Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 12
en honum finnst betra að gefa þeim úti ef hægt er,
þau eru ekki inni nema rétt á meðan þau eta, og varla
það. Þau gera lítið af því að fara ínn þó hríð geysi,
þau standa heldur í skjóli.
Svo að endingu nokkur orð til ykkar, hestaunnendur
og hestamenn. Farið vel með hestinn ykkar, þessa dá-
samlegu skepnu. Látið ekki sjást annað eins svínarí á
næstu landsmótum og síðastliðið vor. Það er hörmuleg
sjón að sjá hungraðan, lafmóðan, kófsveittan hest titr-
andi eins og lauf í vindi á hagleysu og jafnvel bundinn
við staur, híma þar svo klukkustundum skiptir, meðan
eigandinn er að skemmta sér með glöðum félögum.
Tíminn er lengi að líða fyrir hestinn þinn, þó þér finnist
hann fljótur að líða. Loksins kemur eigandi hestsins, er
þá svo valtur á fótunum, að hann kemst varla hjálpar-
laust á bak. Nú þarf hann að sýna félögunum kosti gæð-
ingsins. Nú er klárinn svo stirður, að hann getur varla
tekið fyrstu skrefin. Brátt lifnar yfir honum, hann
treystir húsbónda sínum og gerir hvað hann getur.
Grundin dunar undir hinu hrynjandi tölti, þreyttra
fóta. Hugsið um það, hestamenn. Gæðingarnir ykkar
verða aldrei jafngóðir eftir svona meðferð.
Bak á gráa gæðinginn
mig grípur þrá að fara.
Fríði, knái Fálki minn,
fjörið má ei spara.
Pottbrauð . . .
Framhald af bls. 389 ----------------------------
okkar og gleði verður vart lýst þegar við sáum inni-
haldið. Þar var, innan í koddaveri, „pottkaka“, bökuð í
hlóðum undir potti, en sú brauðgerð var mjög tíðkuð
á þeirri tíð. Við tókum sprettinn, eins og við stóðum,
á nærklæðum og berfættir, fram í bæ og hrópuðum:
„Mamma, mamma, það er komið brauð, komdu nú með
smér“.
Það beið heldur ekki lengi, að sneitt væri upp á „pott-
brauðið“, og að lystinni á neyzlu þess þarf ekki að
spyrja. Meira hnossgæti gat okkur ekki hlotnast, eins
og þá stóðu sakir, þótt þetta væri aðeins „pottbrauð“
úr rúgmjöli gert, sem á venjulegum tíma þessarar tíðar,
var jafnan nokkur þáttur í fæði almennings. En nú
hafði þetta alveg vantað um lengri tíma, og börnum var
að því mest eftirsjá, enda segir máltækið: „Brauð er
jafnan barna matur“. Það mátti segja, að þennan maí-
dag 1902 var ekki minna sólskin í sálum okkar bræðr-
anna, en úti í náttúrunni, þrátt fyrir harðindin, og or-
sökin var eitt venjulegt „pottbrauð“.
Þess skal getið, sem eftirmála, að Helgi Einarsson,
vinur okkar, kallaður Bjólan, var afi þeirra síldarverk-
unarmanna á Siglufirði, Ingvars, Friðriks og Gunnlaugs
Guðjónssona o. fl. og langafi Gríms Helgasonar mag-
isters og bókavarðar í Reykjavík, ásamt mörgum fleiri
afkomendum.
VERÐLAUNA
KROSSGÁTA
Ennþá lumar hann „Ranki“ vinur okkar á nokkr-
um skemmtilegum krossgátum fyrir lesendnr
„Heima er bezt“ að spreyta sig á. Þessi, sem hér
birtist, hefir beðið birtingar nokkurn tíma, vegna
plássleysis í blaðinu, en við vitum, að fjölmargir
lesendur munu hafa ánægju af að glíma við hana,
eins og þær fyrri. Þið, sem eruð farin að kannast
við krossgáturnar hans „Ranka“, vitið jafnframt,
að þær eru þannig úr garði gerðar, að ekki þarf
að rífa síðuna úr blaðinu til þess að geta sent
lausnina, því, eins og áður, er vísa falin í gátunni,
og nægir að skrifa vísuna upp og senda á sér blaði,
þegar krossgátan er fullráðin. Að þessu sinni skul-
um við bara kalla vísuna „Rím og innrím“.
Skýringar:
Skrifið á laust blað allar tölur frá 1—74. Eftir því
sem gátan er ráðin, þá færið sömu bókstafi úr
tölusettu reitunum í gátunni að sömu tölum á
lausa blaðinu. Þegar gátan er fullráðin, á vísan að
standa á lausa blaðinu.
Skrifið síðan nafn og heimilisfang á blaðið með
vísunni og sendið til „Heima er bezt“, pósthólf
558, Akureyri. Ráðningar þurfa að hafa borizt
fyrir lok janúarmánaðar 1972.
Veitt verða þrenn bókaverðlaun, þ. e. bækur eftir
eigin vali úr Bókaskrá HEB 1971, að verðmæti allt
að kr. 1000.00 (HEB-verð) handa hverjum verð-
launahafa.
Við óskum lesendum „Heima er bezt“ góðrar
skemmtunar í viðureigninni við þessa hollu og
góðu dægradvöl.
392 Heima er bezt