Heima er bezt - 01.11.1971, Page 10
ADDA JONASDOTTIR, ÞVERA:
mínir
„í sveitinni má sjá þá báða
að sama og einu verki.
Sama vilja og valdi háða.
Þeir vita, að bóndinn á að ráða.
Það er hans manndómsmerki.
Skjóni er barn, er berst til dáða,
Bleikur sá sterki!
Svo segir okkar góða skáld, Davíð heitinn Stefáns-
son frá Fagraskógi, í einu sinna ódauðlegu
kvæða. Það var þegar blessaðir hestarnir voru
með manni svo að segja við öll störf útivið. Nú
hfa dráttarhestarnir aðeins í minningu okkar hinna
eldri, vélarnar hafa leyst þá af hólmi. Það er óneitanlega
gaman að sjá hvað heyskapurinn gengur fljótt og vel
með þessum stóru vélum — þó er einhver söknuður í
sál minni, mér finnst eitthvað vanta svo allt sé fullkom-
ið, og það er samstarfið við þessar yndælu, hugljúfu
skepnur, dráttarhestana, sem voru manns stoð og stytta
og sameinuðust manni í vinnunni.
„Maður og hestur urðu eitt“.
Ég minnist síðustu dráttarhestanna minna, Grána og
Blesa. Fvrsti dagurinn, sem Blesi var settur fyrir sláttu-
vélina með Grána, er svo Ijós í huga mínum, eins og
það hefði verið í gær, þó liðin séu síðan 30 ár. Flann
var aðeins 5 vetra foli, vel viljugur, hafði allan gang,
en skemmtilegast fannst mér töltið, það var svo dún-
mjúkt, að maður haggaðist ekki í hnakknum. Hann
var þægur, ófælinn, en svo viðkvæmur; það dáðu hann
allir krakkar, enda var hann gæfur.
Gráni var orðinn fullorðinn og margt búinn að reyna,
notaður allt árið um kring til aðdrátta fyrir heimilið,
og það voru oft erfiðir flutningar í sjó að vetrinum,
yfir vegleysu. Gráni var klárhestur með tölti, dálítið
mislyntur, sérstaklega við krakka; þau máttu aldrei tví-
menna, þá henti hann þeim af baki, skildi þau stundum
eftir í druiiukeldu og hljóp frá þeim. Hann var vel
viljugur framan af ævi og gott að sitja hann og með
fljótustu hestum á stökki.
Það er sólbjartur sumardagur, grasið á túninu bylgj-
ast í golunni og bíður eftir því að verða slegið. Gráni
kroppar í hlaðvarpanum, tygjaður til athafna; það er
verið að setja aktygin á Blesa litla, nú á að sjá, hvað
hann getur. Hann er anzi hvikull, finnst víst hringla
ærið mikið í þessu gargani. Þetta er svo ólíkt hnakknum.
Hann snýst marga hringi og frýsar hátt. Ég geng til
390 Heima er bezt
hans og strýk snoppuna og gæli við hann um stund.
Nú er allt tilbúið, hann er teymdur með Grána að vél-
inni. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir að koma Grána
á sinn stað, hann hagræðir sér sjálfur og alltaf vildi
hann vera sömu megin, hafa hinn hestinn við vinstri
síðuna. Það tókst vonum betur að tengja Blesa við Grána
og vélina eftir nokkrar hringferðir. Þegar átti að keyra
af stað, stendur hann fyrst kyrr, prjónar síðan og frýsar
hátt, næstum öskraði. Svo er allt kyrrt um stund, þar
til hottað er á þá með hægð, þá lítur Gráni til Blesa og
mér fannst svo mikil óvirðing í augnaráðinu, hann lagði
kollhúfur og gerði sig svo ljótan á svipinn, ég held
hann hafi langað til að bíta hann, svo labbar hann af
stað traustum, öruggum skrefum og manni sýndist
hann draga bæði vélina og Blesa.
Gráni var traustur kennari og Blesi var fljótur að læra.
Þá duttu mér í hug ofangreindar ljóðlínur Davíðs —
og sá að Blesi var barnið, sem berst til dáða — Gráni sá
sterki.
Það þýddi aldrei að sleppa Grána eftir unnið dags-
verk nema að lofa honum að finna mig, ef krakkar ætl-
uðu að teyma hann út af túninu, þá bara spyrnti hann
við öllum fótum og fór hvergi, rykkti af þeim taumn-
Adcla Jónasdóttir á gráum
gæðingi.