Heima er bezt - 01.11.1971, Side 5
bóndi og kaupfélagsstjóri, en vinnugleðin og þrekið
óbilandi. Nú getur hann hvorki lesið né skrifað, það
eru ein tvö eða þrjú ár síðan horium fór að dimma fyrir
augurn og það ágerðist nokkuð fljótt. Áður en þetta
gerðist, var hann búinn að venja sig á að ganga um
næstu götur mælda leið 3—4 km dag hvern, þegar
ekki var snjór eða hálka til hindrunar, og þegar ekki
gaf til útigöngu, gekk hann þessa sömu vegalengd inni,
einnig útmælda, með veggjum fram, og gerir það enn,
því að skyldan býður að varðveita sem lengst heilbrigði
líkama og sálar. Og enn heldur hann áfram sinni dag-
legu göngu, þegar heilsa og veður leyfir, ekki lengra
norður en að Hofsvallagötu, ekki lengra suður en að
Furumel og ekki lengra austur en að Hringbraut, því
að þetta eru aðalbrautir. Hann hefir lofað að fara ekki
lengra, og hún, sem heima bíður, verður að geta treyst
því, að hann haldi loforð sitt, það hefir hann alla ævi
gert. Áður var hann göngugarpur, fór hratt yfir og
hugurinn bar hann hálfa leið. Nú veit hann, að hann
má ekki detta og gengur hægar en fyrr. Og hann dettur
sjaldan. En ef hann svo heyrir rödd gamals vinar á veg-
ferð sinni, þá ljómar ásýnd öldungsins, og þá verður
allt eins og áður fyrir hugskotssjónum hans, blessuð sól-
in og hin góða, græna jörð.
Oft berast líka gamalkunnar raddir inn í stofuna til
hans, þar sem hann situr, að lokinni göngu dagsins. —
Hann er frændmargur og hefir komizt í kynni við
fjölda fólks á lífsleiðinni. Hann hefir verið vinsæll
maður, og þeir, sem þekktu hann í starfi, gleyma hon-
um ekki, þótt vik sé milli vina. En í heimi níræðs manns
fækkar röddum frænda og æskuvina úr heimahögum,
sem sumir hverjir urðu á ný nágrannar í höfuðborg-
inni. Nú á þessu sumri hvarf rödd sr. Sveins Víkings
náfrænda hans, sveitunga og svila, sem raunar var ekki
nema áttræður, og bróðir sr. Sveins, Þórarinn, jafnaldri
Björns, er líka allur fyrir skömmu. Og horfnar eru
raddir miklu yngri manna af Víkingavatnsætt, svo sem
Þórarins skólameistara og Benedikts bróður Þórarins,
sem báðir voru honum mjög kærir, svo og systkina
Kópasker. íbúðarliús B. Kristj., „Útskálar", fremst til vinstri.
Ljósm. Guðm. Björnsson 1967.
Björns tveggja, sem voru yngri en hann. Og þannig
mætti lengi telja. En nú á seinni tíð eru líka komnar
til sögu margar nýjar raddir, annarrar og þriðju kyn-
slóðar, sem eiga hann að ættföður. Hann veit, að ævi-
kvöldið líður, en að líkur eru til, að ætt hans verði
langlíf í landinu og kannske víðar.
Hér verður hvorki rituð ævisaga né eftirmæli Björns
Kristjánssonar. Hann er fæddur á Víkingavatni í Keldu-
hverfi 1880. Móðir hans, Jónína Aðalbjörg Þórarins-
dóttir, var þar fædd og uppalin, og fólk af hennar ætt
hefir setið Víkingavatn um aldir. Faðir hans, Kristján
Kristjánsson, var einn af afkomendum Þórðar á Kjarna
við Eyjafjörð og skal þetta ekki nánar rakið hér. Fyrstu
bernskuár hans voru hafís- og harðindaár af því tagi,
sem þjóðskáldin miklu, Matthías og Einar Benediktsson,
lýstu á sínu meitlaða stuðlamáli:
„Ertu kominn landsins forni fjandir“
og á hafísvori:
„Heiðarnar eru línhvít lík
lögð við hamranna dökku fjalir.
Blómin sín jarða daprir dalir,
það dregur násúg um skaga og vík.
En túngrösin kynbætt af þúsund þrautum
við þúfuna grúfa í neðstu lautum.
Haginn er litlaus, lóslitin flík.
Lífsmörkin krjúpa í felur í jurtanna skautum.“
Harðindaárin um 1880, eða umtal fólks um þau, hafa
án efa marltað djúp spor í vitund hins unga sveins og
verðandi aldamótamanns. Hann gerðist svo minnugur á
árferði, að ég þekki engin önnur dæmi slíks. Til skamms
tíma gat hann raltið tíðarfarið eins og það hafði verið
frá ári til árs, áratug eftir áratug. En þó að minnið
Heima er bezt 585