Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 17
HFXGI GÍSLASON, HRAPPSSTÖÐUM:
agar
ur
mínu
Ferðaþattur, frá Skagafiréi til Vopnafjarðar
að var vorið 1917, sem ég útskrifaðist frá bún-
aðarskólanum á Hólum í Hjaltadal, þá rétt tví-
tugur að aldri. Með mér útskrifaðist piltur úr
Vopnafirði, Marteinn Steindórsson, á líkum
aldri og ég. Steindór Jóhannesson, faðir Marteins, var
verzlunarmaður á Vopnafirði við „Framtíðina“, sem
var verzlunarfélag, stofnað á Seyðisfirði, með útibúi á
Vopnafirði og ef til vill víðar. Steindór Jóhannesson
var mikilhæfur maður og hestamaður svo af bar. Hann
þurfti að hafa mikil ferðlög fyrir verzlunina, markaðs-
ferðir o. fl. Hann þurfti því mikið á hestum að halda,
enda átti hann þá oft marga. Haustið 1916 hafði Stein-
dór keypt 3 hesta í Skagafirði hjá kunningjum sínum
og kannske frændum, því hann var, að ég held, ættaður
af þeim slóðum og víða þekktur um sveitir Norður-
lands. Steindór hafði svo kornið hestunum í vetrarfóð-
ur í Skagafirði til vors 1917. Um veturinn skrifaði Stein-
dór Marteini syni sínum og lagði fyrir hann að koma
með hestana heim til Vopnafjarðar, þegar hann væri
búinn í skólanum. í bréfi sínu skipulagði Steindór ferð-
ina af hinni mestu snilld, sagði fyrir urn gististaði og
yfirleitt alla tilhögun ferðarinnar í smáatriðum. Nú
víkur sögunni til mín. Þegar ég heyrði um þessa fyrir-
huguðu ferð Marteins á hestum til Vopnafjarðar, þá
vaknaði sterk löngun hjá mér til að vera með honum.
En hvernig átti það fram að ganga? Fangaráðið varð
það að fara til Sigurðar skólastjóra. Sagði ég honum
frá þessu öllu og stóð þá ekki á úrlausn þessara mála
hjá honum, því auk þess að vera búnaðarfrömuður, var
hann líka mannkostamaður mikill. Ég hafði hugsað
mér að kaupa taminn brúkunarhest, ekki dýran gæð-
ing, en hest, sem væri traustur ferðahestur. Skólastjóri
vissi um rauðskjóttan hest, sem var til sölu á Lóni í
Viðvíkursveit, keypti hann fyrir mig og ábyrgðist
greiðslu til næsta hausts, því alveg var ég peningalaus
eins og á stóð, þar sem allir peningar, sem ég hafði,
höfðu farið í skólakostnaðinn.
Hesturinn til ferðarinnar var nú fenginn, og kostaði
hann 380 kr. Þá vakti skólastjóri máls á því, hvort mig
langaði ekki til að fá reiðhestsefni, því í Skagafirði væri
víða óbrigðult reiðhestakyn, svo sem víða væri kunn-
ugt, og væri gott fyrir mig að eignast góðan reiðhest,
sem væri til frambúðar.
A þessum tíma var hesturinn enn eina farartækið á
landi og mest á hann treyst, eins og verið hafði frá
upphafi Islandsbyggðar. Það er svo ekki að orðlengja
það, nema það ræðst svo, að ég kaupi tryppi af góðu
kyni. Um veturinn hafði verið í skólanum, í yngri
deild, piltur úr Blönduhlíð, Magnús sonur Gisla Björns-
sonar á Ökrum. Hann sagði, að faðir sinn muni geta
selt brúnan fola 4 vetra af ágætu hestakyni, sem margir
úrvalshestar væru af komnir. Það varð svo úr, að ég
kaupi þennan fola. Hann kostaði 400 kr. og átti ég að
borga hann með haustinu, eins og þann skjótta. Nú var
þetta orðið allmikið fyrirtæki og hestaskuldin orðin
780 kr. Það var svimandi há upphæð í þá daga. Nú, til
þess að hafa eitthvað að standa á, og til þess að minnka
áhættu Sigurðar skólastjóra, þá bað ég Martein, tilvon-
andi ferðafélaga minn, að tala í síma við föður sinn,
Steindór verzlunarmann, og biðja hann að fara þess á
leit við verzlunina, að hún greiddi fyrir mig þessa upp-
hæð á komandi hausti gegn loforði um innlegg í verzl-
unina síðar. Svarið frá Steindór var jákvætt, og það
með, að hann fagnaði því, að við værum nú tveir á
ferð með fleiri hesta, sem alltaf væri betra þegar um
snjó og ófærð á heiðum væri að ræða. Þessu fagnaði ég
meira en orð fá lýst en kom ekki á óvart, því Steindór
Jóhannesson var þekktur að alls konar fyrirgreiðslu í
verzlunarsökum.
Skólanum var sagt upp um mánaðamótin apríl og
maí, og hófst þá strax undirbúningur ferðarinnar. Mar-
teinn þurfti að ná saman gæðingum Steindórs, sem ekki
voru allir á sama stað. Ég þurfti að sækja þann skjótta
niður í Lón, en þann brúna frá Ökrum tókum við í
leiðinni til heiðarinnar. Reiðtygi keypti ég af Pálma
Einarssyni, síðar landnámsstjóra, sem þá var í yngri
deild skólans. Hafði hann komið ríðandi á afsláttar-
hesti vestan úr Dalasýslu haustið áður, og þess vegna
voru reiðtygin til sölu. Þetta hefur nú kannske verið
sama sem gjöf, því reiðtygin kostuðu örfáar krónur,
Heima er bezt 397