Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 14
Þættir um lífið í Laxá, Mývatni og fleiri vötnum eftir Helga Hallgrímsson safnvörð
ÞÖRUNGAR II
I byrjun þessara þátta um veröld vatnsins,
var greint frá nokkrum aðalflokkum þeirra
vatnajurta, sem einu nafni kallast þörungar
eða ölgtir, þ. e. bláþörungum, kísilþörung-
urn og grænþörungum í þrengri merkingu.
í þessum þætti verður rætt um nokkra
þörungaflokka, sem tilhéyra grænþörung-
um í víðri merkingu, svo og rauðþörunga
og skoruþörunga.
GRÆNÞÖRUNGAR
Skrautþörungar (Desmidaceae) er flokkur
mjög sérkennilegra, smásærra þörunga,
sem teljast til grænþörunganna. Skrautþör-
ungarnir eru flestir einfrumungar, en frum-
ur þeirra eru nær alltaf skiptar í tvo ná-
kvæmlega einslaga parta, sem geta annars
haft mjög mismunandi lögun, og eru oft
ákaflega formfagrar. Þeir eru algengir í
ýmiss konar tjörnum, pollum og vötnum,
helzt með hreinu og tæru vatni, en forð-
ast næringarrík vötn eða menguð. Eru
þeir stundum notaðir sem mælikvarði á
hreinleika vatnsins. Magn þeirra er þó
Kransþörungurinn.
(Nitella).
stundum svo mikið, að vatnið verður
grænt af þeim sökum, og er þá oftast um
að ræða fáar tegundir, en annars er oftast
fjöldi tegunda saman á hverjum stað.
Hver tegund hefur sitt sérstaka lag, sem
oft er ótrúlega flókið og furðulegt, og hafa
skrautþörungar því, frá tilkomu smásjár-
innar vakið mikla athygli smásj árrýnenda,
og fyrir bragðið eru tegundir þeirra til-
tölulega vel þekktar, þrátt fyrir hinn
mikla fjölda, en talið er, að um 4 þús. teg-
undir skrautþörunga séu til á jörðunni. —
Gamlar flórubækur með lituðum teikn-
ingum af þessum þörungum, eru hreinustu
listaverk, þótt þær hafi ekki gert annað
en líkja eftir náttúrunni.
Hérlendis eru þekktar um 60 tegundir
skrautþörunga, en þó má ætla, að þær séu
a. m. k. helmingi fleiri. Einna algengastar
eru tegundir af ættkvíslinni Closterium,
sem líkjast mánasigð.
I Mývatni eru skrautþörungar lítið á-
berandi, vegna þess hve vatnið er nxring-
arríkt, en hins vegar töluvert af þeim í
ýmsum nágrannavötnum, svo sem Más-
vatni og Sandvatni.
Kransþörungar (Charales) eru stórvaxn-
394 Heima er bezt