Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 18
að mig minnir. Marteinn hafði reiðing á einum sínum
hesti og fengum við hjá skólastjóra hey í pokum og rúg-
miölsslatta, sem við fluttum með okkur, því frétzt
hafði, að heylítið væri í Öxnadalnum.
Ekki man ég mánaðardaginn, sem við lögðum af stað
frá Hólum, en hefur að öllum líkindum verið 4.-9. maí.
Góðviðri var þessa daga en ekki mikil leysing. Jörð
mikið til auð í byggð, en þiljugaddur á heiðum. Nú
lögðum við af stað frá Hólum snemma dags yfir Hrís-
háls og fram Blönduhlíð. Þá skein við sólu Skagafjörð-
ur, innan útvarða héraðsins, Tindastóls, Mælifellshnjúks
og Glóðafeykis. Mér gafst því miður aldrei tækifæri
til þess síðar á ævi, að sjá aftur þetta fagra hérað. Við
gistum um nóttina á Silfrastöðum og lögðum þaðan á
Öxnadalsheiði daginn eftir. Á heiðinni var þæfings-
færi, en ekki ófærð. Vestan í heiðinni kom það atvik
fyrir, er við fórum upp með gili einu, að sá brúni minn
fór eitthvað út úr slóðinni, og sprakk þá undan honum
snjóhengja og hrapaði hann þar niður. Nú flaug það
gegnum huga minn, að ég hefði keypt hann til þess að
farast þarna í snjóflóði. En þegar við fórum að huga
niður í gilið, þá sáum við þann brúna, í einu mjall-
kófi, hlaupa upp gilið og upp úr því nokkru ofar. Allt
gekk svo vel yfir heiðina, en við fórum hægt og vorum
nokkuð lengi, komumst í Bakkasel í Öxnadal um kvöld-
ið. Þar var víst heylítið, eins og frétzt hafði, og komu
sér nú vel heypokarnir frá Hólum, sem við höfðum
meðferðis. Að öðru leyti var þar mikil gestrisni og alit
fúslega veitt, sem við þurftum, en nafni búanda er ég
búinn að gleyma. Daginn eftir héldum við svo niður
hinn vinalega dal, Öxnadalinn, með sínum séreinkenn-
um, Hraundranga á vinstri hönd og hálfan dalinn hól-
um fylltan. Og svo sem leið liggur út Þelamörk og inn
Krældingahlíð til Akureyrar. Nú vorum við komnir til
Akureyrar, en þar hafði Steindór lagt fyrir Martein
son sinn að vera um kyrrt og hvíla vel hestana. Það
voru líka góð skilyrði til þess á Akureyri, og það má
undrast nú, hve snemma var þar fullkominn gististaður
fyrir ferðamenn. Þessi gististaður var „Caroline Rest“.
Þar var fullkomið hesthús með básum fyrir hvern hest,
og var aðbúnaður allur og hirðing gripanna með ágæt-
um, svo ég hygg, að einsdæmi hafi verið á þeirri tíð
hér á landi. Okkur hefði ekki komið til hugar, báðum
alveg ókunnugum, að svona hesthús væri inni í miðj-
um kaupstaðnum skammt frá hinum glæsilegu verzl-
unarhúsum og snotru íbúðarhúsum. En hér kom okk-
ur að haldi fræðsla Steindórs Jóhannessonar, sem eins
og áður sagði hafði ákveðið gististaðina fyrir okkur.
Dag þann, sem við vorum á Akureyri, notuðum við til
að skoða ofurlítið nágrennið og fara í búðir, þó lítið
væri nú hægt að kaupa fyrir það litla skotsilfur, sem
við höfðum. Það varð áð sitja fyrir öllu að kaupa hey-
tuggu handa hestunum til þess að hafa meðferðis aust-
ur á bóginn. Við keyptum líka rúgmjölsslatta í poka,
því það var nauðsynlegt að hafa til þess að hressa hest-
ana á þegar stanzað var.
Fjórða dag ferðarinnar héldum við svo frá Akur-
eyri, en þá var komin niðaþoka, og þótti okkur óhugn-
anlegt að leggja á vaðlana fyrir innan Pollinn, þegar
ekki sá yfir í landið hinum megin. Þetta fór þó allt vel,
því fljótlega sást yfir og fremur lítið vatn var í Eyja-
fjarðará. Við héldum svo í þokunni einhverjum götu-
slóðum upp heiðarbrekkuna, en þær slitnuðu sundtu: af
snjófönnum þegar ofar dró, og kviðum við því ef
þoka væri á háheiðinni og þar sæi ekki til vegar fyrir
snjó. Það fór þó á annan veg, því að þessi 550 m hái
fjallshryggur stóð upp úr þokunni og var þar glaða-
sólskin, sem var mjög hressandi fyrir sálina eins og á
stóð fyrir ókunnugum piltungum um tvítugt. Þar á
háheiðinni gáfum við hestunum rúgmjöl á seglbrigði,
sem við höfðum yfir föggunum á reiðingshestunum til
að verja þær bleytu. Ferðin gekk svo vel yfir heiðina
og komum við að Hálsi í Fnjóskadal um kvöldið og
vorum þar um nóttina. Þar mættum við framúrskarandi
gestrisni eins og vænta mátti. Þá var þar prestur séra
Asmundur Gíslason frá Þverá í Dalsmynni, búhöldur
mikill og góður prestur. Hann var bróðir Ingólfs Gísla-
sonar læknis á Vopnafirði. Hafði séra Ásmundur kom-
ið til Vopnafjarðar og haft einhver kynni af Vopnfirð-
ingum í gegnum Ingólf lækni, bróður sinn. Kona séra
Ásmundar var skörungskona mikil, Anna Pétursdóttir
frá Vestdal í Seyðisfirði, og því systir Margrétar konu
Jóns Bergssonar á Egilsstöðum á Völlum, sem voru
ein af merkustu hjónum á Austurlandi á sinni tíð. Nú
var haldið frá Hálsi austur Ljósavatnsskarð og var þar
með öllu snjólaust og sæmileg færð, því ekki var til
muna komin aurbleyta í veginn. Héldum við svo með
litlum hvíldum austur yfir Skjálfandafljót og Fljóts-
heiði að Einarsstöðum í Reykjadal. Þar stönzuðum við
eftir fyrirsögn Steindórs og var okkur þar vel tekið og
hestunum gefið hey undir húsgafli, en okkur boðið tii
stofu og veittur þar beini af mikilli rausn. Einarsstaðir
var sýnilega stórt heimili og mikill myndarbragur þar
á öllu. Við fórum svo um kvöldið yfir hálsinn milli
Reykjadals og Laxárdals og komum að fyrirfram
ákveðnum gististað, Halldórsstöðum í Laxárdal, seint
um kvöldið. Á þessari dagleið höfðum við fengið sæmi-
lega færð, nema á Fljótsheiðinni, því þar var kominn
krapi í snjóinn á köflum. Á Halldórsstöðum bjó þá
Hallgrímur Þorbergsson fjárræktarmaður, þjóð-
kunnur maður, og gistum við hjá honum við mikla gest-
risni og glaðværð. Morguninn eftir, sjötta dag ferðar-
innar, fórum við svo yfir Laxá að Hólum og þaðan
upp á Hólasand í átt til Mývatnssveitar. Á Hólasandi
var fremur lítill snjór og engin ófærð, þó hægt yrði að
fara til þess að hestarnir ofþreyttust ekki. Annars vor-
um við heppnir með það alla ferðina, hvað leysing var
lítil, miðað við það, sem vænta mátti á þessum tíma
vors. Snjórinn fór heldur vaxandi eftir því sem austar
dró í héraðið og var flekkótt jörð í Mývatnssveit. Um
kvöldið komum við að Grímsstöðum við Mývatn og
vorum þar um nóttina. Á Grímsstöðum var sýnilega
stórt heimili og margbýli. Fengum við þar ágætan
beina, en ekki man ég nafn á búendum, sem við gistum
398 Heima er bezt