Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 7
Björn og Rannveig ásamt börnum og tengdabörnum. Guðlaug Ólafsdóttir, Guðmundur, Ásta, Lovisa H. Björnsson,
Gunnar, Bjarni Guðbjörnsson, Gunnþórunn, Þórhallur, Margrét Friðriksdóttir og Kristveig. — Á myndina vantar
Björn Benediktsson, mann Astu, og Halldór Sigurðsson, mann Kristveigar. — Myndin er tekin í 70 ára afmeeli Rann-
veigar 6. nóvember 1971. — Ljósm. Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar s.f., Reykjavik.
í sveitinni, þar sem birkið angar á vori og „starengi
blakta við blakkan sand.“ Að hann gerðist sem ungur
maður víðförull um héruð og landsfjórðunga og nam
þá margt um land og þjóð. Að hann stýrði sem fram-
kvæmdastjóri Kaupfélagi Norður-Þingeyinga á Kópa-
skeri í 30 ár, m. a. á kreppuárunum um og eftir 1930,
og að giftusamlega tókst að treysta fjárhag þess og efla
framfarir á félagssvæðinu. Að hann var þrisvar sinnum
kjörinn fulltrúi Norður-Þingeyinga á Alþingi, og hefði
án efa átt lengri setu, ef hann hefði gefið þess kost. Að
hann átti um langt skeið sæti í stjórn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
í héraði og utan þess. En níræðum öldungi verður líka
á ævikvöldi að sjálfsögðu tíðhugsað um heimilislíf sitt
og frændgarð. B. K. er tvíkvæntur. Fyrri kona hans,
sem hann missti eftir stutta sambúð, var Gunnþórunn
Þorbergsdóttir frá Sandhólum á Tjörnesi, en sonur
þeirra er Þórhallur, sem lengi var kaupfélagsstjóri á
Kópaskeri, eftir að faðir hans lét af störfum hátt á sjö-
tugsaldri, nú aðalféhirðir hjá S. í. S., kvæntur Margréti
Friðriksdóttir frá Efrihólum í Núpasveit.
Börn B. K. og síðari konu hans, Rannveigar Gunn-
arsdóttur frá Skógum í Öxarfirði, sem honum var ung
gefin, og byo-gði með honum á Kópaskeri skála um
þjóðbraut þvera, en nú er um margt auga hans og forsjá,
eru: Gunnþórunn, gift Bjarna Guðbjörnssyni, útibús-
stjóra og alþingismanni á Isafirði, Gunnar, efnaverk-
fræðingur í Reykjavík, kvæntur Eovísu Hafberg Björns-
son, Guðmundur prófessor í verkfræðideild Háskólans,
kvæntur Guðlaugu Ólafsdóttir, Kristveig, gift Halldóri
Sigurðssyni bónda á Valþjófsstöðum í Núpasveit og
Ásta, gift Birni Benediktssyni bónda í Sandfellshaga í
Öxarfirði. Margir sem honum standa nærri, vandamenn
og vinir, eiga sitt undir sól og regni. B. K. lætur það
ekki bregðast að gefa gætur að veðurfréttum dag hvern,
og veðrið „hjá okkur“ er enn í hans munni veðrið á
Norðausturlandi, þó að hann sé búinn að eiga heima í
höfuðborginni í 14 ár.
BRÉFASKIPTI
Helga Pálsdóttir, Laufási, Stöðvarfirði, óskar eftir bréfaskiptum
við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára.
Gunnhildur Ragnarsdóttir, Kvíabryggju, Grundarfirði, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 18—20 ára.
Haraldur Þór Jónsson, Hverfisgötu 83, Reykjavík, óskar eftir
bréfaskiptum við dömu á aldrinum 25—30 ára. — Hef áhuga á
tónlist, sér í lagi klassískri.
Heima er bezt 387