Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 11
Siðustu dráttarhestarnir að Þverá.
um ef hann gat; þá var hann fljótur heim að bæjardyr-
um og kumraði hátt og kumrið varð að hneggi, ef ég
heyrði ekki strax, stundum kom hvít snoppa inn um
eldhúsgluggann, þá var ég fljót fram með mjólkurföt-
una. Hann var búinn að fá margan mjólkursopann og
brauðbitann um dagana, blessaður gamli klárinn, enda
átti hann það skilið. Blesi lærði líka fljótt að drekka
mjólk; hann kom í humáttina á eftir heim og smá
færði sig nær, þangað til hann kom alveg og vildi
smakka, en hann var aldrei eins frekur og Gráni.
„Heima á bóndabænum rýkur,
brenna kvöldsins glæður.
Bleik og Skjóna bóndi strýkur
brauðsneiðum hann að þeim víkur,
ráðum sínum ræður.
Vel er unnið, verki lýkur,
vinir og bræður“. D. S.
Nú eru þeir horfnir yfir landamærin, gömlu klárarnir,
en maður man þá og þakkar öli störfin. Það er ekki þar
með sagt, að hesturinn sé horfinn okkur, sem betur fer.
Nú er það bara gæðingurinn, sem raunar alltaf hefur
verið til samhliða dráttarhestinum. Hann hefur bara
flutt á mölina, eins og sagt er um sveitafólkið, sem flyt-
ur í kaupstaði landsins. Nú er mikið af reiðhestum þar,
en sem betur fer er ennþá töluvert magn af þeim í
sveitinni, þó til séu sveitaheimili, sem engann taminn
hest hafa. í sveitinni er hann að minnsta kosti fæddur,
gæðingurinn. Þar sér hann fyrst sólina skína, og fyrsta
sumarið, og jafnvel fyrstu árin, lifir hann frjáslu óþving-
uðu lífi hjá móður sinni og stóðinu heima í fjalladýrð-
inni. Hver veit nema að hann búi að því alla sína ævi,
þó hann sé síðar sviftur frelsi og fluttur á braut.
Það er margur hestamaður á íslandi, eða telur sig
vera það. En passaðu þig, hestamaður góður, að fara
ekki eins illa með reiðhestinn þinn og farið var með
þessar dýrðlegu skepnur á landsmótinu í Skógarhólum
í vor og eins á Vindheimamelum í Skagafirði á kapp-
reiðum sama vor, 1970. Það var ömurleg sjón og óskilj-
anlegt að nokkur hestaunnandi skuli geta horft þegj-
andi á slíka meðferð. Ég spyr: Hvar er dýraverndunar-
félagið, að það skuli ekki taka þetta til meðferðar —
sem blæs sig út sjái það stóðhross úti að vetri til í mis-
jöfnu veðri. Af reynslu minni og þekkingu á hrossun-
um, þá álít ég, að það væri ekki hægt að gera stóðinu
neitt verra en loka það inni í húsum, þó stallurinn væri
fullur af heyi. Þau vilja vera frjáls, elska hina óþving-
uðu náttúru. En auðvitað mega þau ekki vera svöng.
Það verður að gefa þeim strax og harðnar á jörð, og
það held ég flestir geri nú orðið, sem betur fer. Okkur
finnst gott að gefa þeim bara út í hagann ef gott er
veður. Þau virðast una því vel, þegar þau venjast
manninum, sem gefur þeim, koma þau strax og hann
kallar á þau, þyrpast í kringum hann, labba svo burtu
þegar þau eru búin að éta nægju sína. Þau treysta
manninum. Þarna eru hross, sem eru dýrstygg að sumr-
inu. Þau vita, að þeim verður ekkert gert nema að
gefa þeim að eta. Þetta lýsir sæmilegum gáfum. Ég er
ekki að lasta að hafa hús til að gefa þeim í þegar vont
er veður, það er sjálfsagt, en alls ekki að loka þau inni.
Bóndi minn gefur þeim stundum í húsi ef hvasst er,
Heima er bezt 391