, ástin mín.“ Það var nær því albjört sumarnótt, full af djúpri kyrrð. Með léttum andvaranum barst daufur ilmur af nýslegnu grasi. Fuglarnir dottuðu, kýrnar hvíldu makindalega á meltunni, jórtruðu við og við og fengu sér blund þess á milli. Smárinn lagði saman blöð sín, blómin drjúptu höfði, það var dögg á gras- inu. Öll náttúran svaf og beið í þögulli kyrrð eftir komandi degi og nýrri sólarupprás. I vestri teygði kvöldroðinn sig upp á himinhvolfið, eins og dumb- rautt tjald. En inni í stofunni á Bugðulæk vöfðu tvö ung- menni sig hvort að öðru, í ljúfsárri sælu, eftir að hafa í fyrsta sinni teygað bikar ástarinnar í botn. Einhversstaðar út í náttúrunni kvakaði lóa, síðan varð allt undursamlega kyrrt á ný. Fyrstu dagarnir, sem þau dvöldu á Bugðulæk urðu Ivari anzi erfiðir, þar sem hann hafði ekki komið í heyvinnu, að heitið gæti, svo árum skipti. Fyrsta daginn reyndi hann að keppast við Gunn- ar, en þeir voru báðir að hlaða upp göltum, en sá fljótlega að það var vonlaust verk. Á meðan galtarn- ir þutu upp kringum Gunnar, var ívar að dútla við einn. Þá sneri hann sér að Páli, en sá sér til skelfing- ar, að það var lítið betra. Palli virtist ekki einu sinni hafa neitt fyrir þessu. Hann hlóð upp hverjum galt- anum á fætur öðrum og gaf sér meira að segja tíma til að blása öðru hvoru. Við og við henti hann frá sér heykvíslinni, hljóp að dráttarvélinni og ýtti hey- inu saman í stórar hrúgur. „Hann er sextán ára en ég er tuttugu og fjögra,“ áminnti ívar sjálfan sig, „Ég hlýt að vera meir en lítið aumur, að standa ekki í honum.“ „Það er ekkert að marka svona fyrsta daginn,“ sagði afi hans, eins og hann læsi hugsanir hans. „Þú ættir ekki að hamast svona, þá verðurðu ómögulegur á morgun.“ Helena sagði eitthvað svipað, en ívar tók lítið mark á þeim. „Þau eru að reyna að hughreysta mig,“ hugsaði hann gramur, „en þau vita ofurvel að ég ætti að standa sextán ára strák snúning.“ Þegar þessi dagur tók loksins enda, lagði ívar frá sér heykvíslina, með engum blessunaróskum henni til handa. Hendur hans voru með stórar dreifblöðr- ur eftir þann ágæta grip og hann leit hana því frem- ur óhýru auga. „Afi segir, að þú sért ótrúlega duglegur,“ sagði barnsrödd að baki hans. fvar snéri sér við og horfði inn í blá, opinská augu Sverris frænda síns. Það lyft- ist dálítið brúnin á ívari við þessar upplýsingar drengsins. „En ég hefði nú samt átt að standa í Palla,“ hugsaði hann hálf óánægður með sjálfan sig. „Ég kom með skyrtuna þína,“ sagði Sverrir. „Þakka þér fyrir, þú ert alveg Ijómandi drengur,“ sagði fvar og klappaði á ljósan koll drengsins. Sverrir horfði á þennan hávaxna frænda sinn klæða sig í skyrtuna. Eftir smávegis hik spurði hann: „Hvað þýðir að vera að mannast?“ „Ja, við getum sagt að þú hafir verið vondur strákur í gær en góður strákur í dag og þá ertu sem sé að mannast.“ Sverrir var hugsi á svipinn og beit í einn fingur sinn, ef vera kynni, að hann fengi einhvern vísdóm út úr því. „Pabbi segir, að þú sért að mannast. Varstu þá vondur strákur í gær?“ ívari var skemmt. Hann þurfti varla að vera svona óánægður með sjálfan sig, fyrst Gunnar og afi hans hrósuðu honum, bæði í bak og fyrir. Heima er bezt 105

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.